Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 26
26 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Í ljósi aukinnar umræðu um mansal fór ég að velta því fyrir mér hvort Íslendingar væru almennt meðvitaðir um mansal og útbreiðslu þess. Hér er greint frá umfangi mansals út frá reynslu minni sem friðar- gæsluliði í Kosóvó 2003 í verkefni með leyniþjónustu NATO-herliðs- ins og öryggislögreglu Sameinuðu þjóðanna. Verkefnið var að meta umfang og eðli mansals og vænd- is í Kosóvó, sem þá var verndar- svæði Sameinuðu þjóðanna og undir hervernd NATO. Var ég sendur af utanríkisráðuneytinu til að starfa með NATO-herliðinu sem svo kallaður Liaison Officer (milligöngumaður) milli NATO og Sameinuðu þjóðanna. Mitt starf í þessum hópi var aðallega að meta fjárhagslegar stærðir varðandi umfang starfseminnar. Kosóvó er á stærð við Reykjanesskagann og þar búa um tvær milljónir íbúa. Talið var að um 300 vændishús væru starfandi í Kosóvó á þess- um tíma. Þessi vændishús litu reyndar alveg út eins og kaffihús og þjónuðu einnig þeim tilgangi. Hins vegar voru yfirleitt 2 her- bergi á bak við eða uppi á lofti þar sem verknaðurinn var framinn. Um 10 stúlkur störfuðu á hverj- um stað eða hátt í 3.000 stúlkur á svæðinu. Stúlkurnar voru flestar frá Moldóvu, Rúmeníu eða öðrum fátækari löndum þar í kring og komu úr minnihlutahópum eða voru einstæðar mæður sem boðið hafði verið starf sem barnfóstr- ur eða sem húshjálp utan heima- landsins og þá yfirleitt á Ítalíu. Flestar áttu þessar stúlkur erf- itt uppdráttar í heimalandi sínu og gripu því fegins hendi þessi „gylliboð“ um starf erlendis. Oftast voru stúlkurnar seldar fyrir um 200 evrur (kr. 31.000) í hendur glæpaklíkna sem tóku af þeim vegabréfin, byrluðu þeim eiturlyf, beittu þær ofbeldi og nauðguðu þeim í þeim tilgangi að brjóta þær niður og gera þær „tilbúnar“ fyrir nýjan starfsvett- vang. Stúlkurnar tvöfölduðust í verðmæti fyrir hvert land sem þær komu vestar í Evrópu og voru almennt greiddar um 2.000 evrur (kr. 310.000) þegar þær komu til Kosóvó og meira ef þær komust lengra, svo sem til Ítalíu. Ástæðan fyrir því að Kosóvó varð oft fyrir valinu var sú að þar sem þetta var verndarsvæði Sam- einuðu þjóðanna var ekki gerð krafa um vegabréfsáritun. Áætl- að var að allt að 1.000 stelpur á ári hefðu farið til og í gegnum Kosóvó á ári. Mjög misjafnt var hvort eða hvað stúlkurnar sjálfar fengu í sinn hlut. Það var allt frá engu og upp undir 30% af tekjum. Það sem var yfirleitt greitt fyrir þessa þjónustu á þessum tíma var um 30 evrur (kr. 4.650) fyrir inn- fædda Kosóvóbúa og 70 evrur (kr. 10.850) fyrir útlendinga. Fjöld- inn sem stúlkurnar áttu að þjóna á dag var á bilinu 6-8 karlmenn. Áætlað var að árstekjur fyrir þessa starfsemi hefðu verið eitt- hvað um 50 milljónir evra eða um 8 milljarðar íslenskra króna, sem er umtalsvert í landi sem er talið með fátækari löndum álfunnar. Um 70% af viðskiptavinum vænd- ishúsanna voru innfæddir og um 30% voru erlendir hjálparstarfs- menn, sem unnu annað hvort hjá Sameinuðu þjóðunum eða öðrum hjálparstofnunum. Þar sem bæði NATO og Sam- einuðu þjóðirnar vissu af þess- ari starfsemi hafa margir án efa spurt sig þeirrar spurning- ar hvort þessar stofnanir hafi gert sitt til að koma stúlkunum til bjargar. Því er til að svara að það var reynt mörgum sinnum. Oft frelsaði öryggislögreglan stúlkurnar en fæstar fóru þó til síns heima þótt það væri í boði. Flestar enduðu þær aftur í vændi þar sem þær gátu ekki hugsað sér að snúa til síns heima vegna þeirrar reynslu sem þær höfðu orðið fyrir eða koma heim aftur peningalausar. Einnig hurfu stúlkurnar spor- laust ef minnsti grunur var á að þær færu til yfirvalda. Sama gilti þegar átti að vitna gegn til- ræðismönnum en dómskerfið var í uppbyggingu og þótti frek- ar svifaseint. Vitnavernd var lítil sem engin og í flestum tilfellum skiluðu vitnin sér ekki þegar kom að fyrirtöku dómsmálsins. Ljóst var að yfirvöld í Kosóvó þyrftu að breyta um aðferðir og beina sjónum sínum að eftirspurninni frekar en framboðinu. Í kjölfarið hrintu Sameinuðu þjóðirnar í framkvæmd upplýs- ingaátaki um skaðsemi vænd- is og mansals, en því miður var greinarhöfundur ekki nógu lengi í Kosóvó til að sjá hvaða árang- ur það átak bar. Hafa ber í huga að það ástand sem fjallað er um í þessari grein var til staðar í landi þar sem tímabundið upp- lausnarástand ríkti vegna stríðs- ins sem staðið hafði yfir. Vonandi er búið að koma lögum og reglum yfir sem mest af þessari starf- semi í dag en með hliðsjón af því hversu mikill ábatinn er af starf- seminni og glæpastarfsemin svo umfangsmikil og skipulögð er án efa margt óunnið í þessum efnum í Kosóvó. Eins og fram kom á ráðstefn- unni í Háskólabíói þann 24. okt- óber síðastliðinn eru ungir karl- menn í meiri mæli markhópur í baráttunni gegn kynferðisof- beldi. Mikilvægt er að fræða og virkja unga karlmenn til að breyta hugsunarhætti og afstöðu þeirra til kvenna. Ekki er hægt að útiloka vændi og mansal nema eftirspurnin eftir slíkri þjónustu hverfi. Hér þarf því hugarfars- breytingu. Mansal – Kosóvó árið 2003 Mansal Andri Ottesen framkvæmdastjóri og með doktorsgráðu í rekstrarhagfræði Þar sem bæði NATO og Sameinuðu þjóðirnar vissu af þessari starfsemi hafa margir án efa spurt sig þeirrar spurningar hvort þessar stofnanir hafi gert sitt til að koma stúlkunum til bjargar. Þjóðin er nú í naflaskoðun vegna hruns bankanna og hvað gerð- ist í aðdraganda þess. Í þessu sam- hengi er fróðlegt að rifja upp sögu Íslenskrar erfðagreiningar. Það leikrit er um margt líkt sjálfu hruninu og aðdraganda þess enda persónur og leikendur hinir sömu. Þeir sem fóru með helstu hlut- verk hafa ýmist verið ákærðir eða eru stimplaðir sem siðlausir og/ eða glæpamenn. En hvers vegna lærðu menn ekkert af ótrúlegum uppgangi og hruni fyrirtækis sem byggt var á sandi? Árið 1996 er DeCode Genet- ics stofnað og dótturfélag þess Íslensk erfðagreining (ÍE) hefur starfsemi. Þarna skýtur stofnend- um og hugmyndasmiðum fyrir- tækisins, þeim Kára Stefánssyni og Hannesi Smárasyni, fyrst upp á stjörnuhimininn. Fljótlega byrja yfirlýsingar að streyma frá fyrir- tækinu um ótrúlegar uppgötvan- ir og eigið ágæti. Fjölmiðlar spila með alveg frá byrjun. Davíð Oddson forsætisráðherra veitir ÍE pólitíska fyrirgreiðslu frá fyrsta degi sem varla á sér hlið- stæðu. Meðal þess sem byrjað er á er frumvarp til laga um „gagna- grunn á heilbrigðissviði“. Höf- undur laganna er Baldur Guð- laugsson lögfræðingur sem þessa dagana dvelur í dómsal ákærð- ur fyrir innherjasvik. Margir töldu lagafrumvarp þetta siðlaust með öllu og mikil umræða verð- ur um það. Þrátt fyrir það legg- ur Alþingi blessun sína yfir þetta (des. 1998). Fyrirtækið er duglegt að safna þjóðþekktu fólki í kringum sig. Vigdís Finnbogadóttir sest í stjórn og Ólafur Ragnar Grímsson ger- ist fljótlega sérstök klappstýra. Þannig er forstjóra NASDAQ boðið til kvöldverðar á Bessastöðum til að liðka fyrir skráningu fyrir- tækisins á almennan markað. Páll Magnússon, þekktur fjölmiðlam- aður og núverandi útvarpstjóri, er gerður að fjölmiðlafulltrúa og svona mætti lengi telja. Ráðamenn og ríkisstjórn eru tíðir gestir á samkomum þar sem greint er frá stórkostlegum upp- finningum, forskoti fyrirtæk- isins eða þá að undirritaðir eru tímamótasamningar. Þetta líkist trúarsamkomum eða peppfund- um píramídafyrirtækja. Fræg- asta dæmið er þegar Davíð situr í hásæti við undirritun samnings við þekkt lyfjafyrirtæki 1998. Í kjöl- farið hefjast æðisgengin viðskipti með óskráð hlutabréf fyrirtækisins og atburðarás sem er alveg sam- bærileg við aðdraganda banka- hrunsins áratug síðar. Fyrirtækið bólgnar út með leift- urhraða sem og kostnaður og tap við rekstur þess meðan hlutabréf- in stefna í óþekktar hæðir. Sumar- ið 1999 þá kaupa ríkisbankarnir þrír, Landsbanki, Búnaðarbanki og Íslandsbanki hlutabréf í ÍE fyrir 6 milljarða króna til að forða félag- inu frá gjaldþroti. Margeir Pét- ursson viðskiptasnillingur kallar þetta hins vegar traustsyfirlýsingu og „magnaðasta viðskiptatæki- færi sem Íslendingar hafa staðið frammi fyrir“. Bankarnir reyna auðvitað að losa sig við þessi bréf á sem hæsta verði. Til að tryggja áframhaldandi uppsveiflu hlutabréfanna þá er áróður fjölmiðla hertur enn frekar. Hver uppfinningin rekur aðra og yfirburðir, sérstaða og snilld eru „orð“ sem æ oftar eru notuð. Engu líkara en þarna sé komið uppkast- ið að frægri ræðu forsetans um íslenska efnahagsundrið. Ef einhver gagnrýni heyrist þá er reynt að kæfa hana í hvelli. Oftar en ekki er það einhver ráð- herra eða þingmaður sem stígur fram og talar um ómaklegar árásir og öfund. Viðbrögð sem allir kann- ast við frá því rétt fyrir hrun. Allir sem vilja vita sjá að þetta er ein stór leiksýning. Forstjór- inn heldur til á Alþingi og þing- menn eru inn á gafli hjá ÍE. Rík- isstjórnin virðist bókstaflega vera í vinnu hjá fyrirtækinu. Tengsl stjórnmálamanna og fyrirtækis hafa aldrei verið sýnilegri. Afrek á vísindasviðinu eru stórlega ýkt ef ekki hrein lygi. Ítök fyrirtækisins í fjölmiðlum, sem fjalla ekkert um þennan vef lyga, spillingar og sið- leysis, eru augljós. Það er svo í júlí 2000 sem fyr- irtækið er loks skráð á NASDAQ- markaðinn. Við þetta hrapa hluta- bréfin í verði. Fyrirtækið þolir bersýnilega illa smá birtu. Hann- es Smárason yfirgefur sökkvandi skipið sama ár með fullar hend- ur fjár og heldur áfram farsælum ferli sem flestir þekkja. Þrátt fyrir bakslag er hvergi slegið af í áróðrinum. Dansinn kringum gullkálfinn má ekki stöðva. Samt er svo illa komið 2002 að Alþingi neyðist til að sam- þykkja 20 milljarða ríkisábyrgð á láni til handa ÍE. Málið er að mestu í höndum Geirs Haarde fjármála- ráðherra sem nú er á leið í dóm- sal. Þrátt fyrir þennan greiða og að þingheimur sé allur af vilja gerður þá liggur leiðin bara niður á við. Fyrirtækið skrimtir samt furðu lengi en er að lokum lýst gjald- þrota 2009. Örfáum dögum fyrir fyrirséð gjaldþrot fær ÍE 1,5 milljarða lán frá ríkisbankanum Landsbankan- um (jan. 2009) að því er virðist að tileggjan kúlulánadrottningarinn- ar Þorgerðar Katrínar Gunnars- dóttur menntamálaráðherra. Fyrir- tækið virðist enn hafa fullkomna stjórn á ráðherrum og ríkisstjórn. Ríkisbanki er nú enn á ný farinn að styðja við bakið á fyrirtækinu eins og tíu árum fyrr. Hvað liggur að baki þessari fyrirgreiðslu? Þrátt fyrir risa gjaldþrot og að um bandarískt fyrirtæki sé að ræða þá eru Kári og co. enn í brúnni á Íslenskri erfðagreiningu. Það hvílir þykk þoka yfir höll- inni í Vatnsmýrinni þar sem hirð- in heldur til eins og ekkert hafi í skorist. Þessu svipar til íslensku bankanna. Segja má að tjöldin fari að falla upp úr 2002. Flestir búnir að afskrifa ævintýrið sem gjald- þrota loftbólu. Menn virðast hins vegar engan lærdóm draga af falli fyrirtækisins enda uppteknir við að einkavæða bankana svo ballið geti haldið áfram. Ekkert af þeim stórkostlegu sigrum á vísindasvið- inu, lækningum og lyfjum sem fyr- irtækið lofaði landsmönnum hafa orðið að veruleika. Það umhverfi og andrúmsloft, siðleysi og sukk, sem búið var til á kerfisbundinn hátt undir stjórn útrásarvíkinga og stjórnmála- manna kringum Íslenska erfða- greiningu er rannsóknarefni. Þetta var uppskriftin að hruninu. Múgsefjun þjóðarinnar á þessum tíma var um margt merkileg en um leið hlýtur að þurfa að fletta ofan af leikritinu, höfundum þess og leikendum. Gestir, sem klöpp- uðu í leikhúsi fáránleikans, fá aldrei endurgreitt enda eiga það varla skilið. Davíð og DeCode Ríkisstjórnin virðist bókstaflega vera í vinnu hjá fyrirtækinu. Tengsl stjórnmála- manna og fyrirtækis hafa aldrei verið sýnilegri. Afrek á vísindasviðinu eru stórlega ýkt ef ekki hrein lygi DeCode Árni Alfreðsson líffræðingur ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 52 23 6 11 /1 0 Gönguskór á jólatilboði 20% afsláttur HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.