Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 43
1 tsk. sykur 1 msk. þurrger 4 msk. mjólk 100 g smjör 50 g sykur 1 tsk. vanilludropar 3 egg, hrærð fínlega raspaður börkur af hálfri sítrónu og hálfri app- elsínu 400 hveiti, sigtað 1 tsk. salt 100 g rúsínur eða hvítar rúsínur. 75 g saxaðir þurrkaðir kokteilávextir. 1. Hitið ofninn í 200 c. Smyrjið kökuform sem er 20 cm í þvermál. 2. Hellið mjólk í skál, stráið 1 tsk. sykri og þurrgeri yfir og látið standa í 10 mínútur. 3. Þeytið saman smjöri og sykri í skál þar til blandan er létt. Hrærið eggjunum við einu í einu. Þá er bætt við berki af sítrónu og appelsínu og að lokum van- illudropum. Þó má sleppa dropunum ef vill. 4. Setjið hveiti og salt í stóra skál. Blandið varlega mjólkurblöndunni saman við og þá smjörblöndunni. Blandið öllu saman þar til deigið er mjúkt. 5. Setjið deigið á flöt sem stráð hefur verið á hveiti og hnoðið í fimm mínútur. 6. Setjið deigið nú í olíubor- inn plastpoka eða breiðið yfir brauðið og geymið á hlýjum stað. Látið hefast í klukkutíma. 7. Stráið rúsínum og þurrk- uðum ávöxtum yfir deigið og hnoðið saman. Setjið nú deigið í formið og látið hef- ast á ný í um 45 mínútur. 8. Bakið í 10 mín. Minnkið hitann í 180 c. og bakið í 30 mín. Kælið og skreytið með flórsykri. JÓLABRAUÐIÐ PANETTONE ættað frá Mílanó Panettone er sætt og létt brauð sem nýtur mikilla vinsælda á Ítalíu um jólin enda upp runnið í Mílanó. Brauðið er svolítið flókið í gerð enda leggja fæstir Ítalir í að búa það til sjálfir, heldur panta það oft með fyrirvara hjá bakaríum og sækja stuttu fyrir jól. Nokkrar þjóðsögur eru til um uppruna Panettone- brauðsins, en pane þýðir í raun bara brauð á ítölsku. Ein sagan segir að aðalsmaðurinn Ughetto Atellani, sem uppi var á fimmtándu öld, hafi orðið ástfanginn af Adalgisu, dóttur fátæks bakara að nafni Toni. Til að vinna hjarta hennar dulbjó aðalsmaðurinn sig sem bakara, gerðist lærlingur hjá föður hennar og bjó til brauð sem hann bragðbætti með eggjum, þurrkuð- um rúsínum, sykruðum sítrónu- og appelsínuberki. Brauðið vakti mikla lukku og var kallað Pan de Toni, eða brauð Tonis. Önnur saga segir að brauðið hafi orðið til í mik- illi veislu við hirð ítalskrar aðalsfjölskyldu. Þegar jólaveislan stóð sem hæst kom í ljós að eftirréttur- inn var ónýtur. Þá voru góð ráð dýr og ungur dreng- ur sem vann í eldhúsinu bauð fram brauð sem hann hafði bakað handa fjölskyldu sinni og bragðbætt með rúsínum og öðru góðgæti. Þetta sæta brauð vakti svo mikla lukku að kokkurinn ákvað að nefna brauðið eftir drengnum sem hét Toni. Panettone er venjulega formað eins og kúpull og er yfirleitt um 12-15 cm á hæð og vegur um eitt kíló. Sumir leika sér með að móta brauðið í átthyrning eða stjörnu. Ítölsk jól með Panettone Panettone er jólalegt, sætt brauð, sem á rætur að rekja til Mílanó á Ítalíu en Ítalir gæða sér á brauðinu á jólum og áramótum. Brauðið nýtur einnig vinsælda í Suður-Ameríku, Sviss og á Möltu um jólaleytið. Nokkrar þjóðsögur eru til um uppruna Panettone. NORDICPHOTOS/GETTY Hnetur eru mikilvæg uppistaða í mörgum jólasmákökum. Þær þykja hollar enda auðugar af prótíni, E-vítamíni, fólín- sýru, magnesíum, kopar og trefjum. Hnetur eru hins vegar fituríkar og í 24 möndlum eru 160 kaloríur. -Yfir 400 einfaldar og fljótlegar uppskriftir úr hinum sívinsælu þáttum Eldsnöggt með Jóa Fel. Í bókinni má finna fjölda uppskrifta og hugmynda fyrir jólabaksturinn og af jólamatnum. ELDAÐ MEÐ JÓA FEL NÝ MATREIÐSLUBÓK FRÁ JÓA FEL F A B R IK A N VERÐ: 2.995 KR. FA B R IK A N Öllum hrærivélum fylgir vandað gjafasett að verðmæti 15.000 kr. ásamt hveitibraut og matreiðslubók á íslensku. Hrærivélarnar fást í mörgum litum! Verð frá kr. 79.990 JÓLATILBOÐ Rjómi allra landsmanna FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA AF LANDSBYGGÐINNI Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.