Fréttablaðið - 26.11.2010, Page 64

Fréttablaðið - 26.11.2010, Page 64
 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR44 sport@frettabladid.is KÖRFUBOLTI Erlendir leikmenn eru í forystuhlutverki hjá flestum liðum Iceland Express deildar karla það sem af er tímabilinu en hjá tveim- ur liðum í deildinni eru íslenskir leikstjórnendur sem eru í forystu- hlutverkinu. Þetta eru þeir Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, og Ægir Þór Steinarsson, leikstjórn- andi Fjölnis, sem eru báðir meðal fimm efstu manna í deildinni þegar kemur að hæsta framlagi til sinna liða. Pavel Ermolinskij er efstur í framlagi í deildinni með 28,8 fram- lagsstig að meðaltali í leik. Hann er með 17,4 stig, 12,6 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik, kemst reyndar ekki inn á topp tuttugu í stigaskori (23. sæti) en er í 2. sæti í bæði fráköstum og stoðsendingum. Mikilvægi Pavels fyrir KR- liðið sést vel í tölfræðinni því hann er með 35,0 framlags- stig að meðaltali í sig- urleikjunum (21,0 stig - 14,8 fráköst - 9,8 stoðsending- ar) en aðeins 10,0 framlagsstig að meðaltali í tapleikjunum (6,5 stig - 6,0 fráköst - 4,5 stoðsend- ingar). Hamri og Keflavík tókst að stoppa strákinn og fögnuðu fyrir vikið góðum sigrum á KR-liðinu. Ægir Þór Steinarsson er í 5. sæti í framlagi í deildinni með 25,6 framlagsstig að meðaltali í leik. Ægir er með 19,1 stig, 5,4 fráköst og 9,4 stoðsendingar að meðaltali í leik en hann er efstur í deildinni í stoðsendingum og kemst líka inn á topp 20 í stigaskori (15. sæti). Ægir var efstur í stoðsendingum í deild- inni í fyrra en hefur hækkað með- altal sitt úr 7,8 stoðsendingum í leik í fyrra upp í 9,4 stoðsendingar að meðaltali í ár. Ægir er að skila svipuðum fram- lagstölum í sigur- og tapleikjum Fjölnisliðsins en samkvæmt stig- askorinu virðist það vera mikil- vægara fyrir liðið að hann skori meira sjálfur. Ægir er þannig með 21,0 stig og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í sigurleikjunum en með 17,3 stig og 10,3 stoðsend- ingar að meðaltali í tapleikjunum. Hann er að skjóta meira og komast oftar á vítalínuna í sigurleikjunum, en Fjölnismenn hafa nú unnið tvo leiki í röð í deildinni. Pavel og Ægir Þór eru miklir leiðtogar í sínum liðum og að hætti stjörnuleikmanna vestur í Banda- ríkjunum hafa góðir menn fundið á þá skemmtileg viðurnefni. Pavel hefur verið kallaður Galdramað- urinn í beinni tilvísun til hins frá- bæra Magic Johnson, sem líkt og Pavel var leikstjórnandi í fram- herjaskrokki. Ægir Þór hefur verið kallaður Geitungurinn enda spilar hann í gulu, er eldsnöggur með boltann og stingur mótherj- ann með beittum leik sínum. Það er við hæfi að strákarnir séu settir í stjörnuleikmannabúning að hætti Kanans enda hafa þeir látið verkin tala inni á vellinum í vetur. ooj@frettabladid.is HÁSTEINSVÖLLUR verður ekki heimavöllur ÍBV í Evrópukeppninni næsta sumar að því er fram kemur í vikublaðinu Fréttum. Völlurinn uppfyllir ekki skilyrði UEFA fyrir Evrópuleiki. ÍBV þarf að ráðast í framkvæmdir fljótlega því félagið mun ekki fá undanþágu frá leyfiskerfi lengur en næsta sumar. Verði völlurinn ekki lagaður þarf ÍBV að spila heimaleiki sína á fastalandinu árið 2012. Enn eru yfirburðir Fréttablaðsins á dagblaðamarkaði staðfestir. Það sést greinilega á lestrartölum milli ára. Morgunblaðið dalar en Fréttablaðið bætir við sig. Við vitum sem er að dagblað á að vera skemmtilegt og upplýsandi. Það á að veita innsýn í líf fólks og varpa ljósi á atburði sem skipta okkur máli. Við hlustum á raddir lesenda og erum lifandi vettvangur fyrir skoðanaskipti. Af þessum ástæðum hefur forskot Fréttablaðsins aukist úr 143% í 187% Forskotið eykst! Fréttablaðið er nú með 187% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. Könnun Capacent í ágúst til október 2009 og 2010. MORGUNBLAÐIÐ 20 09 29 ,3% 74,7% 26% 20 10 20 09 71 ,4% 20 10 Allt sem þú þarft... FRÉTTABLAÐIÐ Pavel og Ægir í forystuhlutverki Galdramaðurinn og Geitungurinn eru einu íslensku leikmennirnir inni á topp tíu listanum yfir þá leik- menn Iceland Express deildar karla sem hafa skilað mestu til sinna liða það sem af er tímabilinu. Hæsta framlag í deildinni: 1. Pavel Ermolinskij, KR 28,75 2. Kelly Biedler, ÍR 28,63 3. Semaj Inge, Haukum 28,13 4. Lazar Trifunovic, Keflavík 26,75 5. Ægir Þór Steinarsson, Fjölni 25,63 6. Craig Schoen, KFÍ 24,25 7. Gerald Robinson, Haukum 23,63 8. Ben Stywall, Fjölni 23,63 9. Ryan Amaroso, Snæfelli 23,25 10. Christopher Smith, Njarðvík 22,80 Tölur Pavels og Ægis Stig í leik 17,4 - Ægir 19,1 Fráköst í leik Pavel 12,6 - 5,4 Stoðsendingar í leik 8,5 - Ægir 9,4 Stolnir í leik 1,8 - Ægir 1,9 Tapaðir í leik 5,8 - Ægir 3,4 3ja stiga skotnýting 38,5% - Ægir 48,9% Vítanýting 77,4% - Ægir 79,1% Framlag í leik Pavel 28,8 - 25,6 SUND Ragnheiður Ragnarsdóttir komst ekki í úrslit á EM í 100 metra skriðsundi í gær. Ragn- heiður komst í undanúrslit á mót- inu en náði ekki að synda sig inn í úrslitasundið. Hún synti á 54,91 sekúndu í undanúrslitunum, sem var lakari tími en í undanrásunum. Þá synti hún á 54,83 sekúndum. Íslands- met hennar er 54,65 sekúndur. Seinna sundið byrjaði vel hjá Ragnheiði í gær og hún var með fjórða besta tímann í sínum riðli eftir 25 metra. Hún náði ekki að halda sama hraða út sundið. Tíminn dugði Ragnheiði í 13. sætið en aðeins átta synda í úrslitasundinu. Sú síðasta sem komst í úrslitasundið kom í mark á 54,42 sekúndum. - hbg Ragnheiður Ragnarsdóttir: Hafnaði í 13. sæti á EM RAGNHEIÐUR RAGNARSDÓTTIR Stóð sig ágætlega í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN PAVEL ERMOLINSKIJ, KR ÆGIR ÞÓR STEINARSSON, FJÖLNI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.