Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Föstudagur skoðun 20 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Ú lfar Eysteinsson mat-reiðslumaður á Þremur frökkum bregst við hærra matarverði með nýrri matreiðslubók þar sem allar máltíðir miðast við fjóra og kosta undir þúsund krónum. Í bókinni, sem heitir Úlfar eldar, er að finna þrjátíu uppskriftir að hefðbundnum réttum en tilurð bókarinnar lýsir Úlfar á þennan veg: „Það skiptir máli að bi Matur á þúsund krónur Úlfar segir mikilvægt að bera virðingu fyrir matnum og leggur til að fólk nýti afganga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 800 g karfaflök með roðihveiti salt sítróna smjörlíki Flökin eru bein-hreinsuð en látin halda roði sykurmola. Flökunum er síðan velt upp úr hveiti og þau djúpsteikt í 180 gráðu heitri olíu í 2-3 mínútur. Stráið salti og kreistið STEIKT KARFAFLÖK Í matreiðslubók Úlfars Eysteinssonar er að finna þrjátíu uppskriftir fyrir fjóra sem allar kosta undir 1000. Ljósin verða tendruð á Óslóartrénu á Aust- urvelli á sunnudag klukkan 16. Tæp sextíu ár eru síðan Norðmenn færðu Íslendingum í fyrsta sinn grenitré að gjöf til að skreyta Reykjavík. Tréð í ár var höggvið við hátíðlega athöfn í Aurtjørn í Nordmarka að viðstöddum sendiherra Íslands og borgarstjóra Óslóar. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 02Netfan Verð 8.290 kr.Tilboð mánudaga-miðvikudaga 7.290 kr. Jólahlaðborð b d b 18. nóvem er - 30. esem erHið óviðjafnanlega jólahlaðborð Perlunnarer hafið. Það borgar sig að panta borðið þitt strax –enda eitt vinsælasta jólahlaðborð á landinu! Skötu- og jólahlaðborð PerlunnarÞorláksmessa, í hádeginu Nýárskvöldverður1. janúar 2010 Gefðu einstaka kvöldstund í jólagjöf! Það borgar sig að panta skötuna snemma! föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 26. nóvember 2010 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur veðrið í dag 26. nóvember 2010 278. tölublað 10. árgangur STJÓRNMÁL „Í þessu og stjórn- kerfinu öllu erum við ennþá föst í gömlum vinnubrögðum.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnar- dóttir, formaður þingflokks Sam- fylkingarinnar, um úthlutanir á safnliðum fjárlaga og kjördæma- pot. Mat þingmanna á umsóknum um fjárveitingar kunni að verða handahófskennt og menn sjáist ekki alltaf fyrir. Boðar hún ný og betri vinnubrögð. Í viðtali í blaðinu í dag segir Þórunn það ekki létt verk að vera í stjórnarsamstarfi með VG. Inn- anbúðardeilur og valdabarátta dragi úr krafti hreyfingarinnar sem stjórnarflokks. Hún segir mikilvægt að greiða fyrir erlendri fjárfestingu í atvinnulífinu. Tryggja þurfi sam- eign þjóðarinnar á auðlindum í stjórnarskránni en ekki skipti máli hvort fyrirtæki í orku eða sjávarútvegi séu í eigu Íslend- inga eða útlendinga. - bþs / sjá síðu 16 Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kjördæmapot enn lifa góðu lífi: Alþingi fast í gömlum vinnubrögðum Jólagjafa- handbókin er komin út. Skoða má gjafahandbókina á smaralind.is Í takt við breytta tíma... Frábær opnunartilboð! Hanna í Hörpu Tilkynnt um vinningshafa í hönnunarsamkeppni. tímamót 28 Hjólað í kuldanum Fjallahjólaklúbburinn fer í ferð að Álftavatni. allt 3 Þykir flottust Alexa Chung valin best klædda kona ársins. fólk 40 ORKUVEITAN Innri endurskoðandi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og arkitekt Hellisheiðar- virkjunar héldu báðir brúðkaupsveislur í mót- tökusal Hellisheiðarvirkjunar án endurgjalds. Veislurnar voru haldnar 2007 og 2008. Innri endurskoðandi OR fékk reikning frá fyrirtækinu upp á 181.500 krónur fyrir veit- ingar í veislunni, en samkvæmt upplýsingum frá OR var sá reikningur ekki sundurliðaður. Fjöldi gesta var 31 og boðið var upp á fjögurra rétta matseðil, þar á meðal humar og hreindýra steik, ásamt víni. Gerir það um 5.800 krónur á hvern gest. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, vill þó benda á að þetta svari til um 9.000 króna á mann í dag. „Ekki er að sjá að um einhverja „sérmeð- ferð“ hafi verið að ræða. Samþykki forstjóra lá fyrir og allur útlagður kostnaður fyrirtækisins var innheimtur,“ segir Eiríkur. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnar- formaður OR, segir að komi í ljós að um óeðli- lega fyrirgreiðslu hafi verið að ræða séu atvikin mjög óheppileg. „Við erum búin að taka mjög skýrt á öllum svona málum og þetta á að vera orðið eðlilegt. En það tekur smá tíma að vinda ofan af þessu,“ segir Haraldur Flosi. „Það er stefnan að svona lagað heyri sögunni til og verið er að reyna að finna réttan takt í þessum málum.“ Hinn 12. janúar árið 2008 hélt arkitekt Hell- isheiðarvirkjunar brúðkaup sitt í salnum án endurgjalds og gaf þáverandi forstjóri, Hjör- leifur Kvaran, leyfi fyrir veislunni. Hjörleifur segist halda að arkitektinn hafi greitt allan kostnað. „Ég get staðfest að ég heimilaði einum aðila að halda brúðkaupsveislu. En það gekk svolítið mikið á til að heimila það. Ég var almennt á móti því en ég gaf mig nú,“ segir Hjörleifur. Spurður hvort OR hafi komið til móts við arkitektinn varðandi kostnað, segist Hjörleifur ekki halda að svo hafi verið. - sv Stjórnarformaður gagnrýnir veislur í Hellisheiðarvirkjun Orkuveita Reykjavíkur lánaði móttökusal Hellisheiðarvirkjunar til veisluhalda starfsmanna 2007 og 2008. Innri endurskoðandi og arkitekt hússins fengu salinn ókeypis. Á að heyra sögunni til, segir stjórnarformaður. STÖKU ÉL NYRÐRA Í dag verða víðast norðaustan 3-8 m/s, en 8-15 SA-til. Bjart S- og V-lands en stöku él N- og A-til. Frost víðast 0-8 stig. VEÐUR 4 -2 -2 -4 -3 -1 Jón Ólafsson, eigandi Icelandic Water Holdings, hélt móttökuveislu í Hellisheiðarvirkjun í tilefni af opnun vatnsverksmiðjunnar í Þorlákshöfn í september árið 2008. Orkuveita Reykjavíkur fékk formlega kvörtun frá samtökum veitinga- húsaeigenda í kjölfarið og var þá ákveðið að taka alfarið fyrir einkaveislur í húsnæðinu. „Þetta var síðasta veislan fyrir hrun,“ segir Jón. „En við borguðum stórfé fyrir þetta. Algjörlega á fullum kjörum.“ Síðasta veislan STJÓRNMÁL Útgjöld til heilbrigðis- mála verða aukin um talsvert á annan milljarð króna frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrum- varpi næsta árs. Með þessu eru stjórnvöld að bregðast við hörðum viðbrögðum og mótmælum vegna niðurskurð- ar á framlögum til málaflokksins. Var samdráttur á heilbrigðis- stofnunum á landsbyggðinni áætl- aður rúmir þrír milljarðar. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins aukast framlög til ann- arra málaflokka einnig. Til að mynda verður dregið úr niður- skurði í menntamálum um ríflega hálfan milljarð umfram það sem ráðgert var í frumvarpinu. Ekki stendur til að skera niður önnur framlög til að mæta aukn- um fjárveitingum. Svigrúm er sagt hafa verið í ríkisfjármál- unum til að mæta mögulegum breytingum. - bþs Heilbrigðis- og menntamál: Draga úr niður- skurðinum Akureyri er ósigrandi Akureyri er enn með fullt hús stiga í N1-deild karla eftir áttunda sigurinn í röð. sport 46 BIÐRÖÐ VIÐ KJÖRSTAÐINN Yfir 2.000 manns kusu til stjórnlagaþings utan kjörfundar í Laugardalshöll í gær. Fjöldi fólks beið enn eftir því að geta greitt atkvæði á ellefta tímanum í gærkvöldi. Alls höfðu 8.439 greitt atkvæði utan kjörfundar klukkan 22, samkvæmt upplýsingum frá fulltrúa sýslumannsins í Reykjavík. Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar í dag milli klukkan 10 og 12. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.