Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.11.2010, Blaðsíða 12
12 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Árbótarhjón höfnuðu í desember í fyrra tillögu Barnaverndarstofu um að deilu þeirra yrði vísað til bindandi matsnefndar ef allt um þryti. Lögmaður þeirra segir að uppsögn þjónustusamningsins hafi verið ólögmæt, enda stjórni Barnaverndarstofa sjálf eftirspurninni að meðferðarheimilum. Barnaverndarstofa lagði til um miðjan desember í fyrra að gengið yrði til samninga um upp- gjör við hjónin sem ráku meðferðarheimilið Árbót þar sem tekið yrði tillit til fjárhagslegra skuld- bindinga þeirra vegna uppbyggingar heimilis- ins. Þetta kemur fram í drögum að samningi um lokun heimilisins sem Fréttablaðið hefur feng- ið í hendur frá lögmanni Árbótarhjóna, Björgvin Þorsteinssyni. Barnaverndarstofa lagði jafnframt til í samn- ingsdrögunum að ef sam- komulag næðist ekki fyrir 1. júlí yrði skip- uð þriggja manna mats- nefnd sem hefði það hlut- verk að ákveða endanlegt uppgjör vegna lokunar- innar og skyldi niður- staða hennar vera bind- andi. Nefndin átti að vera skipuð fulltrúa Barnaverndar- stofu, félagsmála- ráðuneytisins og Árbótar. „Þessum samningsdrög- um var að sjálf- sögðu hafnað enda fráleitt að ríkið hefði tvo menn í matsnefndinni en Árbót einn,“ segir lögmaðurinn Björgvin Þorsteinsson í greinargerð sem hann hefur sent Fréttablaðinu um málið. Greinargerðin er birt í heild sinni á Vísi í dag. Uppsögnin ólögmæt Björgvin segir að eftir að samn- ingsdrögunum var hafnað hafi Árbótarhjónin mótmælt uppsögn- inni og sett fram tillögu að sátt sem kvað á um Barnaverndarstofa greiddi þeim sex mánaða uppsagn- arfrestinn auk rekstrarframlags til þrettán mánaða, eða helming þess tíma sem þá stæði eftir af samn- ingnum. Sex mánaða uppsagnar- fresturinn nam um 44 milljónum og þrettán mánuðir til viðbótar hefðu verið um 95 milljónir. „Grundvöllur kröfunn- ar var að uppsögn samn- ings aðila væri ólög- mæt,“ segir Björgvin. „Á því var byggt, m.a. af hálfu Barnaverndar- stofu að eftirspurn eftir vistmeðferð í Árbót hefði minnkað. Hið rétta er að Barnaverndarstofa sjálf ræður því á endanum hvar unglingar eru vist- aðir og getur því alfarið stjórnað eftirspurninni.“ Hann segir þá skýringu að þörfin hafi minnkað koma illa heim og saman við þá yfirlýsingu Braga Guðbrandssonar, for- stjóra Barnaverndar- stofu, að byggja þyrfti nýtt heimili undir slíka starfsemi á Suðurlandi. Þá gagnrýnir hann tal um að kynferðis- brotið sem upp kom geti réttlætt uppsögn- ina. „Meint kynferð- isbrot starfsmanna heimilisins gat held- ur ekki verið ástæða uppsagnar samnings- ins og lokunar vist- heimilisins. Í slíkum tilvikum er viðkom- andi starfsmanni sagt upp störfum en starf- seminni ekki hætt. Hefur þess einhvern tímann verið krafist að kirkju sé lokað vegna meints kyn- ferðisafbrots prests? Ekki svo vitað sé til.“ Þrjátíu milljónir of lítið Til stuðnings bótakröfunni vísar Björgvin til skuldastöðu Árbótar- hjóna, sem lagt hafi út í mikinn kostnað við byggingarframkvæmd- ir á heimilinu að kröfu Barnavernd- arstofu. Björgvin segir að skuldir í bókhaldi þeirra vegna þeirra fram- kvæmda hafi um síðustu áramót numið rúmum 48 milljónum króna. Barnaverndarstofa hefur hins vegar mótmælt þeirri fullyrðingu og sagt að ekki hafi verið sýnt fram á skuldastöðuna með fullnægjandi hætti. Nánar er fjallað um þá hlið málsins hér til hliðar. Vegna alls þess sem að framan greinir taldi Björgvin Árbótarhjón- in eiga rétt á að ríkið greiddi þeim vegna þess tjóns sem þau urðu fyrir við samningsrofin. Niður- staðan hafi verið að þau fengju 30 milljónir. „Er það mín skoðun að sú fjárhæð hafi verið of lág en þau […] vildu ganga að þessu tilboði í stað þess að sækja rétt sinn fyrir dóm- stólum,“ segir Björgvin. Segir Björgvin að allir sem um málið hafi fjallað hafi gert það af „yfirgripsmiklu þekkingarleysi á atvikum öllum“ án þess að leita sjónarmiða Árbótarhjóna og vill hann með greinargerð sinni koma þeim á framfæri. FRÉTTASKÝRING: Bætur til meðferðarheimilisins Árbótar Stígur Helgason stigur@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is Höfnuðu því að matsnefnd ákvæði bætur ÁRBÓT Í AÐALDAL Hjónin í Árbót fengu 30 milljóna greiðslu. Tólf hafa verið greiddar en átján eru á fjáraukalögum næsta árs. Bragi Guðbrandsson var andvígur samkomulaginu en félagsmálaráðherra lét hann skrifa undir það. BJÖRGVIN ÞORSTEINSSON Fram kom í Fréttablaðinu í gær að lögmaður Götusmiðj- unnar teldi að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar hefði verið brotin þegar ráðherrar blönduðu sér í samninga- viðræður um uppgjör við Árbótarhjónin, enda hefði Götusmiðjan fengið allt aðra meðferð í kerfinu þegar samningnum við hana var sagt upp. Sagðist hann ætla að kvarta yfir málinu til umboðsmanns Alþingis. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, lét í ljós áhyggjur af fordæmisgildi samninganna við Árbótarhjónin á fundi í félagsmálaráðuneytinu 8. apríl síðastliðinn. Í minnisblaði Einars Njálssonar, skrifstofustjóra í ráðuneytinu, um fundinn segir: „Bragi mótmælti því að nokkurt tilefni eða rök væru fyrir því að greiða rekstraraðilum nokkuð umfram það sem þau samkvæmt samningi ættu rétt á, þ.e. greiðslur í 6 mánuði eftir uppsögn samnings. Varaði hann við því að í þessu gæti falist fordæmi sem gerði það að verkum að einkarekstur á meðferðarheimilum yrði alveg út úr myndinni í framtíðinni, þar sem það yrði alltaf dýrara en ríkisreksturinn, ef rekstraraðilar ættu alltaf rétt á að fá greiddar óskilgreindar háar fjárhæðir fram yfir samn- ingsbundnar greiðslur við starfslok.“ Bragi varaði við fordæmisgildinu BRAGI GUÐBRANDSSON Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis ætlar að funda um Árbótarmálið á mánudaginn. Sigríður Ingi- björg Ingadóttir, formaður nefnd- arinnar, kvaðst í samtali við Vísi í gær ekki vilja tjá sig um það þangað til. Það voru Unnur Brá Konráðsdóttir og Pétur H. Blöndal, fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í nefndinni, sem fóru fram á fundinn til að fá upplýsing- ar um stjórnsýslu félagsmálaráðu- neytis og Barnaverndarstofu vegna meðferðarheimila, einkum Árbótar og Götusmiðjunnar. Rætt um Árbót í félagsmálanefnd Lúðvík Emil Kaaber Látum stjórnmálamenn stjórna, ekki sérhagsmunahópa! Sköpum heiðarlegum stjórnmálamönnum skilyrði til þess! www.ludvik.is 5823 Viltu færa bankaviðskiptin þín Ég aðstoða fólk og minni fyrirtæki við að opna reikninga og stunda bankaviðskipti við banka í Englandi. Ef þú vilt færa bankaviðskiptin þín og þitt úr landi hafðu þá samband við mig. Ekki er um lánaviðskipti að ræða bankavidskipti@gmail.com Hefur þess einhvern tímann verið krafist að kirkju sé lokað vegna meints kynferðisbrots prests? Ekki svo vitað sé til. Í greinargerð sinni segir Björgvin að Árbótarhjónin hafi á árunum 2002 til 2004 lagt út í 43 milljóna kostnað við stækkun og breytingar á húsnæði að kröfu Barna- verndarstofu. Barnaverndarstofa hafi farið fram á viðbótarframlag á fjárlögum næstu tíu ára til að mæta þeim kostnaði og fengið þau. „Mér reiknast svo til að vegna þessara framkvæmda hafi þau fengið greiddar frá ríkinu alls kr. 23.150.000, þar af kr. 17.900.000 miðað við verðlag í desember 2004 og kr. 5.250.000 miðað við verðlag í mars 2008,“ segir Björgvin. Um síðustu áramót hafi eftirstandandi skuldir hjónanna vegna framkvæmd- anna numið rúmum 48 milljónum, samkvæmt bókhaldi félagsins. Þessu hefur Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barna- verndarstofu, mótmælt. Í viðbrögðum hans við bréfi Steingríms J. Sigfússonar segir: „Samkvæmt ársreikn- ingum meðferðarheimilisins sem skilað er reglulega til Barnaverndarstofu nema langtímaskuldir um 2,6 mkr. Fjárfestingar rekstraraðila vegna heimilisins (og hugsan- lega annarrar starfsemi) eru hins vegar á vegum sérstaks einkahlutafélags, Bragabótar, en Barnaverndarstofu hefur ekki verið látin í té gögn um fjárhagsstöðu þess þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir því í tengslum við hugsanlegt uppgjör. Á hinn bóginn kemur fram í ársreikningum meðferð- arheimilisins sem skilað hefur verið til Barnaverndar- stofu að meðferðarheimilið Árbót hefur greitt verulegar fjárhæðir til Bragabótar ehf. undanfarin ár. Þannig nema t.d. greiðslur til Bragabótar fyrir aðeins þrjú ár 2006 til 2008 alls um 54 mkr. vegna afnota af eignum þess. Í ljósi þessara upplýsinga telur Barnaverndarstofa afar ólíklegt að skuldastaða vegna meðferðarstarfsins sé með þeim hætti sem fjármálaráðherra hefur fengið upplýsing- ar um.“ Deilt um milljónaskuldir systurfélags meðferðarheimilisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.