Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 2
2 22. janúar 2011 LAUGARDAGUR Ásta, var þetta þá ekki fingra- fartölva? „Það er spurning, enda var nú ekk- ert fingrafar á henni.“ Ásta R. Jóhannesdóttir er forseti Alþingis. Í húsakynnum þingsins fannst grunsam- leg fartölva sem talin var notuð til að komast ólöglega inn á net þingsins. Lögregla fann hvorki fingraför né önnur merki um hver væri eigandi tölvunnar. FASTEIGNIR Tafir hafa orðið á bygg- ingu fjölbýlishúss á Klapparstíg 17 vegna 112 ára gamals steinbæjar sem átti sameiginlegan gafl með húsi sem rifið var svo nýtt húsið gæti risið. Við framkvæmdir kom í ljós að suðurgafl hússins á Klapparstíg 17 er um leið norðurgafl gamla steinbæjarins á númer 19. Eigandi bæjarins hefur viljað rífa hann og byggja upp á lóðinni en bygging- arfulltrúi heimilar það ekki í ljósi umsagna frá Húsafriðunarnefnd og Minjasafns Reykjavíkur, sem vilja að húsið sé varðveitt. Í raun munu aðeins vera tveir uppruna- legir veggir af húsinu. Húsið sem fyrir stóð á númer sautján hefur verið rifið, að undanskildum þeim hluta gafls- ins sem heldur uppi gamla stein- bænum. Jón E. Halldórsson, verktakinn sem byggir nýja húsið, segir að jafnvel þótt gaflinn sameiginlegi hafi verið þynntur eins og hægt sé standi hann enn tíu sentímetra inni á lóð nýja hússins. „Í sjálfu sér hef ég enga skoðun á þessum steinbæ en það hefði verið faglegra að fá að taka vegginn svo hægt væri að byggja alveg við lóðamörk,“ segir Jón, sem kveður það þó ekkert tiltökumál að verða við kröfum Reykjavíkurborgar. Þessi lausn rýri þó verðgildi nýja hússins, sem verði íbúðarhús með kjallara og þremur hæðum. „Auðvitað gerir þetta það að verkum að húsið verður minna og fermetrarnir því færri. Þeir eru dýrir í miðbænum og að þessu leyti er þetta því tjón fyrir þá sem við erum að byggja fyrir,“ segir Jón. Í umsögn byggingarfulltrúa Reykjavíkur um málið segir að núverandi steinhleðsla í norður- gafli steinbæjarins hafi varðveislu- gildi og eigi að vera óhreyfð. „Ber byggjandi fulla ábyrgð á því að valda ekki skemmdum á byggingu númer 19 með aðgerðum sínum,“ segir byggingarfulltrúinn. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins er steinbærinn ekki í notk- un um þessar mundir fyrir utan að þar er stundum kennsla í gítarleik. gar@frettabladid.is Bannað að rífa gafl við gamlan steinbæ Ríflega 110 ára steinbær á Klapparstíg var í hættu vegna nýbyggingar á næstu lóð. Bærinn styðst við gafl nágrannahússins. Bæði eigandi bæjarins og eigandi nýja hússins vilja nýjan gafl en borgin vill að steinhleðsla sé varðveitt. Í sjálfu sér hef ég enga skoðun á þess- um steinbæ en það hefði verið faglegra að fá að taka vegginn svo væri hægt að byggja alveg við lóðamörk. JÓN E. HALLDÓRSSON VERKTAKI OG BYGGINGARSTJÓRI STEINBÆRINN Á KLAPPARSTÍG Hluti gafls aðliggjandi húss var skilinn eftir þegar það var rifið til að styðja við gamla steinbæinn á næstu lóð. Steinhleðslan hefur varð- veislugildi segja Húsafriðunarnefnd og Minjasafn Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Selurinn Golli, sem kom á land í Breiðdalsvík fyrr í vetur, spáir Þjóðverjum afdráttarlausum sigri gegn Íslendingum á heims- meistaramótinu í handbolta í dag. Golli hefur dvalið á Fiska- safninu í Vestmannaeyjum í tvo mánuði og var fenginn til að spá fyrir um úrslit í leik Íslendinga og Norðmanna sem fram fór á fimmtudag. Hann var ekki í vafa, og valdi síldina merkta íslenska fánanum. Spáin reyndist hárrétt, enda höfðu Íslendingar býsna öruggan sigur í leiknum. Í gær var Golli látinn endur taka leikinn, og spá fyrir um viður eign Þjóðverja og Íslendinga. Viðstödd- um til mikilla vonbrigða gleypti hann í sig síldina undir þýska fánanum án umhugsunar. Menn voru ekki reiðubúnir að fallast á þessa niður stöðu nema í fulla hnefana og ákváðu að reyna aftur. Í seinna skiptið þefaði Golli af íslensku síldinni nokkra stund, en sneri sér síðan aftur að þeirri þýsku. - sh Golli spáir í handboltann: Spáir Þjóðverj- um sigri í dag NAMM Golli var ekki í vafa um hvor síldin væri girnilegri. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR HANDBOLTI Fánaæði hefur runnið á íslensku þjóðina vegna árangurs handboltalandsliðsins á heims- meistaramótinu í Svíþjóð. Hilmar Már Aðalsteins- son, verslunarstjóri í Rammagerðinni, sem selur fána og vörur í fánalitunum bæði í verslun sinni og í heildsölu, segist varla hafa undan að bæta nýjum viðskiptavinum við. Hilmar segir að pantanir hrannist inn frá fyrir- tækjum sem hingað til hafi aldrei selt vörur sem þessar; matvöruverslunum, krám og sportvöru- verslunum. Hilmar segir að um ýmiss konar varning sé að ræða; fána, trefla, derhúfur, boli, húfur, víkinga- hjálma og fleira, sem hingað til hafi aðallega verið selt útlendingum. „Íslendingar hafa alltaf verið með þetta í ein- hverjum mæli á vellinum en lítið á kránni og því um líkt. Það virðist vera gjörbreytt núna,“ segir hann. Hilmar er ekki viss hvað veldur. „En þetta er alveg nýtt fyrir okkur Íslendingum. Þegar Ólympíu- leikarnir voru kom það öllum í opna skjöldu hvað okkur gekk vel en nú eru allir í gírnum frá byrjun.“ - sh Varningur í fánalitunum streymir út úr Rammagerðinni vegna HM í handbolta: Íslendingar óðir í fánalitina FLOTTUR Hilmar segir að vörur sem þessar hafi hingað til aðallega verið seldar útlendingum. Það sé nú að breytast. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BRASILÍA, AP Stjórnvöld í Brasilíu ætla næstu árin að verja jafn- virði nærri 800 milljörðum króna til þess að draga úr flóðahættu og koma upp viðvörunarkerfi á flóðasvæðum landsins. Flóð og aurskriður kosta tugi og stundum hundruð manna lífið ár hvert í Brasilíu. Talið er að í landinu séu að minnsta kosti 500 hættuleg flóðasvæði og þar búa um fimm milljónir manna. Nú í vikunni létust meira en 750 manns af völdum flóða og aurskriðna í fjallahéruðunum norður af Rio de Janeiro. - gb Flóðaviðbrögð í Brasilíu: Ætla að styrkja forvarnakerfi BRETLAND Heilu ári áður en Bret- ar og Bandaríkjamenn réðust inn í Írak var Tony Blair, þáverandi for- sætisráðherra Breta, orðinn sann- færður um nauðsyn þess að steypa Saddam Hussein af stóli. Þetta kom fram í yfirheyrslum yfir honum í gær hjá Íraksnefnd- inni í Bretlandi, sem er að kanna hvort innrásin hafi verið gerð í fullu samræmi við alþjóðalög. Undir lok yfirheyrslunnar sagðist Blair vilja leiðrétta mis- skilning, sem kom fram þegar hann mætti síðast í yfirheyrslu hjá nefndinni. Þá sagðist hann ekki sjá eftir því að hafa tekið ákvörðun um að fara í stríð í Írak. Það þýðir hins vegar ekki, segir Blair, að hann sjái ekki eftir þeim mannslífum sem stríðs- reksturinn hefur kostað. - gb Blair leiðréttir misskilning: Efast ekki um Íraksstríðið MÓTMÆLI GEGN BLAIR Hópur fólks beið eftir Tony Blair þegar hann mætti til yfirheyrslunnar í gærmorgun. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Sigurjón Þ. Árna- son, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í gær. Skýrslu- tökum yfir honum er lokið og sá sérstak- ur saksóknari ekki ástæðu til að halda honum lengur. „Sigurjón er laus úr haldi og það er aðal- málið,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Sigurjóns, í samtali við Vísi. Sigurjón var úrskurður í 11 daga gæsluvarðhald 14. janúar síð- astliðinn vegna gruns um að bera ábyrgð á meintri markaðsmisnotk- un Landsbankans og öðrum brot- um sem varða auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga. Saksóknari lýkur skýrslutöku: Sigurjón laus úr gæsluvarðhaldi DÓMSMÁL Stofnfjárhafar í Byr sem fengu lánað fyrir stofnfjárhlutum í árið 2007 þurfa ekki að endurgreiða lánin samkvæmt dómi héraðs dóms. Dómur féll í máli þriggja stofnfjár- hafa í gær, en milljarðar króna eru undir hjá öðrum stofnfjárhöfum, sem horfa til þess hvort þessi mál séu fordæmisgefandi. Lánin voru veitt af Glitni við fyrirhugaða sameiningu Byrs og Sparisjóðs Norðlendinga. Íslands- banki tók yfir kröfur Glitnis, sem voru bara með veðum í stofnfjár- bréfunum sjálfum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að bankinn hafi ekki mátt ganga lengra við innheimtu lánanna en að ganga að veðunum. Villt hafi verið um fyrir lántakend- um með því að telja þeim trú um að lánin væru án áhættu. Miklir hagsmunir eru í húfi, en ekki fengust upplýsingar um það frá Íslandsbanka í gær hversu háar upphæðir bankinn lánaði til stofnfjáreigenda með þessum hætti. Fram hefur komið í fréttum að milljarðar króna voru lánað- ir úr Glitni, og var hluti lánanna í erlendri mynt. Íslandsbanki hefur ekki tekið ákvörðun um hvort málinu verð- ur áfrýjað til Hæstaréttar segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upp- lýsingafulltrúi bankans. Málin hafi verið höfðuð til að láta reyna á greiðsluskyldu. Hefðu skuldirnar verið felldar niður hefðu lántakend- ur þurft að borga af þeim skatt. Guðný Helga segir alla sem hafi fengið lánað fyrir stofnbréfum með þessum hætti hafa átt þess kost að framlengja gjalddaga lánsins til 15. október næstkomandi, og því muni enginn þurfa að lenda í inn- heimtuaðgerðum meðan óvissa sé um málalok. - bj Stofnfjáreigendur í Byr þurfa ekki að endurgreiða Íslandsbanka lán fyrir stofnbréfum samkvæmt dómi: Milljarðar undir fyrir stofnfjáreigendur LÁNAÐ Til stóð að sameina Byr og Sparisjóð Norðlendinga árið 2007 og var í því skyni boðað til stofnfjáraukningar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SIGURJÓN Þ. ÁRNASON Sprenging á skjálftamælum Sprenging verktaka sem vinnur að dýpkun Hafnarfjarðarhafnar var svo öflug að hún mældist á jarðskjálfta- mælum Veðurstofu Íslands. Styrkleiki skjálftans var 0,7. Sjaldgæft er að sprengingar mælist á skjálftamælum en það gerist við öflugar sprengingar. NÁTTÚRA BANDARÍKIN Fyrirtæki sem fram- leiðir rafbyssur fyrir löggæslu- yfirvöld víða um heim hefur nú sett á markað í útgáfu af rafbyss- unni sem hönnuð er til að gera birni og önnur stór og hættuleg dýr óvíg án þess að skaða þau. Rafbyssan hefur verið sett á markað í Bandaríkjunum. Mark- hópurinn er einkum lögreglu- menn í dreifbýli og þjóðgarðs- verðir, að því er fram kemur í frétt BBC. Vopninu er ætlað að bjarga mannslífum án þess að aflífa þurfi hættuleg dýr með skotvopnum. - bj Nýjung á Bandaríkjamarkað: Selja rafbyssur sem rota birni SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.