Fréttablaðið - 22.01.2011, Síða 71

Fréttablaðið - 22.01.2011, Síða 71
LAUGARDAGUR 22. janúar 2011 43 ÁFRAM STELPUR 2011 Flytja lög af plöt- unni Áfram stelpur frá 1975 í Samkomu- húsinu á Akureyri í kvöld. Steinunn Helgadóttir, myndlistar- maður og ljóðskáld, hlaut í gær Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð sitt Kaf í ljóðasamkeppni lista- og menningarráðs Kópavogs. Steinunn er tíundi handhafi verðlaunanna sem voru veitt við hátíðlega athöfn í Salnum í gær, að kvöldi fæðingardags Jóns úr Vör. Steinunn kveðst stolt af því að hafa hlotið verðlaunin; hún hafi skrifað lengi og myndlist hennar oft tengst orðum og ljóðum. Hún segist munu fylgja verðlaunun- um eftir með útgáfu ljóðabókar á næstunni. Alls 342 ljóð bárust í sam- keppnina undir dulnefni og vissi dómnefnd ekki hver var höfund- ur fyrr en sigurljóðið hafði verið valið. Í rökstuðningi dómnefnd- ar segir meðal annars að ljóðið bregði upp áhrifamiklum mynd- um af síðustu ferð rússneska kaf- bátsins Kúrsk sem fórst með allri áhöfn í Barentshafi árið 2000 og að höfundurinn kunni þá list að ljúka ljóði. Dómnefnd skipuðu Gerður Kristný, ljóðskáld og rit- höfundur, Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur og Sigurð- ur Pálsson, ljóðskáld og rithöf- undur. Steinunn Helgadóttir hlaut ljóðstaf Jóns úr Vör STEINUNN HELGADÓTTIR Kaf var sagt bregða upp áhrifamiklum myndum. KAF Sólin lýsti bara upp yfirborðið þegar Kursk hvarf í djúpið. Hjátrúarfullar eiginkonur sátu heima. Þorðu ekki að kveðja. Sjónpípan er hettuklædd slanga og gleraugað skoðar hafflötinn það er íshröngl úti. Inni er móða sólbekkir sex metra sundlaug sána tafl fiskabúr kvikmyndir pottaplöntur köttur ruggustólar. Strendur og furuskógar í myndvarpanum. Eldkúla og að lokum tíminn. Hin sígilda hljómplata Áfram stelpur frá 1975 verður flutt í heild sinni á tónleikum í Sam- komuhúsinu á Akureyri í sam- starfi við Leikfélag Akureyrar í kvöld klukkan 20. Á þrjátíu og fimm ára afmæli Kvennafrísins í haust fluttu fimm leik- og söngstelpur plöt- una Áfram stelpur í heild sinni á tónleikum í Slippsalnum við góðar undirtektir. Fyrr um dag- inn stjórnuðu þær fimmtíu þús- und kvenna fjöldasöng á Arnar- hóli. Vegna fjölda áskorana verða þessir tónleikar endurteknir og nú norðan heiða. Áfram stelpur 2011 eru Aðal- heiður Þorsteinsdóttir, Brynhild- ur Björnsdóttir, Esther Jökuls- dóttir, Margrét Pétursdóttir og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Áfram stelp- ur á Akureyri Kristjana Stefánsdóttir flytur tregafulla dagskrá í Slippsalnum klukkan 21 í kvöld. Á dagskránni verða blúsar, fönk og soul í bland við frumsamið efni úr fórum dívunnar. Hljómsveitina skipa þeir Agnar Már Magnússon á píanó og Hammond, Ómar Guð- jónsson á gítar, Róbert Þórhalls á bassa og Halldór G. Hauksson á trommur. Kristjana í Slippsalnum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.