Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 32
2 matur Nammi namm! Ég þekkti mann sem hafði verið á hrá fæði árum saman og gaf mér af og til að smakka. Mér fannst það gott. Hann var vel á sig kominn á fullorðinsárum og ég ákvað að mig langaði til að verða svona líka. Það réði úrslitum.“ Þannig lýsir Sigurlína Davíðsdótt- ir, prófessor við Háskóla Íslands þeirri hugarfarsbreytingu sem átti sér stað árið 2002 er hún ákvað að gerast hráfæð- isæta. „Þegar ég var búin að prófa hráfæðið í viku fann ég að það bar í sér svo mikla vellíðan að mig langaði ekkert til baka.“ Sigurlína kveðst alin upp á venjulegum sveitamat og mikl- um fiski og orðið gott af. „Síðan var ég grænmetisæta í mörg ár en það var ný og frábær upplifun að hætta að sjóða græn- metið.“ Kássa úr hráum rótarávöxtum og hnetum og kæfa úr ólívum, lárperum og kryddi eru dæmi um rétti Sigurlínu. Hún telur hráfæði síst dýrara en annað og kveðst að jafnaði verja 15-20 mínútum á dag í matreiðslu. Hámarkshitastig við matargerðina er 45-48°C. „Markmiðið er að ensímin hald- ist óskert og líkaminn nýti sem minnsta orku til að melta en þess meiri til viðhalds og viðgerðar,“ upplýsir hún. Sigurlína hefur þýtt bókina 12 spor til hráfæðis og telur auð- velt fyrir fólk að verða sér úti um þekkingu á slíkri matreiðslu. Þegar hún fer í veislur kveðst hún langoftast taka nesti með sér og gjarnan gefa öðrum að smakka. „Flestir þiggja það og verða alveg hissa þegar maturinn er ætur!“ - gun SUSHIBÚÐIN VÆNA KLÍPU TAKK Ragnheiður Tryggvadóttir SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Nordicphotos/getty Pennar: Gunnþóra Gunnarsdóttir, Júlía Margrét Alexandersdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir Vera Einarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is BER Í SÉR VELLÍÐAN Sigurlína reynir jafnan að eiga hráefni í þessa köku sem hún á hugmyndina að og getur gert með litlum fyrirvara. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1 bréf möndlur (bestar líf- rænar) Tæpur bolli rúsínur 1-2 bollar frosin bláber Maukið möndlur og rúsín- ur saman í matvinnsluvél og setjið í botn á köku- diski. Þekið botninn vel með frosnu bláberjunum. SÚKKULAÐIFYLLING 1 krukka kókosolía Jafnmikið magn af agave- sírópi eða hunangi og af kókosolíunni Jafnmikið magn af góðu kakói. Bræðið kókos- olíuna við lágan hita, til dæmis með því að setja krukkuna ofan í heitt vatn. Blandið sírópinu og kakóinu út í og þeytið vel. (Handþeytari dugar). Hellið fyllingunni yfir berin. Þar sem þau eru fros- in, storknar súkkulaðið strax og hægt er að borða kökuna fljótlega. HRÁFÆÐISÞEYTIRJÓMI Leggið ca einn bolla af kasjú- hnetum í bleyti í tvo tíma eða svo. Setjið þær í blandara með nógu af vatni til að úr verði hæfilega þykkur rjómi. Bætið nokkrum döðlum og kannski smávanillu út í til að fá bragð. Þetta geymist í ísskápn- um í viku eða svo. GÓMSÆT EN EINFÖLD BLÁBERJAKAKA Sushibúðin í Glæsibæ opnaði 1. desem- ber á þessu ári. Þar fæst allt til sushi- gerðar bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Þar má til dæmis finna gott úrval af frystivöru bæði fyrir nigiri- og maki- rúllur, meðal annars nokkrar gerðir af flugfiskahrognum. Þá má einnig fá öll hefðbundin hráefni á borð við grjón, nori, wasabi, japanskt majónes og sojasósu. Í Sushibúðinni er einnig selt úrval af leirtaui til að bera sushi fram á. Auk þess er hægt að glugga í sushibækur og fá hugmyndir fyrir sushigerðina. Eigandi búðarinnar, Herdís Rúnars- dóttir, hafði gengið með hugmyndina í maganum í nokkurn tíma. Hún hefur sjálf unun af shushi, finnst það bæði fal- legt og bragðgott. Eftir að hún sótti námskeið hjá Zuzushi, sem haldið var í Turninum, komst hún að því að hinn almenna sushiaðdáanda vantaði stað þar sem hann gæti nálgast sérhæfðar sushi- vörur sem ekki fást í venjulegum matvöruverslunum. Herdís segir viðskiptavini sína vera af mjög breiðum aldurshópi og því ljóst að áhugi á sushi er sífellt að aukast. Allt til sushigerðar Maður verður víst ekki bara feitur af bjúg-um og kjöti heldur líka flón! Þetta full-yrða dýrin í Hálsaskógi, og varla ljúga þau. Það má auðvitað færa rök fyrir því að bjúgu séu alls ekki holl. Feit, sölt og reykt ilma þau á disk- inum innan um soðnar kartöflur og uppstúf. Það er ávísun á háan blóðþrýsting og brjóstsviða. Ég er þó ekki tilbúin til að skrifa undir það að kjöt sé beinlínis óhollt, hvað þá að ég standi upp frá borð- um meira flón að lokinni máltíð en ég var áður. Ég held að hollusta eða óhollusta kjötsins hljóti að fara eftir því hvernig það er eldað. Það er munur á rasp- blautri kótelettu sem kraumar í heiðgulu smjöri á pönnunni eða þurrgrillaðri lund sem borin er fram með gufusoðnu grænmeti. Ég er þó ekki í vafa um hvor rétturinn rataði á minn disk. Ég er veik fyrir smjöri. Allt sem smjör kemur nálægt finnst mér breyt- ast í herramannsmat. Þurrasta rúgbrauðsskorpa rennur ljúflega niður með þykku lagi af smjöri og helst tveimur sneiðum af feitum osti. Grænmetið er aldrei betra en smjörsteikt, sósan aldrei betri en með vænni klípu af smjöri og harðfiskur er ekki til umræðu nema smyrja þykkt. Við lestur matseðla á fínum veitingahúsum, sem ég skil oft ekki alveg til fulls, hljómar sá réttur best þar sem tekið er fram að smjör komi við sögu. Smjör út á grjónagrautinn, smjör út á popp, smjördeig og smjörbollur, smjör- krem og smjörkökur, ekki segja mér að þið fáið ekki vatn í munninn. Smjör er þó ekki á opinberum listum yfir holl- ustu, nema í algjöru hófi. Lengi vel neitaði ég mér líka um smjör, smurði ekki brauð og steikti mat upp úr engu. Setti aldrei smjör yfir neitt og bug- aðist af samviskubiti ef ég borðaði köku sem uppistóð af sykri og mörg hundruð grömmum af smjöri. Ég sá fyrir mér að fyrir hvert gramm þyrfti ég að hlaupa tugi kílómetra til að brenna utan af mér smjörið. Þetta var leiði- gjarnt líf svo ég hætti þessu stressi bara einn góðan veðurdag. Núna smyr ég brauðið eins og mér sýnist. Ég hef meira að segja smurt kleinu! Ég lauma klípu út í sósurnar og baka kökur þar sem grömmin hlaupa á hundruðum og nýt hvers ein- asta bita. Mér finnst ég hafa verið miklu meira flón þegar ég sparaði við mig smjörið, en núna þegar smjörið lekur af hverjum fingri. Ég reyni svo bara að haska mér út að hlaupa, einhvern tíma fljótlega. Hvunndags/til hátíðabrigða Hollt Grænmeti Kökur E Eftirréttur Sigurlína Davíðsdóttir er ein þeirra sem hefur gengið hráfæði á hönd og finnst það hafa góð áhrif á heilsuna. Hún ver 15-20 mínútum í matargerð daglega og segir hráfæði síst dýrara en annað. hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.