Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 36
 22. janúar 2011 2 „Ég hef átt hund frá að því ég var tíu ára. Hundur er hluti af minni fjölskyldu og stundum eins og að vera með barn, en Stjarna er einstaklega barngóð.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ „Þá fer ég út að borða, í bíó eða leikhús með vinum, en er alveg búin með skemmtistaðapakkann. Mig langar heldur ekki að hitta menn sem eru úti á lífinu, því það hentar mér ekki, enda er ég sjálfri mér nóg og ekki í leit að ástinni. Ef Guð leyfir mér að verða ástfangin eða eignast fleiri börn tek ég því vitaskuld fagnandi, en ég er ham- ingjusöm ein og trega það alls ekki. Það virðist vera meira atriði fyrir aðra að ég gangi út, en fólk gleym- ir að þetta er val hjá mér og að lífið gengur út á svo margt annað en karlmenn,“ segir Linda sposk. Spurð hvort karlmenn séu hræddir að fara á fjörurnar við hana svarar hún: „Ég veit ekki, en það er alla- vega ekki hangið á hurðarhúninum hjá mér og maður telur ekki fésbók- arnálgun margra eftir helgar með,“ segir hún hlæjandi og ánægð með stöðu sína í tilverunni, en ekki síst með fyrsta „barnið“ sitt, Baðhúsið, sem hún stofnaði aðeins 24 ára. „Mér finnst óskaplega gaman í vinnunni og það blómstrar með fullu húsi af konum. Baðhúsið var alfarið mín hugmynd á sínum tíma en ég seldi það þegar ég fluttist til Kanada. Nú er ég komin aftur, á það ein, er búin að endurvekja hug- myndina og það virkar afskaplega vel,“ segir Linda sæl. Senn eru liðin 23 ár síðan Linda var krýnd Ungfrú heimur. „Mér finnst ótrúlegt að ég var ekki nema nítján ára að ferðast um heiminn og sitja til borðs með þjóðhöfðingjum, en ég tók það alvarlega, var mjög ábyrgðarfull og er ánægð með að hafa gert þetta. Minningarn- ar eru margar góðar en ég held að það hafi hjálpað mér að ég reyndi aldrei að vera önnur en ég var. Það hefði verið erfitt að halda uppi leik- riti með pókerfés í heilt ár, og þótt það sé ekki endilega ég að sitja yfir matardisk með kórónu á höfði, var ég alltaf ég sjálf í samræðum við fólk,“ segir Linda og þvertekur fyrir að hafa fundist hún fegurst kvenna þegar hún bar þann titil umfram aðrar konur heimsins. „Í fyrstu þurfti ég oft að klípa mig en svo varð þetta eins og hvert annað starf. Maður þurfti auðvitað sjálfstraust og ég efaðist aldrei um sjálfa mig og fannst ég sambæri- leg við fegurstu konur, en það hefði aldrei hvarflað að mér, nýkomin frá Vopnafirði, að sigra heiminn. Ég var bara nýlent eftir skiptinemaár í Bandaríkjunum og byrjuð í Fjöl- braut við Ármúla, þar sem ég ætl- aði að halda áfram námi, njóta lífs- ins og ferðast um heiminn, og það höfðu örlögin ætlað mér en á annan veg en ég hafði planað.“ Linda var virkur alkóhólisti þar til fyrir níu árum að hún afþakk- aði frekari samfylgd Bakkusar. „Að hætta að drekka var mjög erf- itt en besta ákvörðun lífs míns. Ég lifi samkvæmt boðorðinu einn dag í einu og get fallið eins og hver annar, en sé það ekki gerast í dag. Þetta er mér engin barátta og ég upplifi það sem forréttindi að lifa lífinu edrú,“ segir Linda sem geisl- ar af fegurð og heilbrigði. „Ég er sem betur fer laus við öfga og held að það hafi hjálpað mér. Það eru engin geimvísindi að ástunda heilbrigða lífshætti; það snýst bara um að borða hollt, hreyfa sig og hvílast nóg,“ segir Linda sem reynir alltaf að setja sig sjálfa í fyrsta sæti. „Það skipt- ir alla máli að eiga tíma fyrir sjálfa sig því þá gefast einnig gæðastund- ir með öðrum og án góðrar heilsu hefur maður lítið. Því má maður aldrei gleyma sjálfum sér,“ segir Linda sem nýtur þess að eldast. „Það á vel við mig. Maður verður sáttari og ekki á sömu hlaupum og fyrir fimmtán árum. Þá hefði mér ekki dottið í hug að vera heima heilu helgarnar og fara í göngutúra. Það hefði ekki verið nóg. Ég hugsa mikið um hvenær nóg er nóg, en er sátt við mitt hlutskipti og hef yfir engu að kvarta á meðan grunnþörf- um mínum er sinnt, sem er að eiga þak yfir höfuðið, aur fyrir reikn- ingum og mat, og góð samskipti við þá sem ég elska. Annað er aukaat- riði og mikilvægt að njóta líðandi stundar með sínum nánustu, því morgundaginn á enginn vísan.“ thordis@frettabladid.is Límonaði er hressandi með góðum morgunmat um helgar en það má hæg- lega búa til upp á eigin spýtur. Setjið eina afhýdda límónu, fjóra desilítra af vatni, engiferbút og eina matskeið af agave-sírópi í blandara og blandið vel saman. Hellið í könnu í gegnum sigti og kælið með klökum. Sýning á myndskreytingum úr nýútkomnum barnabókum verður opnuð í Gerðubergi á morgun. Þetta vilja börnin sjá! heitir sýn- ing á myndskreytingum úr nýút- komnum íslenskum barnabókum sem verður opnuð í Gerðubergi á sunnudag, en sams konar sýning- ar hafa verið haldnar árlega frá því 2002. Þátttakendur á sýning- unni keppa jafnframt um íslensku myndskreytingarverðlaunin, sem eru kennd við Dimmalimm, og verða úrslitin kunngerð við opnun sýningarinnar klukkan 14. Starfsfólk Gerðubergs og Borg- arbókasafnsins mun síðan bjóða átta ára skólabörnum upp á dag- skrá á sýningartímabilinu þar sem þau fá að skoða sýningarn- ar Þetta vilja börnin sjá! og Orm- urinn ógnarlangi og taka þátt í leikjum á bókasafninu. Einnig er boðið upp leiðsögn um sýningarn- ar fyrir aðra aldurshópa í samráði við starfsfólk Gerðubergs. Sýning- in stendur til 6. mars og er opin virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Barnabókamyndir til sýnis Framhald af forsíðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.