Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 4
4 22. janúar 2011 LAUGARDAGUR SKÓLAMÁL Fjölbrautaskóli Suður- lands (FSu) hefur fengið Mennta- verðlaun Suðurlands árið 2010 fyrir verkefnið „Skólinn í okkar höndum“. Menntanefnd Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) veitir verðlaunin. „Fjölbrautaskóli Suðurlands er fyrsti framhaldsskólinn á Íslandi sem tekur upp og starfar sam- kvæmt Olweusar-áætluninni gegn einelti. Er það mat Menntanefnd- arinnar að Fjölbrautaskóli Suður- lands gæti tekið að sér leiðtoga- hlutverk á sviði framhaldsskóla í því efni,“ segir í greinargerð um verkefnið. - óká FSu fær menntaverðlaun: Með forystu í baráttunni gegn einelti Í FSU Örlygur Karlsson skólameistari, Þór- arinn Ingólfsson aðstoðarskólameistari og Ása Nanna Mikkelsen áfangastjóri. BELGÍA Framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins stöðvaði við- skipti með losunarkvóta fyrir gróðurhúsalofttegundir eftir að upp komst um ítrekaðan þjófnað tölvuþrjóta á losunarleyfum. Fram kom í bandaríska dag- blaðinu New York Times í gær að leyfum að andvirði milljóna evra hafi verið stolið í gegnum netið. Lokað hefur verið fyrir sölu á losunarkvóta fram í næstu viku hið minnsta. Óvíst er hversu mikið þjófarn- ir högnuðust, enda erfitt að koma kvótanum í verð eftir að upp komst um þjófnaðinn. - bj Netþrjótar stela losunarkvóta: ESB lokar fyrir viðskipti í bili NÁTTÚRA Afar mikið af hval, hnís- um og háhyrningum var synd- andi í Grundarfirði í lok vik- unnar. Hafsteinn Garðarson hafnarvörður segir í samtali við Skessuhorn að um 20 hvalir hafi svamlað við bryggjuna í gærdag. Hafsteinn sagði að fjörðurinn væri allur að fyllast af hval, hnís- um og háhyrningum. Einnig væri þar allt morandi í síld. - sv Mikið líf í Grundarfirði: Um 20 hvalir við bryggjuna UMHVERFISMÁL Iðnaðarráðuneytið gaf í gær út starfsleyfi til að hefja framkvæmdir við gerð varnar- garðs við Markarfljót, hálfum mánuði eftir að framkvæmdir hófust. Siglingastofnun, sem er framkvæmdaraðilinn, sótti ekki um ráðherraleyfi sem kveðið er á um í vatnalögum þar sem lagatúlk- un stofnunarinnar var sú að þess þyrfti ekki. Fréttablaðið sendi fyrirspurn til Kristjáns Skarphéðinsstjóra, ráðu- neytisstjóra iðnaðarráðuneytisins, á miðvikudag þar sem spurt var hvort Skipulagsstofnun hefði sótt um starfsleyfið. Þau svör feng- ust að ekkert erindi hefði borist ráðuneytinu um framkvæmdir við Markarfljót. Í svari Kristjáns við frekari fyrir- spurnum um málið á fimmtudag kom fram að vatnalögin frá 1923 væru vissulega í fullu gildi og sam- kvæmt ákvæðum 133. greinar lag- anna beri framkvæmdaraðila [Sigl- ingastofnun] að tilkynna ráðherra og fá leyfi hans. „Í þessu felst að ákvörðun ráðherra um það hvort viðkomandi framkvæmd er leyfis- skyld þarf að liggja fyrir áður en ráðist er í framkvæmdir.“ Sigurður Áss Grétarsson, for- stöðumaður hafnasviðs Siglinga- stofnunar, taldi túlkun ráðuneyt- isins á lögunum ranga því heimilt sé, bæði samkvæmt vatnalögum og lögum um flóðvarnir í Markar- fljóti, að fara í framkvæmdir án leyfis ráðherra. Sigurður segir að stofnunin hafi verið komin með heimild til framkvæmda frá sveitarfélaginu um miðjan desember og talið það fullnægjandi. Sveitarfélagið hafi leitað til opinberra aðila áður en framkvæmd var heimiluð og það verið mat stofnunarinnar að ekki væri nauðsynlegt að fá heimild frá öðrum aðilum. Ráðuneytið kallaði í gær á sinn fund sveitarstjóra Rangárþings eystra, fulltrúa Skipulagsstofnun- ar, Umhverfisstofnunar, Orkustofn- unar og Siglingastofnunar. Fyrir fundinum lá umsókn Siglingastofn- unar um leyfi til framkvæmda við Markarfljót. Á fundinum kom fram að öll skilyrði væru fyrir útgáfu leyfis á grundvelli vatnalaga og ráðuneytið gaf út framkvæmda- leyfið síðar um daginn, að sögn Kristjáns ráðuneytisstjóra. Gerð bráðabirgðavarnargarðs- ins, sem er 600 metra langur, vest- an Markarfljóts færir farveg fljóts- ins austur um 400 metra. Með nýja varnargarðinum er reiknað með að framburður fljótsins berist síður fyrir hafnarmynnið í Landeyja- höfn. svavar@frettabladid.is GENGIÐ 21.01.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,8307 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,72 117,28 185,65 186,55 157,95 158,83 21,191 21,315 19,971 20,089 17,604 17,708 1,4080 1,4162 181,42 182,50 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is Hófu framkvæmdir án leyfis frá ráðherra Framkvæmdir við varnargarð við Markarfljót hófust án leyfis ráðherra sem krafist er í vatnalögum. Lagatúlkun Siglingastofnunar var að óþarft væri að óska eftir leyfinu. Leyfið var gefið út í gær eftir fyrirspurnir Fréttablaðsins. LANDEYJAHÖFN Framkvæmdir við Markarfljót snúast um að verja höfnina gegn framburði fljótsins. Ósar fljótsins eru stutt frá höfninni og því er gripið til þess ráðs að beina henni til austurs. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR metra langur bráðabirgða- varnargarður færir farveg Markarfljóts 400 metra í austur. Landvarðanámskeið Umsóknum skal skilað fyrir 7. febrú ar 2011 til Umhverfisstofnunar, Suðurlands braut 24 eða í tölvupósti á umhverfisstofnun@ust.is Í umsókn þarf að koma fram nafn, kennitala, heimilis fang, sími og netfang. Skilyrði er að umsækjendur séu fæddir 1991 eða fyrr. Skemmtileg störf í náttúru Íslands 17. febrúar til 20. mars Kennt er um helgar og á kvöldin á virkum dögum, sjá dagskrá á umhverfisstofnun.is Námskeiðið er 110 tímar og gjald kr. 120.000 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 10° 3° 1° 2° 1° -4° 1° 1° 20° 6° 9° -6° 16° 0° 5° 16° -1°Á MORGUN 5-10 m/s víðast hvar. MÁNUDAGUR Fremur hæg SV- og V-átt. 7 7 5 7 6 5 3 8 6 9 2 10 15 13 10 8 5 6 9 5 9 9 6 2 3 4 3 7 5 5 4 3 MILT Í VEÐRI Litl- ar breytingar eru í veðrinu þessa dagana. Í dag og á morgun verður heldur vætusamt sunnan og vestantil en þurrt að mestu norðan- og austan- lands. Á morgun lægir og á mánu- daginn styttir upp að mestu. Kortin skarta rauðum töl- um alla helgina. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður EVRÓPUMÁL Bændasamtökin segj- ast reiðubúin til að leggja samn- inganefnd Íslands lið á rýnifundum Íslands og ESB um landbúnað, sem hefjast á mánudag í Brussel. Fundirnir eru liður í um sóknar- ferli um aðild að ESB. Á fundum í fyrra kynnti ESB sín sjónar mið en nú er komið að Íslendingum. Formaður samninganefndar Íslands, Stefán Haukur Jóhannes- son, sagði í Fréttablaðinu í desem- ber að það að samtökin vilji ekki taka þátt í þessum fundum gæti þýtt lakari samningsstöðu þar en ella. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir þetta alrangt: „Við vorum búnir að senda formanni samningahóps landbúnaðar, þremur vikum fyrir þessi ummæli Hauks, bréf um að við værum tilbúnir að gera það sem heyrir til okkar skyldna.“ Haraldur segir samtökin aldrei hafa verið beðin um að taka þátt í rýnifundunum í næstu viku. Þau hafi ekki viljað taka þátt í rýnifund- unum í fyrra því þau hafi ekki haft neinu hlutverki að gegna þar. „Ef við höfum beinlínis hlutverk förum við á fundinn. Svo framar- lega sem þetta er bara til að vinna að þeim þáttum sem við höfum verið að aðstoða með og engin stífla hefur verið í, þá gerum við það,“ segir hann - kóþ Formaður Bændasamtaka segir samtökin aldrei hafa verið beðin um aðstoð: Bændur til í að fara til Brussel HARALDUR BENEDIKTSSON Bændur segjast geta hjálpað til í Brussel. HEILBRIGÐISMÁL Ögmundur Jónas- son innanríkisráðherra er mjög andvígur áformum um nýja einka- rekna spítala. Hann óttast að með því sé verið að byggja upp tvöfalt heilbrigðiskerfi og segir alveg ljóst að þessir spítalar verði ekki arðvænlegir án aðkomu íslenskra sjúklinga og skattborgara. „Ég er mjög andvígur þessum áformum og ég segi að ef menn ætla að koma hér á tvöföldu heil- brigðiskerfi eiga menn að segja það hreint út,“ sagði Ögmundur í fréttum á Stöð 2. - sv Ráðherra um einkasjúkrahús: Mjög andvígur áformunum SJÁVARÚTVEGUR Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- herja, og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðar- sviðs fyrirtækisins, mættu á fund bæjarráðs Akureyrar í gær til að kynna áhyggj- ur sínar af fyrirhuguðum breytingum á gildandi lögum um stjórn fiskveiða og hugsan legum áhrifum á fyrir tæki og samfélagið á Akureyri og í Eyjafirði. „Bæjarráð leggur til að hald- inn verði hið fyrsta almennur opinn fundur á Akureyri um fyrirhugaðar breytingar á gildandi lögum um stjórn fiskveiða,“ bókaði bæjarráðið eftir fundinn með Samherja- mönnum. - gar Samherjar á fund bæjarráðs: Hafa áhyggjur af samfélaginu KRISTJÁN VILHELMSSON 600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.