Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 28
28 22. janúar 2011 LAUGARDAGUR Fyrsta platan sem ég eignaðist, í Kaupfélaginu á Reyðarfirði þegar ég var fjögurra ára, var Colour by Numbers með Culture Club og ég hlusta ennþá á hana. Hún er alveg frábær, það er ekkert flóknara,“ segir Bóas Hall- grímsson, söngvari rokksveitarinnar Reykjavík. „Boy George er með ein- staklega flotta rödd og svo er hann svo flottur með augnblýant og maskara. Það var svo ögrandi að sjá karlmann í svona múnderingu að ég sannfærði mömmu um að þessa plötu yrði ég hreinlega að eignast.“ Ímynd hins harða rokkara hefur lengi loðað við Bóas, en hann segist þó aldrei hafa verið feiminn við að hlusta á hverja þá tónlist sem honum þóknast. „Ég hef hlustað á alls konar væmið dót, eins og til dæmis söngkonuna Sade, en ég kem úr svo umburðarlyndri fjölskyldu að ég hef aldrei kunnað að skammast mín fyrir áhugamálin. Það kemur fyrir að fólk hlær að mér en ef maður er bara nógu öruggur með sjálfan sig hefur það engin áhrif,“ segir Bóas. Hreifst af maskaranum Bóas Hallgrímsson, söngvari rokksveitarinnar Reykjavík Ú ff. Ekki segja neinum, en ég fíla Melanie,“ segir hinn eitilharði tón- listarmaður Hlynur Áskelsson, öðru nafni Ceres 4, og bætir við að hann hafi stolist í plötur gömlu hippasöngkonunn- ar, sem flutti meðal annars lögin Brand New Key og Lay Down (Candles in the Rain) auk vinsællar útgáfu af Ruby Tuesday þeirra Rolling Stones-liða. „Og fyrst ég er að opna mig get ég svo sem viðurkennt aðdáun mína á Barry Manilow í leiðinni. Ég sá oft myndbönd með honum í þættinum Skonrokki á sínum tíma og það var eitthvað við bleika kinnalitinn. Hann á stað í hjarta mér, þótt það sé ekki mjög pönkað.“ Eitthvað við kinnalitinn Hlynur Áskelsson Þetta er snúið. Ég hef grun um að ekk-ert kallist „forboðið“ á okkar laus- ungartímum. Hér áður fyrr var almenn samstaða um hvað væri svo hallæris- legt að það verðskuldaði fordæmingu sam félagsins. Nú þætti þetta dónaskap- ur og til marks um skort á umburðar- lyndi. Svona hnignar öllu,“ segir Karl Th. Birgisson fjölmiðlamaður, spurður um sínar laumunautnir í tónlist. Hann getur þó rifjað upp dæmi um slíkt úr fortíðinni. „Á unglingsárum stalst ég mikið til að hlusta á hljómsveit sem hét Skyy og skartaði meðal annars klassíska gítar- leikaranum John Williams og bassaleikaranum Herbie Flowers. Þar var blandað saman klassík, rokki og djassi á ótrúlega hugmyndaríkan hátt. Þetta þótti yfirgengilega hallærislegt og vinur minn Andrés Magnússon stríðir mér enn á þessu við hvert tækifæri, en hann var að vísu á þessum árum upptekinn við að skafa að innan á sér eyrun með þungarokki, sem ætti að banna,“ segir Karl. Hann segir þessa reynslu hafa kennt sér að fara laumu- legar með takmarkalausa aðdáun sína á tveimur öðrum söngvurum sem þóttu ekki par fínir, amerísku kántrí- boltunum Jim Reeves og John Denver. „Reeves er með næstflottustu rödd sem Ameríka hefur alið, flottari en Sinatra en skrefi á eftir Presley, og enginn fangar amer- íska sveitasíðrómantík betur en Denver. Þetta fór ég náttúr lega með eins og mannsmorð á þessum viðkvæma aldri, en játa glaður núna. Hin seinni árin hef ég sérstak- lega gaman af að setja hljómsveitina Sailor á fóninn. Full- komið froðupopp, en alger apaheilaskemmtun. Þar set ég reyndar mörkin. Kærastan hefur reynt að láta mig hlusta á eitthvað sem heitir Michael Bublé. Nafnið eitt segir alla söguna. Það hlustar enginn karlmaður með sjálfsvirðingu á slíkt. Nema kannski Andrés í laumi.“ Fór með eins og mannsmorð Karl Th. Birgisson fjölmiðlamaður Tónlistarmaðurinn og plötusnúður-inn Kristinn Gunnar Blöndal, sem einnig gengur undir nafninu KGB, seg- ist ekki vita lengur hvað flokkist undir laumunautnir í tónlist og hvað ekki. „Ætli ég sé ekki bara orðinn samvisku- laus í þessum málum,“ segir hann, en viðurkennir þó aðdáun sína á laginu Lífið er lag sem hljómsveitin Módel flutti í undankeppni Eurovision árið 1987. Lagið hafnaði í öðru sæti keppninnar á eftir sigurlaginu Hægt og hljótt eftir Valgeir Guðjónsson, sem tryggði Íslandi 16. sætið í lokakeppninni í Belgíu um vorið. „Ég fílaði þetta lag mjög vel á sínum tíma og geri það enn, þetta hefur verið fast í hausnum á mér ansi lengi. Einn helsti kostur þess er sá að það er hægt að syngja svo margt í stað- inn fyrir „Lífið er lag“, til dæmis „Förum af stað!“ eða „Allir í bað!“. Ég geri það oft við dóttur mína,“ segir Kristinn Gunnar. Hann nefnir líka auglýsingalag fyrir hlaupbangsa (gummibears), sem var upphaflega eftirlætislag dóttur hans en hefur einnig unnið sér sess í huga tónlistarmannsins. „Það var kvöl og pína að heyra þetta aftur og aftur, algjör viðbjóður, en eftir þúsund hlustanir er ég byrjaður að sjá ýmislegt í laginu og kann nokkuð vel við það. Skrítið.“ Allir í bað! Kristinn Gunnar Blöndal, tónlistarmaður og plötusnúður Laumunautnir tónlistarinnar Flestir eiga sér einhverjar laumunautnir, eða „guilty pleasures“ upp á ensku, varðandi tónlist og halda upp á ákveðin lög eða tón- listarmenn sem almennt þykja ekki mjög töff. Kjartan Guðmundsson bað nokkra um að koma út úr skápnum með sínar nautnir. Rebekka Bryndís Björnsdóttir, með-limur í hljómsveitinni Hjaltalín, segist nánast aldrei skammast fyrir þá tónlist sem hún hlustar á. Hún viður- kennir þó að það sé ekki algilt. „Lagið Gasolina með Daddy Yankee er ein af mínum helstu laumunautnum. Mér finnst það í alvörunni gott lag,“ segir Rebekka. Gott lag í alvörunni Rebekka Bryndís Björnsdóttir, hljómsveitinni Hjaltalín Ég er nú yfirleitt fyrir tregafullar og flóknar tónsmíðar eða ljóðræna söngvaskáldatónlist,“ segir Yrsa Þöll Gylfadóttir rithöfundur. Hún segist þó einnig kunna vel að meta sálartónlist. „Undir hana flokkast heil mergð af misgóðum og mismetnaðar fullum lagasmíðum, sumar hverjar algjör listaverk og aðrar ódýr- ari, sem rembast svolítið við að vera kynþokkinn holdi klæddur. Ætli mín syndsamlega sæla sé ekki einmitt af þessum toga, en það er lagið Sign Your Name með Terence Trent d‘Arby. það er eitthvað sexí við þetta lag, en um leið mjög hallærislegt,“ segir Yrsa. Sexí og hallærislegt Yrsa Þöll Gylfadóttir rithöfundur ■ DADDY YANKEE■ TERENCE TRENT D‘ARBY ■ BARRY MANILOW ■ MÓDEL ■ CULTURE CLUB ■ JOHN DENVER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.