Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 30
30 22. janúar 2011 LAUGARDAGUR V ið í Hellvar lukum við upptöku á nýrri plötu fyrir jól og það er verið að hljóðblanda hana núna,“ segir Heiða og yljar sér á sojalatte-bollanum sem hún pant- ar sér á hverfiskaffihúsinu C is for Cookie. „Platan heitir Stop that noise og fyrsta lagið af henni fer í spilun á Rás tvö næsta þriðjudag.“ Á þriðjudaginn er afmælisdagur Heiðu, sem verður fertug, og ætlar Rás tvö að halda upp á afmælisdag- inn með henni, spila lög með Heiðu sem hefur verið viðloðandi íslenska tónlistarsenu yfir tuttugu ár, nú síð- ast með hljómsveitinni Hellvar. „Það er frábært að þeir ætli að halda upp á afmælið mitt, við frum- flytjum lagið klukkan tíu um morg- uninn,“ segir Heiða. „En svo ætla ég að bjóða vinum mínum í keilu síðdegis, og biðja þá helst að koma í furðufötum. Ég er ekki kökuboða- manneskja og þaðan af síður lang- aði mig að leigja sal fyrir veislu og ég fór bara hugsa hvernig veislu mig langaði að vera boðin í – þetta var niðurstaðan.“ Fyrir utan Hellvar-plötuna er Heiða með ýmislegt á prjónunum – og ekki allt tengt tónlist. „Ég er að leggja lokahönd á meistara ritgerð í heimspeki og þar er ég að skrifa um verufræði Heideggers, um hans aðferð til að reyna að fá manninn til að festast ekki í klisjum og hugsa,“ segir Heiða, sem fór í heimspeki eftir stúdentspróf en tók sér langt hlé frá námi þegar hljómsveitin Unun hafði í sem mestu að snúast og hefur verið misiðin við námið síðan. „Þess vegna er ég að klára masterinn fertug en ekki 26 ára.“ Stefnt er að því að nýja Hellvars- platan komi út í mars en fyrir utan hana er Heiða að undirbúa trúbador- plötu. „Ég á nóg af efni í góða trú- badorplötu og vonast til að gefa hana út á þessu ári. Það er kannski þetta sem gerist þegar maður verð- ur fertugur, maður fer að skilja að það þýðir ekki að hafa allt efnið ofan í skúffum, maður verður setja í fertugasta gírinn.“ Eðlilegast að semja tónlist Það er samt ekki hægt að segja annað en að Heiða hafi komið ýmsu frá sér í gegnum tíðina. „Ég hef samt aldrei hugsað þá hugsun að mig langi að verða tónlistarkona, það er bara það eðlilegasta sem ég geri að búa til tónlist. Að semja, taka upp og flytja tónlist, það er mitt náttúrulega ástand,“ segir Heiða og hlær. Heiða fékk fyrsta gítarinn sinn að gjöf fyrir vel heppnuð samræmd próf árið 1987. Sama ár stofnaði hún sína fyrstu hljómsveit, Útúr- dúr. Þar með var ferillinn haf- inn. Árið 1994 sló Heiða í gegn sem söngkonan í hljómsveitinni Unun en eftir að sú sveit lagði upp laupana hefur hún bæði gefið út sólóplötur og með hljómsveitum. Hljómsveitin Hellvar var stofn- uð í Berlín árið 2004 af Heiðu og Elvari Geir Sævarssyni, mann- inum hennar. „Við kynntumst á Gamla Garði 1998. Þangað flutti ég eftir að Unun hætti og tók upp þráðinn í heimspekináminu en Elvar var líka að læra heimspeki.“ Tónlistin var sameiginlegt áhuga- mál þó að smekkurinn hafi reyndar ekki verið alveg sá sami. „Elvar heldur mikið upp á Metall- icu en mér fannst aldrei neitt varið í þungarokk, fannst það alltaf hold- gervingur einhvers hallærisleika. Hann byrjaði nú samt með mér og nú er þungarokksvígið fallið hjá mér, ég er búin að taka Metallica í sátt. Síðasta tónlistarvígið hjá mér er óperur, ég skil þær ekki,“ segir Heiða sem lifir og hrærist í tónlist og hlustar á velflest milli himins og jarðar. Á ekki iPod „Ég er misdugleg að kynna mér nýja tónlist, en tek skorpur inn á milli.“ Plötuspilarinn er stofustáss á heimilinu en geisladiska hlust- ar Heiða aðallega á í ferða geisla- spilaranum sínum. Hvað með iPod? „Ég á ekki iPod og langar ekki í iPod. Ég vil hlusta á heilar plötur, ekki lög. Ég trúi því að hvert lag sé sett í ákveðið samhengi og lagið á undan og eftir geti haft heilmikil áhrif á það. Mér finnst ipod vera enn ein birtingarmynd ADHD-kyn- slóðarinnar sem ég rétt slapp við að tilheyra, kynslóðar sem lifir við stöðugt áreiti og á mjög erfitt með að halda athyglinni,“ segir Heiða og upplýsir að heima hjá henni sé held- ur ekki horft á sjónvarp, til að forð- ast auglýsingar. „Ég hef ekki áhuga á því að láta auglýsingar dynja á heimilinu en við horfum oft á bíó- myndir saman,“ segir Heiða en þau Elvar eiga níu ára strák sem fær að hafa tækið inni hjá sér. Heiða og fjölskylda fluttu síðasta haust aftur til Reykjavíkur eftir nokkurra ára búsetu í Keflavík, bænum þar sem Heiða átti heima frá níu ára aldri þar til framhalds- skóla lauk. „Við erum búin með Keflavík í bili,“ segir Heiða, sem er hæstánægð með að vera flutt enda mikil miðbæjarmanneskja. Kaffihúsið C is for Cookie er í miklu uppáhaldi. „Það er svo gott að koma hingað, þetta er líka svo einfalt, minnir á Berlín,“ segir hún en borgin sú hefur verið í algjöru uppáhaldi síðan fjölskyldan dvald- ist þar veturlangt.“ Engar málamiðlanir Hljómsveitin Hellvar hefur spil- að utanlands nokkrum sinnum undanfarin ár og segir Heiða það nauðsynlegt að spila stundum við aðra áhorfendur en íslenska. „Það er ekki gaman að spila fyrir sama fólkið aftur og aftur, maður vill fá nýtt fídbakk og þess vegna förum við út. Yfirleitt fáum við ekki mikinn pening fyrir vikið en stund- um er selt inn og svo tökum með okkur geisladiska og seljum,“ segir Heiða sem segir óskastöðuna vissu- lega vera þá að lifa af tónlistinni, þó ekki hafi það gerst enn. „Það hefur ekki verið þannig en ég ætla ekki að útiloka að það gerist. En ég er ánægð með að hafa aldrei gert málamiðlanir. Ég tók þá meðvituðu ákvörðun að gera tónlist nákvæm- lega eins og ég vil hafa hana og ef ég lifi ekki af því þá redda ég því bara öðruvísi,“ segir Heiða, sem fer á fullt í atvinnuleit þegar meistara- ritgerðin er komin í hús. „Vonandi finn ég eitthvað tónlistartengt. Annars er ég mjög lítið fyrir að skipuleggja hlutina í þaula, ég held að maður missi af skemmtilegum tækifærum ef maður einblínir um of á eina braut. Ég hef meiri trú á því að láta lífið koma mér á óvart,“ segir Heiða að lokum. Geri tónlist eftir mínu höfði Tónlistarkonan Heiða ætlar að halda upp á fertugsafmælið sitt í næstu viku með keiluferð í grímubúningi. Afmælisárið verður viðburðaríkt hjá Heiðu en verið er að leggja lokahönd á nýjustu plötu hennar og hljómsveitarinnar Hellvar, auk þess sem hún stefnir á að gera trúbador-plötu og verða meistari í heimspeki. Sigríður Björg Tómasdóttir hitti hana yfir kaffibolla. HEIÐA Ætlar að setja í fertugasta gírinn á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.