Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 16
16 22. janúar 2011 LAUGARDAGUR Ríkisendurskoðun hefur af ein-hverjum ástæðum gengið fram fyrir skjöldu og gert þá kröfu, að lögum um réttindi og skyldur ríkis starfsmanna verði breytt. Breytingarnar eiga að gera for- stöðumönnum auðveldara fyrir að reka fólk úr starfi. Hér er á ferðinni í hæsta máta ósmekkleg og ómálefnaleg áhersla hjá ríkis- stofnun, þegar ríkisstjórn lands- ins leitar allra leiða til að vinna gegn atvinnuleysi. Fulltrúar Ríkis endurskoðunar lýstu þess- ari áherslu á fundi forstöðumanna Stofnunar stjórnsýslufræða þann 10. nóvember 2010, þar sem kynnt var niðurstaða úr könnun sem gerð var meðal forstöðumanna ríkisins. Nú hefur þetta álit Ríkisendur- skoðunar verið birt í skýrslu. Í könnun Ríkisendurskoðun- ar koma fram mjög alvarlegar vísbendingar um takmarkaða þekkingu og getu forstöðumanna ríkis stofnana í mannauðsmálum. Styrkur þeirra virðist sannarlega ekki liggja í mannauðsstjórnun heldur á fagsviði viðkomandi for- stöðumanns. Hvernig er þá ástand- ið í starfsmannamálum? Helm- ingur forstöðumanna metur ekki frammistöðu starfsmanna með formlegum hætti. Flestir þeirra telja sig þó umkomna til að sinna vel starfsmannamálum. Rúmlega þriðjungur þeirra telur sig geta bætt þjónustu sinnar stofnunar með því að reka eldri starfsmenn og ráða nýja! Hér er verulegra umbóta þörf á þekkingu og getu stjórnenda ríkisstofnana. Fyrirsögnin hér að ofan er feng- in úr pistli frá Félagi forstöðu- manna ríkisstofnana, sem birtist í Fréttabréfi stjórnenda ríkisstofn- ana 15. júní 2010. Þessi fyrirsögn lætur lítið yfir sér en er merkileg þegar nánar er að gáð. Umrædd grein leggur út af nauðsyn þess að ríkisvaldið tryggi gott og faglegt starfsumhverfi forstöðumanna. Áhersla er lögð á að góð stjórnsýsla komi ekki af sjálfu sér og vitnað er í skýrslu starfshóps sem kannaði viðbrögð stjórn- sýslunnar við rann- sóknarskýrslu Alþingis, þar sem segir m.a. að: „… það þurfi að efla hinn faglega grundvöll stjórn- sýslunnar meðal annars með því að tryggja fag- legar ráðningar æðstu stjórnenda og þróa áherslur í starfsmanna- málum þannig að hún veiti stjórn- endum hæfilega umbun og aðhald“. Þetta er athyglisverð fullyrðing. Áfram segir: „… faglegur grund- völlur stjórnsýslunnar er veikur. Ástæður þessa eru sagðar ýmsar s.s. pólitískt inngrip í störf henn- ar, smæð eininga, persónutengsl og ónóg áhersla á faglega starfs- hætti.“ Þar höfum við það. Fag- legur grundvöllur stjórnsýslunnar er veikur vegna þess m.a. að það er ónóg áhersla á faglega starfshætti. Hér er rétt að velta fyrir sér hverj- ir það eru sem stjórna hinum fag- legu starfsháttum. Þar með talið mannauðsmálum. Á síðustu árum hefur mann- auðsstjórnun rutt sér til rúms sem aðferðafræði við stjórnun starfmannamála. Mikil áhersla er lögð m.a. á starfsmannasamtöl, starfsþróun, fræðslu og þjálfun, frammistöðumat, upplýsingamiðl- un, launamál, umbun, hvatningu, endurgjöf, liðsheildarmál og fleira. Sem sagt faglega starfshætti. Þar með talið faglega stjórnun. Það er vitað að starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins hefur lagt ríka áherslu á að stjórnendur ríkis- stofnana tileinki sér fagleg vinnu- brögð við mannauðsmál. Með því vinnur ráðuneytið í takt við þær áherslur sem menn hafa trú á að skili bestum árangri hjá starfshópnum. En hvaða leiðir á þá að fara ef stjórnendur treysta sér ekki til að vinna eftir áherslum mannauðs- stjórnunar? Augljósasta svarið er að veita for- stöðumönnum og stjórn- endum aðgang að námi og þjálfun á þessu sviði og tryggja að þeir sæki sér slíka þekkingu. Það er einnig vitað að stór hluti forstöðumanna hefur enga sérstaka þjálfun á þessu sviði. Þar getur skýringin verið komin á því hvers vegna þeir telja frumstæðar og úreltar aðferðir líklegar til árang- urs í starfsmannamálum. Það er vond staða og því þarf að breyta. Það liggur í augum uppi að ríkið á að bjóða upp á öfluga þjálfun fyrir stjórnendur sína á sviði starfs- mannastjórnunar og mannauð- smála. Þó ekki væri nema fyrir það að með þjálfun stjórnenda á þessu sviði væri ríkið að tryggja eftir bestu getu að það sjálft verði eftir- sóttur atvinnuveitandi, sem þekkt- ur væri af framsækni, árangri í rekstri og góðum vinnuanda. Væri ekki nokkuð til vinnandi? Hér er veru- legra umbóta þörf á þekk- ingu og getu stjórnenda ríkisstofnana. Samkomulag um víðtækar lausnir á skuldavanda heimilanna milli stjórnvalda og lánveitenda á íbúða- lánamarkaði var gert þann 3. desem- ber sl. Í viljayfirlýsingunni var tekið af festu á vanda skuldara. Meginatriðin voru: ■ Aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila. ■ Útvíkkun sértækrar skuldaað- lögunar. ■ Auknar vaxtabætur. ■ Ný tímabundin vaxtaniður- greiðsla. Með viljayfirlýsingunni er komið til móts við þau heimili sem eru yfir- veðsett og þau sem glíma við veru- legan greiðsluvanda. Með breyt- ingum á vaxtabótum er sérstaklega komið til móts við heimili sem eru með lágar tekjur og þunga greiðslu- byrði. Vaxtaniðurgreiðslan er almenn og kemur öllum þorra heim- ila til góða. Ég hvet alla sem glíma við skuldavanda að kynna sér þau fjölmörgu úrræði sem í boði eru og leita lausna í samstarfi við lánveit- endur sem allra fyrst. Nú er lag. Umfangsmiklar skulda- vandaaðgerðir Ríkisstjórnin lagði áherslu á að ná samning- um um aðgerðaáætlun við lánveitendur og koma á samræmdum aðgerðum til að treysta húsnæðisör- yggi fólks þannig að allir sitji við sama borð í þess- um efnum. Það hefur nú tekist og þrátt fyrir 15% lækkun fasteignaverðs og um 30-50% hækk- un lána vegna gengis og verðlags hefur nú verið tryggt að skuldir umfram 110% af fasteignaverði verði afskrifaðar í mikl- um mæli, að þriðjung- ur vaxtakostnaðar um 60 þúsund heimila verði endurgreiddur í gegnum vaxtabætur ýmiss konar og að afborganir af lánum séu svipaðar eða lægri en þær voru fyrir hrun, vegna greiðslu- jöfnunar og nýrra laga um gengisbundin lán. Auk þessa hafa verið innleidd um 50 úrræði til að koma til móts við þá sem eru í tímabundn- um greiðsluerfiðleik- um eða skuldavanda. Þetta eru án nokkurs vafa einhverjar viðamestu skuldavandaaðgerðir sem ráðist hefur verið í hér á landi. Rýmri reglur um sértæka skulda- aðlögun Sértækri skuldaaðlögun er ætlað að koma til móts við heimili sem eiga við verulega greiðslu- og skuldavanda að etja. Bragarbót hefur verið gerð á þessu úrræði með það að markmiði að fleiri geti nýtt sér það. Skuldir sem eru hærri en verðmæti fasteignar eru teknar til hliðar og felldar niður að þriggja ára aðlögunartíma liðn- um hafi skuldari staðið við samn- inga, en áður var miðað við 110% af verðmæti fasteignar. Þá hefur verið gerð sú breyting að miðað er við að heimili hafi greiðslu- getu íbúðaskulda sem svarar að lágmarki til 70% verðmæti eign- ar í stað 80% áður. Skuldir sem eru yfir greiðslugetu en lægri en verðmæti fasteignar eru settar á biðlán og er það óverðtryggt og án vaxta. Að þremur árum liðnum eru aðstæður skuldara endurmetnar og kannað hvort hann ráði við að greiða af biðláninu. Afskriftir lána á yfirveðsettum eignum Í sem stystu máli býðst heim- ilum sem glíma við áhvílandi veðskuldir umfram 110% af verðmæti fasteignar að færa veðskuldir sínar niður að 110% af verðmæti eigna. Hámark er á niðurfellingu skulda. Langflest- um lántökum mun duga niður- felling skulda umfram fyrrgreint verðmæti eigna um allt að 4 m.kr. fyrir einstaklinga og 7 m.kr. fyrir einstæða foreldra, sambýlisfólk og hjón. Samkomulagið gerir ráð fyrir því að afgreiða megi umsóknir um þessa niðurfell- ingu með tiltölulega einföldum og skjótum hætti. Taka þarf til- lit til annarra eigna umsækjanda og niðurfærsla veðskulda lækkar sem nemur öðrum skuldlausum eignum. Er það gert til þess að koma í veg fyrir að stóreignafólk fái skuldir felldar niður. Í vilja- yfirlýsingunni var gert ráð fyrir að tekið yrði tillit til greiðslu- byrði lántaka og m.v. að greiðslu- byrði þyrfti að vera hærri en sem nemur 20% af tekjum. Nýja samkomulagið gengur lengra en viljayfirlýsingin að þessu leyti. Bankarnir og Íbúðalánasjóður munu ekki beita þessu skilyrði og lífeyris sjóðirnir munu rýmka þetta skilyrði umtalsvert og miða við greiðslubyrði sem svarar til 18%-20% af brúttó tekjum. Með þessu verður komið til móts við mun fleiri en áður var gert ráð fyrir. Ef skuldir lántaka eru áfram umfram 110% eftir fyrrgreinda niðurfellingu getur hann sótt um frekari niðurfellingu. Skilyrði fyrir því eru þrengri og í öllum tilvikum miðað við að greiðslu- byrði skulda fari ekki niður fyrir 18% af brúttótekjum. Þessi aðgerð mun koma til móts við fjöldamörg heimili. Í skýrslu sérfræðinga- hóps sem ég setti á laggirnar kemur fram að um 15.200 heim- ili eru með skuldir umfram 110% af verð- mæti eignar. Hér er ekki síst um að ræða ungt fólk sem keypti fasteign á háum lánum og þegar íbúðaverð var í hæstum hæðum. Þetta unga fólk er fórnar- lömb kreppunnar og við skuldum því leið- réttingu. Það er rétt- lætismál. Það er skyn- samleg stefna til að örva efnahagslífið. Vextir niðurgreiddir um þriðjung Vaxtabætur voru hækk- aðar verulega árin 2009 og 2010 í kjölfar efnahagsþrenginga og hefur verið ákveðið að framlengja þessar auknu bætur. Jafnframt hefur verið gerð sú breyting á vaxtabótum að þær ganga nú í meira mæli en áður til tekjulágra heimila sem bera miklar skuldir. Ég vek sérstaklega athygli á því að vaxtabætur til einstæðra for- eldra munu hækka umtalsvert. Vaxtaniðurgreiðsla er nýlunda sem greidd verður næstu tvö árin. Niðurgreiðslan mun reiknast sem 0,6% af fasteignaskuldum, þó að hámarki 200 þús. kr. fyrir einstakl- inga og 300 þús. kr fyrir einstæða foreldra og hjón. Niðurgreiðslan fellur niður þegar eignir að frá- dregnum skuldum eru umfram 20 m.kr. og 30 m.kr. fyrir einstæða foreldra og hjón. Fyrri hluti niður- greiðslunnar verður greiddur 1. maí nk. og síðari hlutinn 1. ágúst. Heimilin greiða um 60 millj- arða króna í vaxtagjöld á ári vegna fasteignalána. Vaxtabætur og -niðurgreiðsla munu nema tæp- lega 20 milljörðum króna í ár eða sem svarar um þriðjungi vaxta- greiðslna. Ég tel að með aðgerðum í skuldamálum heimilanna hafi náðst sanngjörn sátt sem vísar okkur veginn fram á við út úr bolmóði og kreppu, til móts við nýja og betri tíma. Sanngjörn sátt Skuldir heimila Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Oft var þörf en nú er nauðsyn Ríkisrekstur Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR Heimilin greiða um 60 millj- arða króna í vaxtagjöld á ári vegna fasteigna- lána. Vaxta- bætur og -niðurgreiðsla munu nema tæplega 20 milljörðum króna í ár eða sem svarar um þriðj- ungi vaxta- greiðslna. þjónustu tö standa fyrir opn moum unvækja aginn 25. janúar nk. kl. 30 í G nd H teli R am annlektor við Hás óltrín Ólafsdóttir, k í kjavíe k byg sjúta þegar gt errgs ber að gæ kr úsah ðin rn, verkfræ gur Svavarsso NL H ohfS am vækspítali – byggingarfr m ind m suðverða pallbor tjsgumanna, Kri án Guðmundsson, astdmsson, framkvæ aCare. n,agnússo framkvæmdastjóri SV 50: 2erðivrgunð mo . 0 k áu ð þ ök netfangið svth@svth.áttt 0 erð hr u efst Er hátæknisjúkrahús skynsamleg fjárfesting?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.