Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 66
38 22. janúar 2011 LAUGARDAGUR Einu sinni var maður að keyra fram hjá Tjörninni. Allt í einu sá hann önd með ungana sína fara yfir götuna í rólegheitunum. Hann snögg- hemlaði, steig út og tók alla ungana og öndina upp í bílinn og keyrði sem leið lá upp á lögreglustöð. Þar sagði hann varðstjóranum að hann hefði næstum keyrt yfir end- urnar en vissi ekki alveg hvað hannn ætti að gera við þær. - Farðu með þær í Húsdýra- garðinn! sagði varðstjórinn. Nokkru seinna rakst varð- stjórinn aftur á sama mann- inn keyra vestur Hringbraut- ina. Hann stoppaði manninn og spurði hvort hann hefði ekki farið með endurnar í Húsdýragarðinn, því endur- nar voru enn þá í bílnum hjá manninum. - Ha, jú sagði hann, en nú erum við á leiðinni í bíó! Sendandi: Selma Kristín Eydal 9 ára. Á Vísi er hægt að horfa á myndskreyttan upp- lestur úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna holl- enska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára. Ertu alltaf glöð? Nei, það er ég ekki. Hvað gerir þig leiða ef þú verð- ur einhvern tímann leið? Það er margt sem gerir mig leiða. Allt óréttlæti og þegar einhver fer sem við viljum ekki að fari, það gerir mig mjög leiða. Hefurðu farið í fýlu? Nei, ég hef aldrei farið í fýlu. Ertu aldrei feimin? Jú, ég er oft feimin. Það er mjög skemmtilegt, þá er allt svo spennandi. Segirðu alltaf satt? Nei, það er ekki hægt, stundum veit maður ekki hvað er satt eða langar að eitthvað annað sé satt en sem er satt og þá segir maður fyrst það sem er ósatt. En svo segi ég stuttu seinna satt þegar ég er búin að fatta að ég sagði ósatt. Sérðu einhvern tíma eftir ein- hverju sem þú segir? Já, oft. Og þá hlæ ég yfirleitt mjög hátt þegar ég fatta að það passaði ekki að segja það sem ég sagði – og reyni að laga það. Hefurðu gert skammarstrik? Nei, það held ég ekki. En ég hef grínast og strítt, sem sagt gleði-strítt en ekki reiði-strítt eða fýlu-strítt. Kanntu á hljóðfæri? Já. Saxó- fón og flautur. Áttu uppáhaldslag? Nei, mér finnst mjög mörg lög falleg. Hvað finnst þér best að borða? Salat, avókadómauk og súkku- laði. Hver er besti vinur þinn? Hall- dóra Geirharðsdóttir. Er rauða nefið fast á þér? Nei, það er laust á Halldóru, bestu vinkonu minni. krakkar@frettabladid.is Ég hef grínast og strítt, sem sagt gleði-strítt en ekki reiði-strítt eða fýlu-strítt. Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is HITT OG ÞETTA HEF ALDREI FARIÐ Í FÝLU Barbara trúður getur orðið leið en hún verður aldrei fúl. Hún segir að ekki sé hægt að segja alltaf satt því stundum er erfitt að vita hvað er satt og hvað ósatt. Barbara kann að spila á saxófón og besti vinur hennar heitir Halldóra Geirharðsdóttir. MYND/HEIDA.IS LEYNILEIKHÚSIÐ hefur nýja önn með leiklistarnámskeiðum fyrir börn í 2.-10. bekk á höfuð- borgarsvæðinu og skráning er í gangi. Nánari upplýsingar á vefnum leynileikhusid.is. BORGAR- BÓKASAFN- IÐ stendur fyrir sérstakri dagskrá fyrir börn alla sunnudaga klukkan 15. Á morgun, 23. janúar, er efnt til sögu- stundar þar sem lesið er fyrir börnin. DRAUGATEIKNISAMKEPPNI stendur yfir á morgun í Gerðu- bergssafni og hefst klukkan 14. SORPA.IS/UM-SORPU/LEIKIR/ er svæði á vef Sorpu þar sem hægt er að spila skemmtilega leiki, finna myndir til að lita og fræðast um endurvinnslu í leiðinni. Þorgeir Bragi Leifsson Nafn og aldur: Þorgeir Bragi Leifsson, 11 ára. Í hvaða skóla ertu? Laugar- nesskóla. Í hvaða stjörnumerki ertu? Vog. Áttu happatölu? Já, 6. Helstu áhugamál: Fót- bolti, hundar og hestar. Besti matur: Pitsa. Eftirlætisdrykkur: Fanta. Hvaða námsgrein er í uppáhaldi? Íslenska. Áttu gæludýr – ef svo er, hvernig dýr og hvað heitir það? Já, ég á tík sem heitir Rispa. Skemmtilegasti dagurinn og af hverju: Hann verður bráð- um þegar ég vinn fótboltamót með liðinu mínu. Eftirlætistónlistarmaður/ hljómsveit: Kanye West Uppáhaldslitur? Rauður. Hvað gerðirðu í sumar? Ferðaðist innan- lands og fannst falleg- ast í Atlavík. Skemmtileg- asta bók sem þú hefur lesið: Heimsmetabókin. Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór? Ég býst við að verða lögfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.