Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 80
52 22. janúar 2011 LAUGARDAGUR HM 2011 Mótshaldarar á HM í Svíþjóð tilkynntu í gærmorgun tímasetningu á leikjum milli- riðlakeppninnar. Ísland byrjar á því að mæta Þýskalandi í dag klukkan 17.30, svo Spáni á mánu- dag klukkan 15.00 og loks Frakk- landi á þriðjudagskvöldið klukk- an 19.30. Það má svo geta þess að þessi þrjú lið hafa orðið heimsmeistar- ar í síðustu þrjú skipti sem HM hefur verið haldið – Frakkland árið 2009, Þýskaland árið 2007 og Spánn árið 2005. - esá Leiktímar ákveðnir á HM: Ekkert nema heimsmeistarar HM 2011 Íslendingar eru áberandi þegar einstakir tölfræðiþættir á HM í handbolta eru skoðaðir. Alexander Pet- ersson er þó sá eini sem er í efsta sæti í tölfræðiþætti en hann hefur stolið bolta tíu sinnum í leikj- unum fimm. Ísland hefur skorað áberandi flest hraðaupp- hlaupsmörk allra liða, 46 talsins og þrettán fleiri en næsta lið. Ísland er í þriðja sæti í bæði lang- skotum (52) og skoruðum mörk- um (157). Ísland er þó neðarlega á lista yfir gegnumbrotsmörk. Tólf slík mörk fleyta liðinu aðeins í 21. sæti af alls 24 liðum. - esá Tölfræðin á HM: Alexander stel- ur oftast bolta ALEXANDER PETERSSON Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is Baráttukveðjur frá VÍS! Strákarnir okkar eru svo skemmtilega ólíkir og okkur þykir óskaplega vænt um þá alla. VÍS er stoltur styrktaraðili íslenska landsliðsins á HM í Svíþjóð. HM 2011 Guðjón Valur Sigurðsson var afslapp- aður og vel stemmdur þegar Fréttablaðið hitti á hann eftir komu landsliðsins til Jönköping þar sem milliriðillinn verður spilaður. „Það er fínt að byrja á Þjóðverjum. Það er lið sem við þekkjum vel og okkur hefur geng- ið vel með þá síðustu árin. Þeim finnst eflaust ekkert sérstaklega gaman að mæta okkur. Það er búin að vera smá krísa í gangi með þá. Það er óánægja með þeirra gengi og spila- mennsku. Við verðum að nýta okkur það og ná yfirhöndinni. Þá vonandi ná þeir sér ekki á strik,“ sagði Guðjón Valur. Það hefur ekki verið hægt að sjá það á þessu móti að Guðjón sé nýkominn á lappir eftir tíu mánaða fjarveru. Hann er að spila hreint frábærlega og hefur leikið mest allra leikmanna íslenska liðsins á mótinu. „Nei, ég er ekkert þreyttur. Það er öðruvísi álag á mér en mörgum af hinum í liðinu. Eins og Noregsleikurinn spilaðist til að mynda þá var ekki mikið álag. Þá var maður meira í því að skokka og passa sinn mann. Ég undirbjó mig undir að spila allt mótið. Það er þjálfar- inn sem ákveður hver er inni á vellinum og hversu lengi. Á meðan hann biður mig um að vera inná þá er ég þar,“ sagði Guðjón ákveð- inn. Hann er ánægður með að vera kominn frá Linköping og yfir á hið glæsilega liðshótel í Jönköping. „Það er fínt að vera kominn hing- að. Við fengum líka stærra herbergi og erum ekki með lyftuna á koddanum eins og á hinu hótelinu.“ - hbg Guðjón Valur Sigurðsson er ekki þreyttur og tilbúinn fyrir leikinn gegn Þýskalandi í dag: Það er smá krísa hjá Þjóðverjunum FÓTFRÁR Guðjón Valur er hér búinn að stinga alla af og er í þann mund að skora úr hraðaupphlaupi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HM 2011 Guðmundur Guðmunds- son landsliðsþjálfari þekkir vel til þýska liðsins en hann þjálfar í Þýskalandi og svo lék Ísland tvo æfingaleiki við Þýskaland skömmu fyrir HM sem báðir unnust. Þrátt fyrir það slakar hann og þjálfara- teymið ekkert á við að undirbúa liðið sem best. „Við erum búnir að vera að skoða hina leikina þeirra í riðlin- um og greina þá. Þetta er alltaf sama vinnan og það þarf að fara í gegnum hana. Við erum búnir að fara yfir þau atriði sem eru ný hjá Þjóðverjum og svo leitumst við alltaf eftir því að bæta okkar leik í vörn og sókn,“ segir Guðmundur en hann dvelur ekki í fortíðinni og er ekki að ofmetnast eftir þessa sigra rétt fyrir HM. „Þetta er þannig bransi að það skiptir engu hvað hefur áður gerst. Við verðum að einbeita okkur að því að gefa allt í leikinn. Þjóðverj- ar mæta dýrvitlausir enda ætla þeir að komast í undankeppni ÓL. Það munum við auðvitað líka gera. Okkur hefur gengið vel með þá undanfarið en það er ekki víst að það hjálpi okkur núna.“ Leikirnir fimm í mótinu hafa tekið á og það er nóg að gera hjá sjúkraþjálfurum og nuddara lands- liðsins við að halda strákunum í sem bestu formi. „Þessi átök hafa tekið sinn toll. Sverre og Diddi eru hálflemstraðir eftir mikil átök. Svo eru menn með ýmiss konar meiðsli hér og þar. Ég vona að menn komist tiltölulega heilir í gegnum þetta og við getum spilað af fullum krafti. Við þurf- um á öllu að halda til þess að vinna leikinn,“ segir Guðmundur, sem telur ágætt að byrja milli riðillinn á Þjóðverjum. „Við erum á ákveðinni siglingu og þurfum að halda henni gang- andi. Við verðum að halda þess- ari frábæru einbeitingu áfram og horfa á einn leik í einu. Við megum ekki fara fram úr okkur og von- andi fer íslenska þjóðin ekki held- ur fram úr sér. Við verðum að feta okkur áfram. Nú mætum við enn sterkari liðum en í riðlinum. Næstu leikir verða svakalegir,“ segir Guðmundur. Liðið flutti í gær frá Linköping til Jönköping og voru strákarn- ir ánægðir með að komast í nýtt umhverfi. Landsliðið er þess utan á betra hóteli og allir vonast til þess að maturinn sé líka skárri. „Það er ágætt að breyta til. Tím- inn var farinn að standa í stað í Linköping. Það er gott að koma hingað en það breytir ekki öllu. Við erum bara að vinna,“ segir Guð- mundur og glottir við tönn. Megum ekki fara fram úr okkur Guðmundur Guðmundsson er með báða fætur á jörðinni fyrir fyrsta leik Íslands í milliriðli HM en leikið er í Jönköping. Strákarnir mæta Þýskalandi í dag en Ísland hefur haft gott tak á Þjóðverjum síðustu árin. LÍFLEGUR Á LÍNUNNI Guðmundur Guðmundsson hvetur sína menn áfram ásamt línumanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Henry Birgir Gunnarsson og Valgarður Gíslason fjalla um HM í Svíþjóð henry@frettabladid.is - valgard.gislason@365.is Auglýsingasími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.