Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 12
12 22. janúar 2011 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Umræðan um auðlinda-mál er heit og þrungin tilfinningum. Hún snýst um tvær staðhæfingar. Sú fyrri er: Auðlindirnar eiga að vera í almannaeigu. Sú síðari: Almenningur á að njóta arðsins. Forsætisráðherra hefur gefið fyrir- heit um þjóðaratkvæðagreiðslu um þessar staðhæfingar. Ekki þarf að eyða tíma í að spá í úrslitin. Hitt er áhugaverðara að íhuga hvaða breytingar það muni hafa í för með sér þegar allir hafa krossað við já. Forsætisráðherra hefur ekki gefið svör við því. Í ljósi þess að nú eiga stjórnmál að byggjast á upplýstri umræðu og gegnsæi má gera kröfu til þess að forsætis - ráðherra svari þeirri spurn- ingu áður en hann stefnir þjóðinni til kjör- fundar. Yfirlýs- ingagleðin legg- ur honum þá ábyrgð á herðar að hafa frum- kvæði að dýpri umræðu. Einhverjir kunna að segja að hér þurfi engra skýringa við. Er það svo? Tökum dæmi: Forsætis- ráðherra hefur lofað að ríkis- stjórnin muni vinda ofan af kaupum Magma á HS-orku. Í bók- staflegri merkingu þýðir það þjóð- nýtingu. Hún kostar þrjátíu millj- arða króna. Vextirnir af þeirri upphæð verða annaðhvort teknir af velferðarkerfinu eða almenn- ingi í hærri sköttum. HS orka á enga auðlind. Hún greiðir hins vegar auðlindagjald til þeirra opinberu aðila sem hana eiga. Sumir hafa sagt að kross við já í atkvæðagreiðslunni um auð- lindir í almannaeigu þýði ekki þjóðnýtingu heldur aðeins að samningstíminn um afnotin verði styttur. Auðlindagjaldið ræðst nokkuð af lengd samningstímans. Að stytta samninginn kann því að rýra tekjur opinberra aðila af auð- lindinni. Þörf á dýpri umræðu Að því er varðar HS orku þarf forsætisráðherra að svara því hvor þess-ara kosta verður fyrir valinu þegar þjóðin hefur sagt já. Að því búnu þarf að rökstyðja almannahagsmunina. Velji ráð- herrann fyrri kostinn þarf hann að útskýra nánar hvernig skerð- ing á framlögum til velferðarkerf- isins eða hærri skattar hjálpa til við að ná því marki að almenning- ur njóti arðsins. Verði seinni kost- urinn fyrir valinu þarf að skýra út hvernig lægra auðlindagjald þjónar hagsmunum almennings í þeim sveitarfélögum sem gjald- ið fá. Þær raddir hafa heyrst að óskyn- samlegt væri að efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu um almannaeign á auðlindum eins og sakir standa. Rétt málsmeðferð væri sú að fela stjórnlagaþingi að gera tillögur um þess konar orðalag í stjórnar- skrá. Margt mælir með þeirri máls- meðferð þó að hún gangi þvert á þau fyrirheit sem forsætis ráðherra hefur gefið. Segjum svo að þessi leið verði farin. Leysir það menn undan því að svara spurningum um það hvað felst í slíkum ákvæðum. Svarið er: Nei. Áður en þjóðin fær tækifæri til að taka afstöðu til nýrrar stjórn- arskrár í þjóðaratkvæðagreiðslu þarf hún vitaskuld að vera upplýst um hvað í staðhæfingunum felst. Verði þessum málum vísað til stjórnlagaþingsins án fyrirfram þjóðaratkvæðagreiðslu þarf stjórn- lagaþingið sjálft að svara þessum spurningum og reyndar fjölda- mörgum öðrum af sama toga áður en ákvörðun er tekin. Þingið getur líka kallað eftir svörum frá ríkis- stjórninni ef það vill byggja á mati hennar. Almenningur á rétt á svörum Langsamlega stærsti hluti nýtanlegrar orku í jarðhita og fallvötnum er þegar í eigu ríkis og sveitarfélaga. Það breytir ekki hinu að hluti þess- ara réttinda er enn í einkaeigu. Til að mynda stendur þannig á um lít- inn hluta vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár. Fyrir nokkrum árum varð veru- leg umræða um hvort unnt væri að nota heimildir orkulaganna til að taka þessi vatnsréttindi í neðri hluta Þjórsár eignarnámi. Ýmsir töldu þá að hagnýting orkunnar í þágu stóriðju væri ekki almanna- hagsmunir í skilningi laganna. Þingmenn úr röðum VG og Sjálf- stæðisflokksins vörðu þá einka- eignaréttinn. Ljóst var að einka- eignarétturinn var í þessu tilviki hindrun í vegi virkjunaráforma. Á að breyta þessari réttarstöðu? Bændur eiga veiðirétt í ám og vötnum. Á að þjóðnýta hann? Ef það er ekki ætlunin þarf að skýra betur út hvað þjóðareign á nátt- úruauðlindum þýðir. Kjarni vand- ans er í því fólginn að umræðan hefur verið færð á hæsta stig til- finninga með skírskotun í einföld slagorð en án þess að brjóta við- fangsefnið efnislega til mergjar. Það hefur verið kallað eftir gagnsæi og upplýstri umræðu. Forsætisráðherra hleypur eftir slagorðum í tunnumótmælum og undirskriftarsöfnunum. Eru hinir almannahagsmunirnir ekki jafn ríkir að upplýst verði fyrir fram að hvaða markmiðum er verið að stefna, hverju á að breyta og hverju ekki? Það er ekki nóg að tala um upp- lýsta umræðu. Hún þarf að vera lifandi veruleiki. Í þessu máli hefur forsætisráðherra ekki tekist að standa undir þeim kröfum. Slagorð eða upplýsing? ÞORSTEINN PÁLSSON S nemma í janúar krafðist bandaríska dómsmálaráðuneytið þess að fá gögn samskiptavefsins Twitter um Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Hreyfingarinnar. Um leið var krafist gagna um Julian Assange, ritstjóra Wikileaks, Jacob Applebaum og Rop Gonggrijp, sem báðir hafa starfað með Wikileaks, og um Bradley Manning, bandarískan hermann sem yfirvöld vestra hafa grunaðan um að hafa lekið til Wikileaks gögnum um stríðs- rekstur Bandaríkjanna. Á meðal þeirra gagna er myndband sem vakti mikla athygli í fyrravor og sýndi loftárás Bandaríkjahers á óbreytta borgara og fréttamenn Reuters í Bagdad. Krafist var gagna allt frá því í nóvember 2009, þegar talið er að tengsl hafi komist á milli Wikileaks og Mannings. Á árinu 2009 hóf Birgitta einnig samstarf við uppljóstrunarvefinn og vann, ásamt fréttamönnum Ríkisútvarpsins, að birtingu myndbands- ins. Með þessa atburðarás í huga gæti einhverjum dottið í hug að hrapað hafi verið að ályktunum þegar Wikileaks og Birgitta eru orðuð við fartölvu sem fannst í skrifstofuhúsnæði Alþingis í febrúarbyrjun í fyrra. „Það vekur auðvitað grunsemdir, svo það sé bara sagt, að þessi tölva hafi fundist í skrifstofuhúsnæði Hreyf- ingarinnar, ekki síst vegna tengsla eins háttvirts þingmanns við vef sem hefur það að markmiði að birta illa fengin gögn,“ sagði þingmaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson í umræðum á Alþingi í fyrradag. Jón Gunnarsson þingmaður bætti í og benti á að Julian Assange og jafnvel fleiri frá Wikileaks hefðu verið á svæðinu á þessum tíma. Vert er að geta þess að umræddri tölvu var komið fyrir í skrif- stofu sem ekki var í notkun og virðist hafa verið ætlað að brjótast inn á innri vef Alþingis eða hlera einhver þau samskipti sem fram fóru í húsnæðinu. Rannsókn lögreglu á málinu skilaði engu. Nú getur maður spurt sig hvort Birgitta Jónsdóttir hafi þurft á einhverri leynitölvu að halda til að komast í gögn á innri vef Alþingis. Væntanlega standa henni þar allar dyr opnar. Skrifstofan þar sem tölvan fannst er hins vegar við hliðina á skrifstofu Birgittu. Nær lagi væri að velta því upp hver kynni að hafa af því hag að njósna um hana og samstarfsmenn hennar. Þá væri auðvitað stílbrot hjá Wikileaks, sem byggir á því að fólk leki til vefsins trúnaðargögnum, að hafa þarna beitt sér í njósnastarfsemi. Slík iðja hefur til þessa fremur verið á hendi annarra, svo sem lögreglu eða leyniþjónusta. Nærtækara virðist að spyrja hvort íslensk lögregluyfirvöld hafi verið FBI eða CIA innan handar við að njósna um samstarfsfólk Wikileaks. Auðvitað er alvörumál ef einhver getur komið njósnabúnaði fyrir í húsnæði Alþingis. Mikilvægt er samt að fara ekki út af sporinu í vangaveltum um hver gerði hvað. Málið er óupplýst og skaði virðist óverulegur. Eins og sakir standa er líklega heilla- drýgst að reyna að fyrirbyggja að eitthvað viðlíka endurtaki sig. Óvarlega hrapað að ályktunum í tölvumáli: Um hverja er njósnað? SKOÐUN Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Námskeið við ræðukvíða Kvíðameðferðarstöðin stendur nú fyrir 6 vikna nám- skeiði við ræðukvíða. Námskeiðið byggir á aðferðum hugrænnar atferlis- meðferðar og er miðað að þeim sem ræðukvíði truflar í daglegu lífi og starfi. Námskeiðið hefst mánudaginn 31. janúar kl. 17 og stendur yfir í 6 vikur. Skráning fer fram hjá Kvíðameðferðarstöðinni í síma 534-0110/822-0043 eða með tölvupósti á kms@kms.is. Athugið að hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiðinu er 12.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.