Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 26
26 22. janúar 2011 LAUGARDAGUR A usturríkismaðurinn Peter Habeler, sem er einn frægasti fjallgöngumaður heims, lét sig hafa það að sleppa fjall- göngu dagsins þegar hann beið eftir símtali frá Fréttablaðinu. Hann er væntanlegur til Íslands í næstu viku og mun þá halda fyrirlestur í Háskólabíói. Blaðamaður Frétta- blaðsins sló á þráðinn til hans. „Ég er frá Týról og ólst upp í fjöllunum, var sex ára gamall þegar ég byrjaði að klifra. Fyrst var ég auðvitað bara í Austurríki en svo færði ég mig upp á skaftið. Og var svo heppinn að kynnast frá- bæru fólki, eins og til dæmis Rein- hold Messner,“ segir Habeler en eftir að þeir Messner kynntust þá hófu þeir að klífa fjöll saman og settu markið fljótlega hátt. Þess má geta að Messner, sem er frá hinu ítalska Suður-Týról, er sömuleiðis vel þekktur fyrir afrek sín í fjall- göngum. Langaði að gera eitthvað nýtt „Markmið okkar varð að klífa alla hæstu tinda heims án þess að nota auka súrefni. Okkur langaði til að gera eitthvað nýtt,“ segir Habel- er, sem undirbjó sig vel fyrir göng- una og hafði til að mynda gengið á Gasherbrum, ellefta hæsta tind heims, án þess að nota súrefni. „Við vorum í fjallaklifri, fórum á skíði. Fjallamennskan snýst frekar um úthald en styrk. Samstarf okkar Messners gekk vel, ég hef aldrei kunnað við mig í stórum hópum í háfjallamennsku, fannst alltaf best að vera í tveggja til þriggja manna hópi. Þegar kom að Everestgöng- unni vorum við lengi í fjallinu, til að aðlagast hæðinni.“ För Habelers og Messners vakti sem von var mikla athygli enda höfðu þær ályktanir verið dregn- ar af fyrri reynslu Everestfara að það væri ekki hægt að klífa tindinn án þess að vera með súrefniskúta, mannslíkaminn myndi ekki þola súrefnisskortinn er komið væri ofarlega í fjallið. Almennt er talað um svokallað dauðasvæði (death zone á ensku) ofan við 7.500 metra yfir sjávar- máli en Everest er 8.848 metrar á hæð sem kunnugt er. Félagarnir höfðu þó klifið án súrefnis ellefta hæsta fjall heims, Gasherbrum sem er ríflega 8.000 metrar á hæð. Sálrænn þröskuldur „Ég myndi segja að stærsta áskor- unin við Everestgönguna á sínum tíma hafi verið sálræn. En við vorum með lækna í för sem trúðu því að við gætum þetta og við trúð- um því sjálfir en við þurftum samt að yfirstíga sálrænan þröskuld. Tilraunir Breta á þriðja og fimmta áratugnum til að klífa Everest án súrefnis höfðu til dæmis allar mis lukkast,“ segir Habeler og bætir við að þeir hafi vitaskuld verið hræddir við afleiðingar súr- efnislausrar göngu. Habeler og Messner félagi hans beittu annarri aðferð en var orðin viðtekin venja í háfjallaklifri á áttunda áratugnum og er raunar enn í dag. Þeir innleiddu alpastíl- inn svokallaða í hjáfjallamennsku en í honum felst í stuttu máli að fjallgöngumenn ferðast létt og ná þannig að fara hraðar yfir. Hann er andstæða umsátursstílsins sem felur í sér töluvert stærri hópa göngumanna sem undirbúa göng- una með því að setja upp línur og fleiri búðir og eru vel birgir af auka súrefni. Þeir félagar vörðu talsverðum tíma í hæðaraðlögun en þeir voru komnir í grunnbúðir Everest í marsmánuði. Fyrstu tilraun til að ná toppnum gerðu þeir 21. apríl en hún mistókst. Sú næsta var gerð 8. maí og hún heppnaðist, þeir náðu toppnum milli eitt og tvö daginn þann og aðeins klukkustund síðar var Habeler kominn niður í Suður- skarð (South Col), þar sem fjórðu Stærsta afrekið að vera enn á lífi Peter Habeler varð fyrstur manna til að klífa hæsta fjall heims, Everestfjall, án þess að reiða sig á auka súrefni. Það var árið 1978 og afrekið færði honum frægð um heim allan. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við Habeler um Everest, fjallamennsku og útivist. AÐ LOKINNI GÖNGU Habeler (þriðji frá hægri) og Messner (lengst til vinstri) að lokinni göngunni fræknu á Evrest árið 1978. Þeir eru hér ásamt Edmund Hillary (annar frá vinstri) sem fyrstur kleif Everest árið 1953 ásamt Tenzing Norgay. Við hlið Hillarys er Oswald Oelz, læknir og fjallagarpur, sem fór á Everest vorið 1978 en notaðist við súrefni. TINDURINN ER MARKMIÐIÐ Peter Habeler er væntanlegur til landsins í næstu viku en þá mun hann halda fyrirlestur í Háskóla- bíói sem ber heitið The summit is the goal, eða tindurinn er markmiðið. Í fyrirlestrinum mun Habeler meðal annars reifa gönguna frægu á Ever- est og persónulega reynslu sína af því að halda lífi í hæð sem er flestum lífverum ofviða. Þegar hann og Reinhold Messner gengu á tindinn án súrefnis hafði það verið talið lífeðlisfræðilega ómögulegt að ná tindinum án viðbótarsúrefnis. Á undan fyrirlestri Habelers segir Tómas Guðbjarts- son læknir frá nokkrum fjallaperlum íslenskum sem eru utan alfaraleiða en tiltölulega auðveldar uppgöngu og skila göngu- görpum stórbrotnu útsýni. Tómas er einn af forsprökkum Félags íslenskra fjallalækna (FÍFL) sem stendur að heimsókn Habelers til Íslands í félagi við 66°Norður. © GRAPHIC NEWS Hæðarveiki er samheiti yfir sjúkdóma sem greinast í fólki í mikilli hæð og má rekja með beinum hætti til súrefnisskorts. Að klífa Everest er meðal erfiðustu líkamlegu þolrauna sem hægt er að framkvæma. Flestir fjallgöngumenn sem fara hærra en 7.600 metra yfir sjávarmál eða upp í dauðasvæðið svonefnda (e. death zone) Líða fyrir súr- efnisskortinn og þurfa að reiða sig á auka súrefni. Loft inniheldur 21% af súrefni en á toppi Everest er súrefni um þriðjungur þess sem það er við sjávarmál. HACE – Háfjallaheilabjúgur. Skortur á súrefni getur valdið því að hjartað fer að slá allt að 140 sinnum á mínútu til að auka hringrás súrefnisríks blóðs. Litlar æðar í hvelatengslum heil- ans geta farið að leka og valdið heilabjúg. Lífshættulegur sjúkdómur. Háfjalla- lungna- bjúgur (HAPE). Vökvi lekur úr háræð- um inn í lungna- blöðrur. Lífshættu- legur sjúkdómur. Kal: Ískryst- allar myndast í frumum, æðum, vöðv- um, sinum og taugum og geta orsakað drep í útlimum og andliti. Klifra hátt, sofa lágt Fjallgöngumenn laga sig að þynnra lofti með því að venja sig hæðinni í þrepum, koma upp búðum í fjallshlíðum og fara niður að grunn- búðum reglulega áður en haldið er alla leið á toppinn. 7.500m 30% 5.500m 50% Sjávarmál 100% Blóðtappi Vökvatap og blóðþykknun getur myndað kekki sem geta valdið blóðtappa í æðum og heila sem getur endað í heilablóðfalli. Háræð- ar sem mynda net umhverfis lungablöðru. Heimildir: British Medical Association, Royal Geographical Society Blóðflæði Lungna- blaðra AÐ LIFA AF DAUÐASVÆÐIÐ Á EVEREST búðir Everest-leiðangra eru yfirleitt í 7.900 metra hæð. Það var hraða- met á þessari leið, sem yfirleitt tekur nokkra klukkutíma að fara. Sló hraðamet Habeler segir að einn mikilvæg- asti lykillinn að góðum árangri hans sem fjallamanns hafi verið félagar hans. „Það er mjög mikil- vægt að klifra með góðum félaga, sem getur hvatt mann áfram ef eitthvað kemur upp á og sömuleið- is þarf maður sjálfur oft að vera í þessu hlutverki,“ segir Habeler, sem auk þess að klífa Everest án súrefnis gekk á fjögur önnur fjöll sem eru hærri en 8.000 metrar, sömuleiðis án súrefnis, Cho Oyu, Nanga Parbat, Kangchenjunga og Gasherbrum. Hann sló einnig hraðamet í torfærum klifur leiðum á borð við norðurvegg Eiger-fjalls. „Kangchenjunga var erfiðasti leiðangurinn,“ segir Habeler, sem reyndi við fleiri tinda sem eru hærri en 8.000 metrar án árangurs. „Ég komst til dæmis mjög nálægt toppnum á K2 [öðru hæsta fjalli heims] en varð að snúa við vegna veðurs. Yfirleitt var það veðrið sem setti strik í reikninginn í þessum fjallgöngum sem ekki enduðu á toppnum. En það er eitt sem er mjög mikilvægt í fjallamennsku og það er að kunna að snúa við, halda ekki að maður geti allt. Og við gerðum það nokkrum sinnum, snerum við vegna þess að það var of hvasst eða við ekki nægilega sterkir. Stundum hins vegar er fjallið í góðu skapi og leyfir manni að komast upp.“ Ný sýn á heiminn En hvaðan kemur þessi löngun fólks til að klífa fjöll? „Það er eitt- hvað dulúðlegt við fjöllin, og gaman að komast upp á þau og fá um leið nýja sýn á heiminn. Þetta hugs- aði ég alltaf þegar ég var lítill og byrjaðar að klífa fjöll, mig lang- aði svo að sjá heiminn betur. En fjall göngur eru líka mjög góðar fyrir líkamann, þær styrkja vöðva og æðar, við fáum líka meira súr- efni, ég held að í 2.500 metra hæð gleymi maður öllum vandamál- um,“ segir Habeler, sem segir sál- rænan styrk mikil vægan í fjall- göngum. „Ég tek samt ekki undir þau sjónar mið að fjallaklifur sé allt í hausnum, maður verður líka að vera með sterka fætur og gott þol,“ segir Habeler, sem enn heldur sér í mjög góðu formi með því að ganga á skíðum. „Ég fer í eins til fimm tíma göngur, set skinn undir skíðin og tek þau af til að renna mér niður. Þetta er mjög góð leið til að halda sér í formi og halda sér grönnum,“ segir Habeler, sem verður 69 ára á þessu ári. Habeler var kominn með rétt- indi sem fjallaleiðsögumaður og skíðaþjálfari 21 árs gamall og hann vann sem slíkur í Bandaríkjunum og víðar. Árið 1972 stofnaði hann sinn eigin skóla í heimabænum Mayrhoven í Austurríki og er hann enn starfræktur undir stjórn sonar hans. „Það eru forréttindi að starfa við það sem maður hefur áhuga á og ég hef verið svo heppinn að geta gert það,“ segir Habeler, sem hefur farið með ferðamenn í fjallaleið- angra út um allan heim, komið 60 til 70 sinnum til Nepals svo dæmi séu tekin. „Við förum í grunnbúðir Everest og skoðum mannlífið í land- inu, ég hef aldrei farið með hópa í háfjallaleiðangra,“ segir Habeler, sem setur ekki Everest-gönguna frægu efst á blað þegar hann er beðinn um að nefna afrek lífs síns. „Það er afrek lífs míns að hafa ferðast út um allan heim og farið á svona marga tinda og vera enn á lífi, geta enn notið þess að vera til og fara á skíði og sinna fjölskyld- unni,“ segir Habeler að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.