Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 64
 22. janúar 2011 LAUGARDAGUR36 Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför tengdamóður, ömmu og langömmu, Ólafíu Katrínar Hjartardóttur (Lóu) Fremri Hrafnabjörgum, Dalabyggð. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 4. hæðar á hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir einstaka alúð og umhyggju. Ólafía Bjargmundsdóttir Ólafía M. Hinriksdóttir Halldóra G. Hinriksdóttir Páll Sigurðsson Bjargey Una Hinriksdóttir Róbert E. Jensson Hinrik Ingi Hinriksson og langömmubörn Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Sigurbjargar Pálsdóttur frá Laufskálum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra Borgarnesi fyrir góða umönnun. Símon Aðalsteinsson Þuríður Jóhannsdóttir Erlingur Aðalsteinsson Kári Aðalsteinsson Eydís Sigvaldadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi Guðmundur Þorsteinsson löggiltur skjalaþýðandi Drekavöllum 42 Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þann 25. janúar kl. 15.00. Ásthildur Kristín Þorkelsdóttir Margrét S. Guðmundsdóttir Þórir I. Friðriksson Þorkell Þ. Guðmundsson María E. K. Kjartansdóttir Steinar Guðmundsson Katrín Heiðar Ósk Guðmundsdóttir Lars J. Imsland Dögg Guðmundsdóttir Ólafur Þ. Rafnsson og barnabörn Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Steinunnar Egilsdóttur Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar H-1 á Hrafnistu í Reykjavík fyrir kærleiksríka umönnun og ástúð. Guð blessi ykkur öll. Eygló S. Stefánsdóttir Þórhallur Sveinsson Hafþór R. Þórhallsson Sæunn Jóhannesdóttir Hafsteinn G. Þórhallsson Berglind Þórhallsdóttir Ragnar Guðjónsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaðurinn minn Helgi Einþórsson lést 30. desember sl. Jarðarförin hefur framið fram í kyrrþey. Þakka auðsýnda samúð. Fyrir hönd annarra vandamanna, Sigríður Magnúsdóttir. Okkar ástkæra Sigurrós Ingþórsdóttir er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hennar. Margrét Sigurrós Guðnadóttir Ragnhildur Hreiðarsdóttir Hjálmar Theodórsson Davíð Elvar Hill Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Steinunn Jónsdóttir frá Suðureyri við Tálknafjörð, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi miðvikudaginn 19. janúar. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 28. janúar kl. 13.00. Sérstakar þakkir færum við öllu því frábæra starfsfólki á Sunnuhlíð sem annaðist hana. Svanhildur Jóhannsdóttir Bryndís Jóhannsdóttir Þorgeir Þorvaldsson Jón Jóhannsson Jónína Jóhannsdóttir Guðmundur Valtýsson barnabörn og barnabarnabörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. „Þetta eru sannarlega tímamót fyrir okkur. Það er enginn annar klúbbur norðanlands með svona glæsilega inni- aðstöðu til æfinga en Akureyringar eru að vinna í því. Þarna ætlum við að skapa afrekskylfinga og Íslandsmeist- ara framtíðar,“ segir Sigurður Jörgen Óskarsson, formaður Golfklúbbsins Hamars á Dalvík um nýja golfsalinn sem verður vígður í dag. Salurinn er í Víkurröst, íþróttahúsi sem losnaði þegar ný íþróttamiðstöð var tekin í notkun á Dalvík á síðasta ári. „Þarna fáum við 400 fermetra flöt með 15 metra lofthæð til að æfa ákveðna þætti, pútt, sveiflu og styttri högg. Við erum með nýjustu gerð af púttgrasi og settum niður 18 holu pútt- völl sem líkir eftir landslagi. Hvoru- tveggja er keypt og sett upp af fyrir- tækinu Sporttæki í Hveragerði. Svo er það golfhermirinn. Í honum er hægt að velja golfvöll og varpa mynd af honum upp á tjald. Svo er stillt upp bolta sem sleginn er í tjaldið og sek- úndubroti síðar sést boltinn fljúga og lenda á fyrstu braut. Þarna er líkt eftir náttúrulegum völlum og stundum þarf að taka vind með í reikninginn. Það er gaman að spila í þessu tæki í góðum félagsskap,“ segir Sigurður kampa- kátur. Á síðustu fjórum árum hefur Golf- klúbburinn Hamar eignast þrjá Íslands- meistara í golfi og Sigurður þakkar það öflugu barna- og unglingastarfi auk þess sem Hamar sé svo stálheppinn að hafa tvo afbragðsgóða kennara. Hann segir félagsmenn leggja á sig mikla sjálfboðavinnu fyrir klúbbinn. „Bærinn styður líka vel við okkur og við fáum styrki frá fyrirtækjum,“ tekur hann fram og segir hálfa milljón króna sem Samherji lét klúbbnum í té nýlega hafa þá þýðingu að hægt sé að fella niður æfingagjöld í sumar hjá krökk- unum. „Það er margt sem gerir það að verkum að við getum haldið úti svona kraftmikilli starfsemi,“ segir hann. Sigurður veit af góðum kylfingum á Ólafsfirði og Siglufirði og býst við þeim á æfingar í Víkurröst. Einnig Akureyringum meðan þeir hafa ekki komið sinni inniaðstöðu í gagnið. „Ég bind líka vonir við að við getum komið í gang starfi fyrir eldri borgara. Púttið hentar öllum,“ segir hann. „Dýrt? Jú, fyrir okkar litla klúbb, með um 150 félagsmenn, eru þetta miklar upphæðir, líklega nálægt fjórum milljónum,“ segir Sigurður um kostnað- inn við æfingaraðstöðuna. Hann tekur fram að félagsmenn þurfi ekki að borga sig inn, slíkt sé innifalið í árgjaldinu. Hins vegar kosti í herminn. gun@frettabladid.is GOLFKLÚBBURINN HAMAR Á DALVÍK: OPNAR ÆFINGAAÐSTÖÐU Í VÍKURRÖST Ætlum að skapa afrekskylfinga ALSÆL MEÐ HÚSNÆÐIÐ Kraftmikið barnastarf er hjá golfklúbbnum Hamri á Dalvík. Bak við krakkana standa Sigurður Jörgen Óskarsson, formaður klúbbsins, og golfkennararnir Árni Sævar Jónsson og Heiðar Davíð Bragason. MYND/GUÐNÝ S. ÓLAFSDÓTTIR Merkisatburðir 1910 Öflugur jarðskjálfti, (7,1 á Richter), með upptök út af Öxar- firði, finnst í flestum landshlutum. 1850 Skólasveinar Lærða skólans gera hróp að rektor skólans, Sveinbirni Egilssyni. 1939 Landssamband íslenskra útvegsmanna er stofnað af 50 útgerðarmönnum. 1946 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna heldur fyrsta fund sinn. 1975 Sjö manns farast er þyrla hrapar á Kjalarnesi. 1983 Tvö snjóflóð falla á kauptúnið á Patreksfirði. Fjórir látast og á fjórða tug missir heimili sín. 1991 Haraldur V. verður konungur Noregs eftir andlát föður síns, Ólafs V.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.