Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 24
24 22. janúar 2011 LAUGARDAGUR S taðgöngumæðrun er það umræðuefni sem hefur verið hvað mest áberandi á því ári sem er nýgeng- ið í garð. Umræðan hófst nú í desember þegar mál hjónanna Helgu Sveinsdóttur og Einars Þórs Færseth, sem nýttu sér þjónustu staðgöngumóður á Indlandi til þess að ganga með barn fyrir sig, rataði í fjölmiðla. Barnið, sem hefur fengið nafnið Jóel Færseth Einars- son, fæddist í nóvember á Indlandi og var veittur íslenskur ríkisborgara- réttur á Alþingi fyrir jól. Jóel hefur þó ekki fengið íslenskt vegabréf til þess að komast til landsins. Ástæð- urnar eru þær að ekki er hægt að staðfesta með íslenskum lögum að staðgöngumóðirin fari ekki með for- ræði yfir barninu. Staðgöngumæðrun á Íslandi Staðgöngumæðrun er ólögleg á Íslandi eins og á Norðurlöndunum. Íslensku hjónin, Helga og Einar, greiddu indversku staðgöngu- móðurinni, Rekhu Rohidas Dham- ne, 27 ára tveggja barna móður, 300 þúsund íslenskar krónur fyrir að ganga með barnið fyrir sig. Sá kostnaður nam um tíu prósentum af heildarútgjöldum hjónanna fyrir allan kostnað við tæknifrjóvgun- ina, fæðinguna og annan læknis- kostnað. Þingsályktunartillaga var lögð fram á Alþingi í vikunni, þar sem lagt er til að sett séu lög hér á landi sem leyfa staðgöngumæðrun í vel- gjörðarskyni. Umræður í mála- flokknum á þingi hafa verið nokk- uð áberandi á síðustu dögum, og var það ekki fyrr en nýlega sem skýrsla starfshóps um staðgöngu- mæðrun frá árinu 2009, leit á ný dagsins ljós. Ekki tímabært að svo stöddu Guðlaugur Þór Þórðarson, þáver- andi heilbrigðisráðherra, setti á fót starfshóp í janúar árið 2009, til þess að skoða siðfræðileg, lög- fræðileg og læknisfræðileg álita- efni varðandi staðgöngumæðr- un hér á landi. Hópur inn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri tíma- bært að svo stöddu að heimila stað- göngumæðrun á Íslandi, af hinum ýmsu ástæðum, meðal annars vegna þess að undirbúningur löggjafar myndi líklega fela í sér talsverðan kostnað og við þær erfiðu efnahags- aðstæður sem ríktu væri sennilega annað í heilbrigðisþjónustunni sem gengi fyrir. Einnig taldi hópurinn að mörgum siðferðislegum spurning- um væri enn ósvarað hvað varðaði staðgöngumæðrun og rík áhersla var lögð á að almenn sátt myndi ríkja um málið. Hópurinn mæltist til þess að íslensk stjórnvöld fylgd- ust með þróun mála á Norðurlöndun- um og æskilegt væri að eiga samleið með þeim um hvort, hvenær og með hvaða takmörkunum staðgöngu- mæðrun yrði leyfð hér á landi. Guðríður Þorsteinsdóttir, skrif- stofustjóri í velferðarráðuneytinu og formaður vinnuhópsins, segir að þó að niðurstöðurnar hafi verið á þá leið að lagst var gegn lögleið- ingu á staðgöngumæðrun á þeim tíma, hafi hópurinn þó hvatt til samfélagslegrar umræðu og að það yrði hugað vandlega að hagsmunum allra aðila sem að málinu koma. „Þeir aðilar eru náttúrlega mjög margir,“ segir Guðríður. „Þetta er ekki einungis spurning um að leyfa staðgöngumæðrun eða leyfa hana ekki. Það eru ennþá ótal spurning- ar sem þarf að svara.“ Guðríður bendir þar á að það þurfi að liggja skýrt fyrir hvaða hópar eigi að geta nýtt sér stað- göngumæðrun. „Það virðist ríkja almennt sam- komulag um að það eigi einungis að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörð- arskyni. En samt sem áður þykir væntanlega eðlilegt að það sé greitt fyrir útlagðan kostnað, vinnutap og annað slíkt. Þá verður alltaf erfitt að draga mörkin.“ Erfitt að taka mið af öðrum löndum Staðgöngumæðrun er leyfð í vel- gjörðarskyni í Bretlandi og Hol- landi. Engin löggjöf er til um stað- göngumæðrun í Belgíu og í sumum ríkjum Bandaríkjanna er hún leyfð í velgjörðarskyni. Í Úkraínu er heimilt að kaupa sér þjónustu stað- göngumóður sem myndi þá hagnast á því að ganga með barnið, sem og á Indlandi og í Ísrael. „Það er í raun ekki til nein löggjöf sem við getum tekið mið af og notað hér á landi. Það eru of fá fordæmi fyrir því sem við getum tekið mið af,“ segir Guðríður. Í tilviki íslensku hjónanna sem eru enn á Indlandi er um að ræða staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni, en ekki í velgjörð- arskyni eins og er í umræðunni hér á landi. „Auðvitað hefur fólk samúð með þessari fjölskyldu. En ef lög- gjöf um staðgöngumæðrun verður undirbúin á Íslandi verður það að vera á öðrum forsendum.“ Á þeim tíma sem starfshópurinn vann skýrsluna var ekki talið tíma- bært að leyfa staðgöngumæðrun, eins og fram hefur komið. En Guð- ríður segir að ef ske kynni að frum- varp til laga yrði lagt fram á þingi, myndi eflaust vera litið til þeirra landa þar sem staðgöngumæðrun er leyfð. Mörgum spurningum er enn ósvarað um þennan umdeilda mála- flokk. Staðgöngumæðrun er álitið alvarlegt vandamál í mörgum ríkj- um heimsins og hefur verið líkt við blöndu af mansali og vændi. Man- sal í þeim skilningi að foreldrar eru að vissu leyti að kaupa sér barn, og vændi í þeim skilningi að staðgöngumóðirin selur aðgang að líkama sínum. En þótt misjafnar skoðanir séu á lofti í sam félaginu um staðgöngumæðrun og hvort eigi að leyfa hana hér á landi, er nauðsyn legt að skoða allar mögu- legar hliðar á þessu flókna atriði er varðar mannréttindi á afar mörgum sviðum. S tjórn Tilveru, sam-taka um ófrjósemi, er hlynnt staðgöngu- mæðrun í góðgerðar- skyni, það er ekki gegn greiðslu, að því gefnu að skýr og skynsam- legur lagarammi verði settur um framkvæmd staðgöngumæðrunar. Að vera barnlaus gegn vilja sínum er erfitt tilfinningalega og oft mikið álag sem fylgir því, hvort sem um par eða einstakling er að ræða. Staðgöngumæðr- un er ein möguleg lausn fyrir fólk sem ekki getur eignast börn samkvæmt hefðbundnum leið- um. Vert er að taka fram að ekki hefur verið gerð skoðanakönnun meðal félagsmanna Tilveru um þeirra skoðun á staðgöngumæðrun. Auðvitað hefur fólk samúð með þessari fjölskyldu. En ef löggjöf um staðgöngumæðrun verður undirbúin á Íslandi verður það að vera á öðrum forsendum. Er staðgöngu- mæðrun réttmæt? MÓÐIR OG BARN Mikill meirihluti Íslendinga er fylgjandi lögleiðingu á staðgöngumæðrun. Með staðgöngumæðrun er átt við þegar tæknifrjóvgun er fram-kvæmd á konu sem hyggst ganga með barn fyrir aðra konu og láta það af hendi til hennar strax eftir fæðingu. Við staðgöngu- mæðrun er fósturvísum með kynfrumum parsins sem ætlar að fá barnið að fæðingu lokinni ýmist komið fyrir í staðgöngumóður eða staðgöngumóðirin leggur til eigin eggfrumu en sæðisfrumur koma frá eiginmanni/sambýlismanni konunnar sem eiga að fá barnið eftir fæðingu. Margvísleg siðfræðileg álitamál koma upp við staðgöngu- mæðrun. Aðalálitaefnið er móðerni barnsins, einkum í þeim tilvik- um þegar fósturvísum með kynfrumum parsins sem fá á barnið eftir fæðingu er komið fyrir í staðgöngumóðurinni. Í meginreglum sérfræðinganefndar Evrópuráðsins um tæknifrjóvgun er gert ráð fyrir að kona sem fæðir barn skuli ætíð teljast móðir þess, án tillits til uppruna eggfrumnanna. Rétt þykir að leggja til að staðgöngu- mæðrun verði óheimil.“ Heimild: Alþingi - Þskj. 184, 120. lþ, 154. mál. ■ HVAÐ ER STAÐGÖNGUMÆÐRUN? Reynir Tómas Geirsson, prófessor og yfirlæknir á kvennasviði Landspítalans, segir Helgu og Einar sennilega ekki fyrstu íslensku hjónin sem hafi nýtt sér staðgöngumæðrun sem úrræði til að eignast barn. Reynir Tómas er verndari Staðgöngu – stuðningsfélags staðgöngumæðrunar á Íslandi. Um 40 manns eru skráðir í félagið. „Það eru til hjón hér á landi sem hafa nýtt sér aðstoð staðgöngumóður. Og það hefur sennilega alltaf verið svo að konur hafi gengið með börn fyrir ættingja sína. Ég veit um dæmi þess að það hafi gerst á nýliðnum áratugum hér á Íslandi, þó að slík tilvik séu afar fátíð,“ segir Reynir Tómas. Hann segir að tilvik þar sem kona geti ekki gengið með börn sjálf sökum galla í legi séu sjaldgæf hér á landi. „Ef staðgöngumæðrun yrði að veruleika á Íslandi fyrir þessar örfáu konur sem um er að ræða, þá erum við að tala um eina konu á eins til tveggja ára fresti sem myndi nýta sér úrræðið.“ Reynir Tómas telur að aldrei myndi koma annað til greina en að leyfa staðgöngumæðrun í landinu einungis í velgjörðarskyni. „Sam- félagið þarf að setja þrönga ramma í kringum málið til að byrja með. Svo getur auðvitað verið, í ljósi reynslunnar, að sá rammi breytist. En það verður tíminn að leiða í ljós.“ Reynir Tómas segir allt benda til þess að undirbúningur fyrir leg ígræðslur í konur frá leggjafa sé við það að verða að veruleika á Norður löndunum. „Það verður sennilega gerð tilraun á þessu ári og það er ekki ólíklegt að það verði valkostur líka.“ Hann segir að ef slíkar aðgerðir takist, þá munu margar af þeim konum sem hafa ekki fæðst með eða hafa misst leg, geta farið í legígræðslu í stað þess að fá staðgöngumóður. „Þá yrði úrræðið minna notað. En samt breytir það ekki því að með því að heimila staðgöngumæðrun í völdum tilvik- um væri verið að hjálpa fáeinum meðborgum okkar að eignast barn með eigin kynfrumum, eins og flest okkar langar til að geta gert, og við myndum spara á því fé og erfiðar aðstæður, eins og þær sem nú hafa verið til umræðu vegna hjónanna sem fóru til Indlands,“ segir Reynir Tómas. ■ FÁAR KONUR MYNDU NÝTA SÉR ÚRRÆÐIÐ DR. REYNIR TÓMAS GEIRSSON ■ SKÝR LAGARAMMI ER NAUÐSYNLEGUR 23,6%15,3% 61,2% Já, án skilyrða Já, en ekki í hagnaðar- skyni heldur eingöngu sem velgjörð Nei Staðgöngumæðrun Spurt var: Á að leyfa staðgöngumæðrun á Íslandi? Könnun Fréttablaðsins 19. janúar 2011 Einn af umdeildustu málaflokkum íslenskrar sam- félags umræðu í dag er hvort beri að leyfa staðgöngu- mæðrun hér á landi. Starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að slíkt væri ekki tímabært en mikill meirihluti landsmanna vill láta lögleiða hana, ásamt fjölda þingmanna. Sunna Valgerðardóttir og Brjánn Jónasson skoðuðu fleiri hliðar þessa umdeilda máls. Mikill meirihluti landsmanna, um 85 prósent, vill leyfa staðgöngumæðrun hér á landi, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Þrír af hverjum fjórum sem vilja leyfa staðgöngumæðrun vilja ekki að hún verði heimiluð í hagnaðarskyni heldur aðeins sem velgjörð. Alls sögðust 23,6 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja leyfa staðgöngu- mæðrun án skilyrða. Um 61,2 prósent vilja leyfa staðgöngumæðrun, en aðeins sem velgjörð. Alls vilja 15,3 prósent ekki heimila staðgöngumæðrun. Heldur fleiri konur vilja leyfa staðgöngumæðrun en karlar. Alls vildu 23,8 prósent kvenna leyfa hana án skilyrða og 63,4 prósent sem velgjörð. Um 23,3 prósent karla vildu leyfa staðgöngumæðrun án skilyrða og 58,8 prósent sem velgjörð. Lítill munur er á stuðningi við að heimila staðgöngumæðrun eftir því hvaða flokk fólk segist myndu kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Þó vilja heldur færri stuðningsmenn Vinstri grænna heimila staðgöngumæðrun en stuðnings- menn annarra flokka. Umtalsvert fleiri í aldurshópnum 18 til 49 ára vilja heimila staðgöngu- mæðrun en þeir sem eldri eru. Alls vilja 89,3 prósent yngri hópsins heimila staðgöngumæðrun en 77,9 prósent fólks 50 ára og eldra. Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 19. janúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfalls- lega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Á að leyfa staðgöngumæðrun á Íslandi? Alls tóku 88,5 prósent afstöðu. FLESTIR VILJA EINGÖNGU LEYFA STAÐGÖNGUMÆÐRUN SEM VELGJÖRÐ M YN D / VIVID IM A G ES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.