Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 70
42 22. janúar 2011 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Leikhús ★★★ Afinn Höfundur og leikstjóri: Bjarni Haukur Þórsson. Leikari: Sigurður Sigurjónsson. Borgarleikhúsið Barnabörnunum má skila Einleikur á litla sviðinu. Sigurður Sigurjónsson segir sögu sína eins og honum einum er lagið. Að verða afi er nýtt hlutverk ungra karlmanna sem búnir eru að afgreiða pabbahlutverkið, reyndir og góðir, leitandi að lesgleraugunum, fjarstýringunni og að hluta til sjálf- um sér. Öll þessi litlu atriði hversdagsins, allar þær breytingar sem verða í lífi miðaldra fólks voru tekin fyrir í þessum hlýlega og fyndna einleik þar sem hinn reyndi leikari Sigurður Sigurjónsson fór algerlega á kostum. Það hlýtur að vera vissum erfiðleikum bundið að kasta sér út í þetta form og þessa frásögn þar sem áhorfendur eru spenntir af væntingum og ætlast bók- staflega til þess að hver sekúnda sé fullkomið sprell. Þeir félagar Bjarni Haukur og Sigurður hafa hér fundið lendingar sem voru að hluta til mjög persónulegar og eins með almenna skírskotun sem ekki síður hleypti bylgjum um salinn. Söguna um tengdasoninn sem var ekki alveg nógu fullkominn fyrir dótturina góðu kannast nú margir við þótt hún sé oft á tíðum á hvíslustiginu eða aldrei sögð. Sigurður leikur sjálfan sig, segir sögu sína nánast frá fæðingu og fram að deginum í dag. Hann féll aldrei í þá gryfju að íklæðast þeim persónum sem hann er þekktastur fyrir. Þegar hann segir frá raunum sínum í tæknilegri ristilspeglun og síðar uppskurði, ætlaði salurinn að rifna. Það var ekki laust við að Woodie Allen brygði stundum fyrir í öllum fettunum og brettunum. Líf Sigurðar var alls ekki bara sprell og djók eins og fram kom í sögu hans. Ungur missir hann elskaðan föður og er sá kafli þegar hann segir frá samskipt- um þeirra mjög hjartnæmur og aðferðin til þess að komast í gegnum frásögn- ina eins og áður að grípa bolta á lofti og sprengja upp salinn með fyndnum athugasemdum. Hann situr á kolli og segir okkur farir sínar ekki sléttar þegar hljómur háværarrar bjöllu tekur að glymja. Afinn stekkur fram, það gerir einnig starfsmaður af svölum og leikhússtjórinn, meðan áhorfendur sátu pollrólegir og biðu eftir meira sprelli. Hér glumdi í alvöru brunabjöllu sem hvorki leikarinn né áhorfendur létu koma sér úr jafnvægi við að heyra í. Það er gott til þess að vita að brunavarnir Borgarleikhússins eru í lagi meðan brunaviðbrögð áhorfenda eru á öðru plani. Leikurinn var fjölbreyttur og líkamsbeiting nánast rassadans í læknisskoðuninni sem líktist helst trúðafimleikum. Leiksviðið er golfvöllur, hringlaga grasblettur og eins nýtir hans sér syllu fyrir ofan sviðið en þar mætir hann á rafgolfbíl sem stendur náttúrulega fyrir golfið sem á það til að heltaka karla á þessum aldri (kerlingar líka) og eins veitir þetta svona hjólastólahughrif, ábending um ellina. Lýsingin er björt og þar sem áhorfendur sitja í hálfhring miðast allur leikurinn við að ná til allra í skeifulaga salnum. Samtalið við áhorfendur var mjög skemmtilegt. Þessi einleikur bætir í sjálfu sér ekkert við hinn glæsilega feril Sigurðar Sigurjónssonar annað en að hér gefur hann á sinn einlæga hátt úr eigin ranni, og voru augnablikin mörg algerar perlur en þó fátt sem kom á óvart eða vakti umhugsun. Engu að síður er víst alveg óhætt að mæla með þessari sýningu einkum og sér í lagi fyrir nýorðna afa og þá sem þurfa að pukrast í apótek í útjaðri Stór-Reykjavíkursvæðisins til þess að ná sér sjúdderallarei-töflur sem ættu nú bara að fást í næstu kjörbúð. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Hlýlegur og fyndinn einleikur þar sem Sigurður Sigurjónsson gefur á einlægan hátt úr eigin ranni. Leikhópurinn Hugleikur frumsýn- ir í dag gamanleikinn Helgi dauð- ans eftir Sigríði Láru Sigurjóns- dóttur. Í verkinu beinir höfundur- inn sjónum sínum að veruleika íslenskra háskólanema sem reyna eftir fremsta megni að feta einstig- ið milli lærdóms og skemmtunar. „Verkið gerist á einni helgi,“ segir Sigríður Lára. „Raktir eru atburðir á heimilum þriggja ung- menna, tvíburanna Birtings og Ninnu og vinkonu þeirra Dagnýj- ar, sem á afmæli. Ýmsir litríkir vinir þeirra koma í heimsókn svo og óboðnir gestir. Þríeykið þarf að takast á við ófyrirséðar og óþægi- legar uppákomur sem reyna á vin- áttuna.“ Umhverfi sýningarinnar sækir Sigríður Lára í eigin reynslu- banka. „Þetta fjallar um kommúnulíf- ið sem maður lifði í gamla daga, þegar menn leigðu nokkrir saman og það voru ýmsir karakterar sem héngu með manni.“ Þetta er fimmta leikritið í fullri lengd sem Sigríður Lára skrifar, það þriðja sem hún skrifar upp á eigin spýtur. Verk hennar Ungir menn á uppleið, í sviðsetningu Stúdentaleikhússins 2001, og List- in að lifa í sviðsetningu Leikfé- lags Fljótsdalshéraðs 2006, voru báðar valdar athyglisverðustu áhugasýningar ársins og sýndar í Þjóðleikhúsinu. Mest hefur hún þó starfað með Hugleik, sem leik- skáld, leikari og leikstjóri. Leikstjórar eru Rúnar Lund og Sigurður H. Pálsson. Verkið er frumsýnt í húsnæði leikfélagsins að Eyjarslóð 9 klukkan 20 í kvöld. Alls verða átta sýningar. Nánari upplýsingar má finna á hugleikur. is. - bs Hugleikur sýnir Helgi dauðans HELGI DAUÐANS Verkið fjallar um nokkra samleigjendur sem fá nokkra vini í gleðskap með ófyrirséðum og óþægilegum afleiðingum. Tenerife 15. febrúar frá 79.900 Heimsferðir bjóða einstök tilboð til Tenerife þann 15. febrúar. Veðurfarið er einstaklega milt og notalegt sem og allt umhverfi , hvort sem dvalið er við amerísku ströndina, á Costa Adeje eða í Los Cristianos. Nú fer hver að verða síðastur að panta sér þessa ferð til Tenerife, því það eru fá sæti laus. - Ekki missa af þessari ferð! Frá kr. 109.900 – Hotel Adonis Isla Bonita **** með allt innifalið Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í fjölskylduherbergi í viku. Innifalið er fl ug, gisting, skattar og „allt innifalið“ þjónusta. Verð kr. 119.900 á mann m.v. tvo fullorðna í herbergi. Aukagjald fyrir einbýli kr. 14.180. Ekki missa af þessum einstöku tilboðum í sólina - bókaðu strax! Ath. takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði – verð getur hækkað án fyrirvara! Frá kr. 79.900 – Atlandita *** Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í smá- hýsi með einu svefnherbergi í viku. Netverð kr. 89.900 á mann í tvíbýli í smáhýsi með einu svefnherbergi. Frá kr. 119.900 – Iberostar Bouganville **** með hálfu fæði Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi í viku. Aukagjald fyrir einbýli kr. 22.880. Sértilboð 1. febrúar Á Myrkum músíkdögum verður fjölbreytt efnisskrá að vanda. Daníel Bjarnason stjórnar tónleikunum og semur auk þess nýtt hljómsveitarverk. Tveir nýir íslenskir konsertar hljóma og hinn heillandi hljóðmúr, Atmosphéres, eftir György Ligeti verður fluttur. Miðasala á www.sinfonia.is og 545 2500 „Mig langar sífellt að prófa nýja hluti“ György Ligeti FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN FÁÐU FÍNA OG FRÆGA FÓLKIÐ Í HEIMSÓKN Meiri Vísir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.