Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 22
22 22. janúar 2011 LAUGARDAGUR að snúa aftur á sviðið. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim sem starfa í leikhúsunum, en það þyrfti mikið að gerast til að ég ýtti frá mér núverandi stöðu minni. Ég er orð- inn hálfgerður flakkari, fer kannski á þrjá eða fjóra staði í viku sem ég hef aldrei komið á áður og eru jafn- vel alls ekki hugsaðir fyrir list- sköpun eða grín, lagerar og fleira í þeim dúr. Ég mæti með míkrófón og kannski gítar eða skjávarpa og reyni að búa til skemmtilega stund, þar og þá. Þetta þykir mér dálítið spennandi. Svona svipað eins og að vera harðfisksölumaður, en ganga örlítið lengra,“ segir Þorsteinn. Íslenskur raunveruleiki Kvikmyndin Okkar eigin Osló fjall- ar um ósköp venjulega Íslendinga, karl og konu á fertugsaldri, sem kynnast á ferðalagi í höfuðborg Noregs, og lenda á kenderíi. Þegar þau snúa heim til Íslands er ætlun- in þeirra að stofna til varanlegra kynna, en þá fer af stað ákveðin hrakfallasaga þegar íslenskur og ískaldur raunveruleikinn tekur við. Hversdagslegur farangur þeirra, börn, fjölskylda, fyrr verandi makar, vinna, fjárhagsörðugleikar og fleira fer að vinna á móti fólkinu í tilraunum þeirra til að ná saman, oft og tíðum með kómískum afleið- ingum. „Maðurinn sem ég leik er verk- fræðingur hjá Marel og konan, sem leikin er af hinni frábæru Brynhildi Guðjónsdóttur, er gjald- keri í banka,“ segir Þorsteinn. „Ég man ekki til þess að gerðar hafi verið margar bíómyndir um verk- fræðinga og bankastarfsmenn og það þykir kannski ekkert rosalega spennandi, en þetta er nokkuð sem mér finnst skemmtilegt að segja frá,“ segir Þorsteinn og skellir upp úr, en önnur stór hlutverk eru meðal annars í höndum Hilm- is Snæs Guðnasonar, sem leikur fyrrverandi eiginmann konunnar, Lilju Guðrúnar Þorvaldsdóttur, í hlutverki móður aðalpersónunnar, og Maríu Hebu Þorkelsdóttur sem fer með hlutverk misþroska systur hennar. „Að öðrum ólöstuðum gæti ég trúað að María Heba muni koma til með að vekja mikla athygli fyrir leik sinn í myndinni. Hún gjörsam- lega blómstrar,“ tekur Þorsteinn fram. Hann eys líka leikstjóra myndar- innar, Reyni Lyngdal, lofi og segir það hafa verið draumi líkast að vinna með honum. Okkar eigin Osló er fyrsta kvikmynd Reynis í fullri lengd, en hann og Þorsteinn eru góðir vinir og hafa unnið tölu- vert saman í gegnum tíðina. „Reyn- ir hefur einhverja áru yfir sér sem gerir það að verkum að öllum líður vel í kringum hann. Allt töku ferlið gekk mjög vel, fyrir utan það að fyrstu vikuna fékk ég alveg hrika- lega í bakið og lagðist í rúmið. Sem betur fer áttum við tvo frídaga ein- mitt þá, svo við misstum ekki damp- inn.“ Léttir að verða leikari aftur Þorsteinn viðurkennir þó að hafa verið undir talsverðu álagi í haust þegar hann var í þann mund að ljúka við handrit myndarinnar, skömmu áður en tökur hófust. „Það sem gerist á lokaskref- unum í svona handritsgerð, að minnsta kosti í mínu tilfelli, er að það myndast mikil pressa alls staðar að. Leikstjórinn kemur með sitt innlegg, líka framleiðendur og jafnvel meðframleiðendur, sjóðir og slíkt, og allir reyna að beina þér í ákveðnar áttir. Það reynir á og ég lærði mikið af þessu, þarna varð ég að hlusta á alla en um leið að halda mínu striki. Ég hef aldrei lent í svona löguðu áður. Þegar ég skrifa bækur fæ ég kannski vin- samlegar ábendingar frá ritstjóra, en þarna var veruleg pressa. Sem var fínt. Ég þurfti að nýta mér hana til góðs, en ég hefði líka allt eins getað farið á taugum,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að eftir að hand- ritaskrifunum lauk hafi það orðið honum nokkur léttir að verða „bara“ leikari aftur. „Það var mjög gaman að fá að verða leikari í friði. Ég henti frá mér ábyrgðinni á handritinu og naut þess bara að verða einn af leikarahópnum. Var ekkert að skipta mér af senum hjá hinum leikurunum og slíkt. Það er nauðsynlegt. Maður fær ekki það besta út úr öðrum með því að vera ráðríkur.“ Skemmtilegar samtímasögur Meðal aukaleikara í Okkar eigin Osló eru tveir grínistar af yngri kynslóðinni sem vafalaust hafa lært eitthvað af Þorsteini í gegn- um tíðina, þeir Ari Eldjárn og Steindi Jr. Þorsteinn segir þeim félögum bregða fyrir í nokkrum eftirminnilegum atriðum. „Þetta eru alveg frábærir dreng- ir. Ég hef haft mjög gaman af því að fylgjast með þeim og hvetja þá áfram, mæta á uppistand hjá þeim og svona. Mér finnst mjög skemmtilegt þegar bætist í þennan litla hóp uppistandara og grínista,“ segir Þorsteinn og bætir við að það virðist sem fyrirbærið uppistand komist í tísku annað veifið. „Uppistand var til að mynda mjög heitt á því tímabili sem Jón Gnarr var með sýninguna Ég var einu sinni nörd í Loftkastalanum, en svo datt það alveg niður. Mörg- um fannst alveg sérlega skrítið að ég nennti að standa í þessu. Ég man eftir að hafa lesið greinar í blöð- um sem sögðu að uppistandið væri dautt og grafið. Í einni greininni stóð meira að segja að það eina sem gæti bjargað uppistandinu væri að vera með einhvers konar leikmunagrín, sem ég skildi nú ekki alveg,“ segir Þorsteinn og skellir upp úr. „En svo skyndilega upp úr kreppunni kom alveg ný kynslóð fram á sjónarsviðið og allt í einu er þetta orðið eftirsóknarvert aftur. „Þessi hefð er auðvitað alda- gömul hér á Íslandi. Að standa upp á þorrablóti og fara með gaman- mál, það er uppistand. Okkar bestu uppistandarar hafa kannski aldrei verið kallaðir uppistandarar, eins og Flosi Ólafsson.“ Þorsteinn segist hafa fylgst nokkuð vel með íslenskri kvik- FRAMHALD AF SÍÐU 20 Merkilegustu sögurnar eru ekkert endilega þær sem áttu að verða stórkostlegar. Don Kíkóti, besta skáldsaga sögunnar að mínu mati, er skrifuð sem gamansaga. Spurður hvers vegna höfuðborg Noregs varð fyrir valinu sem nokk-uð veigamikill hluti handritsins að nýju myndinni segir Þorstein þá hugmynd hafa kviknað fyrir löngu, enda hafi vinnsla handritsins hafist fyrir mörgum árum. „Ég held ég hafi bara komið einu sinni til Osló áður en við fórum þangað í haust til að taka upp, og það fyrir löngu síðan. Norðmenn hafa alltaf slegið mig sem afskaplega lítið rómantísk þjóð, svo mér fannst þetta eiginlega bara fyndið. Osló sem París norðursins, þar sem allir eru í jogging göllum,“ segir hann og glottir. „Annars er dálítið skemmtilegt við Íslendinga, og kannski flestar aðrar þjóðir líka, að við tökum okkur bessaleyfi til að vera allt öðruvísi mann- eskjur í útlöndum. Þá er allt svo spennandi, allt má og engar áhyggjur. Þetta leikur nokkuð stórt hlutverk í myndinni. Svo uppgötvaði ég reyndar að Osló er mjög flott borg, en í rauninni hefði þetta getað verið hvaða borg sem er. Mér finnst oft eins og Íslendingar vilji alls ekki láta líkja sér við Norðmenn, þótt eflaust séum við dálítið norsk í eðli okkar, svona í grunninn.“ ÍSLENDINGAR Brynhildur Guðjónsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson og leikstjórinn Reynir Lyngdal við upptökur á Okkar eigin Osló síðastliðið haust. MYNDIR/VERA PÁLS AÐRAR MANNESKJUR Í ÚTLÖNDUM myndagerð í gegnum árin og telur margt gott hafa komið úr þeim ranni. „Þó finnst mér að íslenskir leik- stjórar, sem ráða yfirleitt verk- efnavali, mættu kannski hugsa örlítið meira um að segja sögur úr samtímanum. Auðvitað hefur fólk mismunandi smekk, en ég held að margir hefðu gaman af því að fá fleiri sögur af venjulegum hlutum, en ekki endilega skrítnum, stór- kallalegum eða áreynslukenndum. Merkilegustu sögurnar eru ekk- ert endilega þær sem áttu að verða stórkostlegar. Don Kíkóti, besta skáldsaga sögunnar að mínu mati, er skrifuð sem gamansaga. Og fólk ímyndar sér að Shakespeare hafi nú aldeilis legið yfir Hamlet, þegar kannski vantaði bara leikrit fyrir næsta leikár og höfundurinn heyrði sögu um einhvern danskan prins sem hann stal og notaði. Svona gerast hlutirnir, en ekki endilega þannig að fólk setji sig í einhverjar ægilegar stellingar.“ Margt til fyrirmyndar í auglýsinga- bransanum Vart hefur farið framhjá mörgum sem á annað borð eiga sjónvarps- tæki að Þorsteinn hefur verið áber- andi í auglýsingum síðustu ár. Hann hefur enda verið viðloðandi aug- lýsingabransann lengi, hóf störf á auglýsingastofunni Hvíta húsinu um tveimur árum eftir útskrift úr Leiklistarskólanum og segist þar hafa lært inn á bransann, kynnt sér textagerð og grundvallarvinnu- brögð. „Það er mjög margt til fyrirmynd- ar í auglýsingabransanum, þótt það hljómi kannski einkennilega,“ segir Þorsteinn. „Fyrsta herferðin sem ég tók þátt í var fyrir Tal. Hún gekk mjög vel, við fengum verðlaun fyrir hana og ég hafði virkilega gaman af þessu. Svo hef ég tekið svona tarnir, fundið upp á nýjum karakterum og slíkt, reglulega og á tímabili gat ég kostað rithöfundaferilinn með aug- lýsingarnar sem hliðargrein, því það lifir enginn á því að vera rithöfund- ur til að byrja með nema að vinna aðra vinnu eða eiga ríkan maka.“ Aðspurður segist hann vel geta trúað því að aðkoma hans að auglýs- ingum geri það að verkum að ákveð- inn hópur alvarlegra listamanna, eins og hann orðar það, taki honum með fyrirvara. „En það er heldur ekki hópur sem ég hef sótt í og skiptir mig engu máli. Eins finnst mér líkt og margir þeir sem eru andsnúnir auglýsing- um, markaðsmálum og kynning- arstarfsemi gleymi því gjarnan að slíkt er nauðsynlegt ef hér á að ríkja frjáls samkeppni. Þetta er annað- hvort eða. Ef ekki ríkir frjáls sam- keppni er engin þörf fyrir neitt af þessu. En ef hún ríkir þá er nauðsyn- legt að leggja fram upplýsingar svo að fólk geti valið. Ef við viljum búa við þetta kerfi verðum við einfald- lega að sætta okkur við að fá auglýs- ingabæklinga inn um bréfa lúguna hjá okkur. Fólk ætti frekar að hafa áhyggjur af því að auglýsingar séu trúverðugar og vel gerðar,“ segir Þorsteinn. HRAKFALLASAGA Þorsteinn í hlut- verki sínu í Okkar eigin Osló. Chevrolet Spark, 5 dyra - 5 sæta L - beinskiptur Kr. 1.695 þús. LS - beinskiptur Kr. 1.895 þús. Chevrolet á enn betra verði ! Sérfræðingar í bílum Bílabúð Benna - Chevrolet sýningarsalur - Tangarhöfða 8-12 - Reykjavík - sími 590 2000 Bílabúð Benna - Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - sími 420 3300 Bílaríki - Glerárgötu 36 - Akureyri - sími 461 3636 www.benni.is Vegna nýrra laga um vörugjöld sem tóku gildi um áramótin eru umhverfisvænir bílar á betra verði. Allir bílar frá Chevrolet hafa lækkað í verði. Gæði í 100 ár Ár slaufunnar B íll á m yn d: S pa rk L T m eð á lf el gu m .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.