Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 78
 22. janúar 2011 LAUGARDAGUR50 sport@frettabladid.is UTAN VALLAR Sigurður Elvar Þórólfsson segir sína skoðun ÍSLENSKA HANDBOLTALANDSLIÐIÐ er búið að vinna fimm leiki í röð á móti Þjóðverjum (mótherjum dagsins á HM) og hefur ekki tapað fyrir þeim í undanförnum sjö leikjum (6 sigrar, 1 jafntefli) eða síðan Þjóðverjar unnu 35-27 á EM í Noregi 2008. Síðustu fjórir leikir, allt vináttulandsleikir, hafa allir unnist með fjögurra marka mun (32-28, 33-29, 27-23 og 31-27). Það hefur ekki farið framhjá mörgum hér á landi að íslenska karla- landsliðið í handbolta hefur komið sér í gríðarlega sterka stöðu á heimsmeistara mótinu í Svíþjóð. Liðið hefur unnið alla fimm leikina og er efst í milliriðlinum þegar keppni hefst í dag í Jönköping. Þýskaland, Spánn og Frakkland verða næstu mótherjar og það getur því allt gerst í framhaldinu. Við tökum því sem sjálfsögðum hlut að landsliðið sé á stórmóti á þess- um tíma árs enda góðu vön. Þetta er ellefta stórmótið frá árinu 2000 þar sem Ísland er í lokakeppni í janúar – og það þrettánda ef ÓL er talið með. Það er gjörsamlega búið að gjörspilla okkur með þessu góðgæti ár eftir ár. Ég legg til að við veltum því aðeins fyrir okkur næst þegar Alexand- er Petersson skorar mark hvernig við sem þjóð tókum þátt í því marki. Borgum við 15-20 milljóna kr. kostnað HSÍ við þetta mót? Fór hluti af þeim skatti sem við greiddum um síðustu mánaðamót í rekstur HSÍ? Hvernig virkar þetta eiginlega? Svarið er: Þú leggur fram 80 kr. í Afrekssjóð á þessu ári í gegnum skattinn og þegar búið er að deila því á alla aðila fær Handknattleiks- samband Íslands 3 kr. í sinn hlut frá þér. Þrjár krónur. Ríkið leggur til 24,7 milljónir í sjóð sem nefnist Afrekssjóður ÍSÍ. Hluti af hagnaði Íslenskrar getspár rennur einnig í Afrekssjóð og potturinn er því alls 44 milljónir kr. Eins og áður segir eru þetta 80 krónur frá hverj- um Íslendingi en til samanburðar er þessi upphæð um 400 krónur á íbúa í Noregi og um 300 í Danmörku. Það má reyndar minnast á það að norska karlalandsliðið fær 160 millj- ónir króna til ráðstöfunar á ári en við unnum Norðmenn í fyrrakvöld 29- 22. Heildarvelta HSÍ á árinu 2010 er um 150 milljónir kr. og hlutfallslega stunda jafnmargir handbolta hér á landi og í Noregi. Ef ég væri ungur og efnilegur afreksmaður á Íslandi væri það mitt fyrsta verk að kanna hve langan tíma það tekur að skipta um ríkisfang. Íslenskir afreksíþróttamenn eru núll og nix þegar kemur að úthlutun úr sameiginlegum sjóðum okkar sem þjóðar – 24,7 milljónir á ári eru bara grín og jafnvel móðgun. Íþróttahreyfingin gerir sitt allra besta til að hlúa að afreksfólkinu en það er úr litlu að moða þegar allt okkar afreksfólk og landslið skipta á milli sín 44 milljón- um kr. á ári. Það er áhugavert fyrir alla að renna í gegnum Fjárlagafrumvarpið 2011. Það plagg er pólitísk forgangsröðun á sameiginlegum sjóði okkar. Afrekssjóður ÍSÍ fær 0,005% af heildarkökunni. Það er eitthvað svo rangt við þetta allt saman – eða hvað? Það eru kjörnir fulltrúar okkar á Alþingi sem taka ákvörðun um þessa hluti. Þeir eru þar af því að við kusum þá. Kannski hefur enginn þeirra áhuga á íþróttum – nema í janúar þegar það eru stórmót í hand- bolta. Þá eru allir í stuði. Áfram Ísland. Þrjár krónur frá mér til þín, Alexander HM 2011 Íslenska handboltalands- liðið tryggði sér sigur í leikjunum á móti Austurríki og Noregi með frábærri frammistöðu í seinni hálfleik. Íslenska liðið vann seinni hálfleik þessara tveggja leikja samtals með fimmtán marka mun, skoraði 32 mörk á móti aðeins 17. Vörnin var frábær og í markinu var Björgvin Páll Gústavsson svo í svaka stuði. Björgvin hafði aðeins varið 2 af 12 skotum í fyrri hálfleiknum á móti Austurríki (17 prósent) en mætti eins og nýr maður í seinni hálfleikinn þar sem hann varði 14 af 21 skoti Austurríkismanna sem gerir 67 prósenta markvörslu. Björgvin hélt uppteknum hætti í leiknum á móti Nor- egi. Hann varði vel í fyrri hálfleik, 9 af 21 skoti (43 prósent) en fór síðan í miklu meira stuð í seinni hálfleikn- um þar sem hann varði 12 af 22 skotum Norðmanna sem gerir 55 prósenta markvörslu. Björgvin hefur því varið 61 pró- sent skota sem hafa komið á hann í seinni hálfleik í síðustu tveimur leikjum (26 af 43). Björgvin tók 68 prósent lang- skota í þessum tveimur hálfleikj- um (15 af 22) og varði 83 prósent skota úr hornum (83 prósent). Fimm af þeim sextán mörkum sem hann fékk á sig komu úr hraðaupp- hlaupum eða úr vítum sem er ekki hægt að ætlast til að markvörður verji nema í einstökum tilfellum. Það hefur annars verið mikill stöðugleiki í markvörslu Björg- vins á HM en hann hefur varið yfir 48% prósent skota eða meira í undanförnum þremur leikjum. Björgvin hefur alls varið 73 skot í leikjunum fimm eða 14,6 að meðal- tali en hann hefur tekið 43,5 pró- sent skota sem hafa komið á hann. ooj@frettabladid.is Björgvin Páll í miklu stuði: Seinni hálfleikur á móti Austurríki Frá skyttum: 90 prósent (9 af 10) Úr hornum : 75 prósent (3 af 4) Af línu: 100 prósent (2 af 2) Samtals:: 67 prósent (14 af 21) Seinni hálfleikur á móti Noregi Frá skyttum: 50 prósent (6 af 12) Úr hornum : 100 prósent (2 af 2) Af línu: 43 prósent (3 af 7) Samtals:: 55 prósent (12 af 22) Samantekt: Frá skyttum: 68 prósent (15 af 22) Úr hornum : 83 prósent (5 af 6) Af línu: 56 prósent (5 af 9) Samtals:: 61 prósent (26 af 43) Björgvin fer á kostum eftir hlé Björgvin Páll Gústavsson fór mikinn í leikjunum gegn Noregi og Austurríki og varði alls 62 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig í síðari hálfleik. BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON Sverre Jakobsson fagnar íslenska markverðinum í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Forkeppni EM í Futsal Ísland - Lettland 4-5 Mörk Íslands: Þórarinn Ingi Valdimarson 2, Guð- mundur Steinarsson, Magnús Sv. Þorsteinsson. Grikkland - Armenía 2-2 Iceland Express deild karla Hamar - Fjölnir 73-80 (43-32) Stigahæstir hjá Hamri: Darri Hilmarson 17, Ellert Arnarson 15, Kjartan Kárason 11, A. Dabney 10. Stigahæstir hjá Fjölni: Brandon Springer 29 (18 frák.), Magni Hafsteinsson 21, Ægir Steinarss. 15. Snæfell - Njarðvík 92-91 (47-44) Stigahæstir hjá Snæfelli: Jón Ólafur Jónsson 32 (13 frák.), Pálmi Freyr Sigurgeirsson 22 (6 stoðs.). Stigahæstir hjá Njarðvík: Christopher Smith 30, Friðrik Stefánsson 14, Hjörtur H. Einarsson 12. ÍR - KFÍ 92-82 (47-42) Stigahæstir hjá ÍR: Nemanja Sovic 27, Kelly Bidler 16 (15 frák.), James Bartolotta 16. Stigahæstir hjá KFÍ: Darco Milosevic 16, Craig Schoen 16, Marco Milicevic 15. Umfjöllun um leikina má finna á íþróttavef Vísis. ÚRSLIT FUTSAL Ísland tapaði í gær sínum fyrsta opinbera landsleik í futsal, eða innanhússknattspyrnu, er liðið mætti Lettlandi í for- keppni Evrópumeistaramótsins. Riðill inn er leikinn á Ásvöllum í Hafnarfirði. Lettar fóru með sigur af hólmi, 5-4, eftir að staðan var 2-2 í hálf- leik. Keflvíkingurinn Magnús Sverrir Þorsteinsson á heiður að fyrsta landsliðsmarki Íslands í futsal er hann skoraði á 16. mín- útu leiksins. Eyjamaðurinn Þór- arinn Ingi Valdimarsson skoraði tvö þar til viðbótar og Guðmund- ur Steinarsson, leikmaður Kefla- víkur, eitt. Grikkland og Armenía skildu í gær jöfn í sama riðli og mætir Ísland liði Grikkja klukkan 17.00 í dag. - esá Forkeppni EM í futsal: Ísland tapaði fyrir Lettum SKORAÐI TVÖ Þórarinn Ingi Valdimars- son var öflugur í fyrsta landsleik Íslands í futsal. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.