Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 86
58 22. janúar 2011 LAUGARDAGUR „Hann er pottþéttur og hefur alveg gríðarlega sterka nærveru,“ segir Óskar Jónasson, leikstjóri sjón- varpsþáttaraðarinnar Pressu 2. Danski leikarinn Bjarne Henriksen leikur stórt hlutverk í þáttunum sem eru sjálfstætt fram- hald af Pressu. Henriksen hefur leikið í fjöldanum öllum af dönsk- um kvikmyndum, meðal annars hinni margverðlaunuðu Festen eftir Thomas Winterberg og þá hefur hann leikið í sjónvarpsþátta- röðum á borð við Rejseholdet og Nikolaj og Juliu auk Krónikunnar sem allar hafa verið sýndar á RÚV. Þekktastur er hann sennilega fyrir leik sinn í spennuþáttaröðinni For- brydelsen eða Glæpnum. Fyrsta þáttaröðin sló eftirminnilega í gegn fyrir fjórum árum en Bjarne lék föður hinnar myrtu stúlku. Óskar kveðst feikilega ánægður með að hafa klófest Bjarne, þar sé vanur maður á ferð. „Það var nú bara þannig að við létum hugann reika og pældum lengi og vel í því hvaða danski leikari væri svona mótorhjólagengislegur, maður hugsaði hver væri líklegur til að vera svona tuddi því þeir eru yfir- leitt svolítið sverir og loðnir.“ Það er vel hægt að kvitta upp á það að Henriksen falli vel að þessari lýs- ingu Óskars sem um leið upplýsir að eitt aðalmálanna í Pressu snúi einmitt að meintri útrás skand- inavískra mótorhjólagengja til Íslands. Bjarne á nefnilega að leika höfuðpaurinn í vélhjólaklíkunni Bandidos sem sleppur í gegn- um vegabréfaeftirlitið og kemst í samband við sambærilega klíku á Íslandi. Sara Dögg Ásgeirsdóttir verður aftur í hlutverk Láru, blaðakon- unnar ráðagóðu, auk þess sem þeir Kjartan Guðjónsson og Þorsteinn Bachmann verða á sínum stað. Þá mun Gísli Örn Garðarsson leika forstjóra olíufyrirtækis með sér- kennilegt áhugamál. Fyrstu tvær vikurnar í tökum eru þegar búnar en Bjarne er væntanlegur innan skamms til landsins. Óskar getur ekki neitað því að þessar vikur hafi verið viðburðaríkar. „Við erum búin að heimsækja stripp- búllur og finna lík í fjöru.“ freyrgigja@frettabladid.is PERSÓNAN Guðjón Örn Ingólfsson Aldur: 27 ára. Starf: Frí- stundaleið- beinandi og nemandi. Fjölskylda: Ókvæntur og barnlaus. Foreldrar: Ingólfur Arnarson hagfræðingur og Sigríður Guðjónsdóttir leikskóla- kennari. Búseta: Smárahverfið í Kópavog- inum. Stjörnumerki: Vog. Guðjón er rapparinn Ramses og hefur sent frá sér sína fyrstu sólóplötu. „Af völdum hrunsins hefur þessi hópur þynnst en vonandi þykknar hann aftur því þetta er langstærsta alþjóðlega kaupstefna heimsins,“ segir Jakob Frímann Magnússon, formaður FTT, félags tónskálda og textahöfunda. Íslendingar eiga mun færri full- trúa en oft áður á hinni árlegu Midem-tónlistarkaupstefnu sem hefst í Cannes í dag. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verða aðeins fimm Íslendingar á kaup- stefnunni sem er mikil breyting frá því sem var fyrir hrun þegar fjörutíu til fimmtíu manns tóku þátt þegar mest var. Þá var Ísland með sérstakan þjóðarbás þar sem íslensk tónlist var kynnt og fjöldi fyrirtækja kom við sögu. Íslenskir tónlistarmenn og h ljómsveit ir komu þá iðulega fram, þar meðal Lay Low, Mugison og Hjaltalín, auk þess sem Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, var þar gestur árið 2008. Nú er öldin önnur og enginn kaupbás hefur verið starfræktur á Midem síðastliðin tvö ár, ekki frekar en í ár. Á meðal þeirra sem sækja kaupstefnuna í ár eru Eiður Arnars- son, útgáfustjóri Senu, Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu og Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmda- stjóri Útóns. „Ég myndi segja að þetta væri tímabundið ástand. Auðvitað er það ekkert launungarmál að hljómplötu- bransinn í heiminum hefur skropp- ið saman af völdum ólöglegs niður- hals,“ segir Jakob, sem vonast til að Ísland verði meira áberandi á Midem á næstu árum. „Við látum ekkert deigan síga. Gengið mun lag- ast, hagur okkar vænkast og vegur íslenskrar tónlistar mun rísa sem aldrei fyrr.“ - fb Örfáir Íslendingar á Midem „Þetta er náttúrlega frábært að fá þessa bók út á þýsku og það verður gaman að vita hvernig henni vegnar,“ segir metsöluhöfundurinn Arnaldur Indriðason. Á sunnudaginn verður mikið húllum- hæ í sendiráði norrænu landanna í Berlín þegar 79 af stöðinni eftir föður Arnaldar, Indriða G. Þorsteinsson, kemur í fyrsta skipti út á þýsku. Dag- skráin er hluti af heiðursgestahlutverki Íslands á bókamessunni í Frankfurt. Að sögn Halldórs Guðmundssonar, verkefnisstjóra Sögueyjunnar Íslands, er mikill áhugi á þessum atburði, öll sæti eru frátekin enda les einn þekk- asti leikari Þjóðverja, Joachim Król, upp úr bókinni. Król þessi lék meðal annars aðalhlutverkið í þýsku metsölu- myndinni Hlauptu Lola, hlauptu. 79 af stöðinni er hluti af þríleik Indriða um þær samfélagsbreytingar sem áttu sér stað í kjölfar kreppunnar og hernáms- ins. Bókin kom fyrst út árið 1955 en þríleikurinn var gefinn út í einu riti árið 2004. Fjölskyldutengslin við Arnald hafa eflaust heldur ekki skemmt fyrir. Íslenski rithöfundurinn hefur verið í fremstu fylkingu í útrás íslensku glæpa- sögunnar og nýtur töluverðrar hylli meðal þýskra áhugamanna um reyfara. Arnaldur á hins vegar ekki heiman- gengt á upplesturinn í Berlín. - fgg Arnaldur ánægður með nýja útgáfu JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON Jakob Frímann vonar að fleiri Íslendingar eigi eftir að sækja Midem-kaupstefn- una á komandi árum. BÚINN AÐ PLÆGJA AKURINN Arnaldur Indriðason hefur notið feikilegra vinsælda í Þýskalandi. Nú er verið að gefa út bók föður hans, Indriða G. Þorsteinssonar, 79 af stöðinni, á þýsku. NORDICPHOTOS/GETTY ÓSKAR JÓNASSON: ÞAÐ ER MIKILL FENGUR Í BJARNE HENRIKSEN Danskur stórleikari höfuð- paur Bandidos í Pressu Ein stærsta menningarsíða Ástralíu, Artshub.com.au, hefur birt umsögn um tónleika hljómsveitarinnar Grinderman í Tasmaníu þar sem söngkonan Ólöf Arnalds hitaði upp. Í umsögninni segir að Ólöf hafi átt erfitt með að vinna áhorfendur á sitt band, enda biðu þeir óþreyju- fullir eftir því að landi þeirra, Nick Cave, forsprakki Grinderman, myndi stíga á svið. Ekki hafi heyrst nógu vel í Ólöfu og hafði kjaftagangur tónleikagesta þar sitt að segja. Blaðamaðurinn bætir þó við að Ólöf sé hrein- skilin söngkona og augljóslega mjög hæfileikarík. Ólöf er á tónleikaferð um Ástralíu um þessar mundir. Hún spilar á tveimur tónlistarhátíðum í Sydney um helgina og á þriðjudag spilar hún í hinu fræga óperuhúsi í Sydney. Þar hitar hún upp fyrir hljómsveitina Coco Rosie. Ástrós Gunnlaugsdóttir stjórn- lagaþingmaður hefur um fleira að hugsa á næstunni en yfirvofandi þingsetu sína. Ástrós á von á fyrsta barni sínu í sumar með sambýlis- manni sínum, Huga Halldórssyni, framleiðanda hjá Sagafilm. - fb/hdm FRÉTTIR AF FÓLKI MIDEM Mugison spilar í íslenska básnum á Midem árið 2008. Í bakgrunni eru Jakob Frímann Magnússon, Samúel J. Samúelsson og fleiri mætir menn. Bjarne Henriksen, þekktastur fyrir sjónvarps- þættina Forbrydelsen, verður höfuðpaur Bandidos-vélhjólaklíkunnar í sjónvarpsþátt- unum Pressu 2 sem Óskar Jónasson leikstýrir. Óskar kveðst ákaflega ánægður með að hafa klófest Bjarne, þar sé vanur maður á ferð. FRÆGUR FYRIR FESTEN Lau 22.1. Kl. 19:00 Sun 23.1. Kl. 19:00 Lau 29.1. Kl. 19:00 Fös 4.2. Kl. 19:00 Lau 5.2. Kl. 19:00 Mið 9.2. Kl. 19:00 Fös 18.2. Kl. 19:00 Lau 19.2. Kl. 19:00 Sun 23.1. Kl. 13:00 Sun 23.1. Kl. 15:00 Sun 30.1. Kl. 13:00 Sun 30.1. Kl. 15:00 Allra síð.sýn. U Fíasól (Kúlan) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) Ö Sun 6.3. Kl. 13:00 Sun 6.3. Kl. 14:30 Sindri silfurfiskur (Kúlan) Lér konungur (Stóra sviðið) Fim 3.2. Kl. 18:00 Sun 6.2. Kl. 14:00 Sun 6.2. Kl. 17:00 Sun 13.2. Kl. 14:00 Sun 13.2. Kl. 17:00 Sun 20.2. Kl. 14:00 Sun 20.2. Kl. 17:00 Sun 27.2. Kl. 14:00 Sun 27.2. Kl. 17:00 Sun 6.3. Kl. 14:00 Sun 6.3. Kl. 17:00 Sun 13.3. Kl. 14:00 Sun 13.3. Kl. 17:00 Sun 20.3. Kl. 14:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) U Ö Ö Hænuungarnir (Kassinn) U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Lau 22.1. Kl. 17:00 Aukasýn. Lau 22.1. Kl. 20:00 Sun 23.1. Kl. 17:00 Aukasýn. Sun 23.1. Kl. 20:00 Síð.sýn. U U U Mið 26.1. Kl. 20:00 Aukasýn. Sun 30.1. Kl. 20:00 Síð.sýn. Ö U Ö Fim 27.1. Kl. 20:00 Fös 28.1. Kl. 20:00 Fös 11.2. Kl. 20:00 Lau 12.2. Kl. 20:00 Fim 17.2. Kl. 20:00 Fös 25.2. Kl. 20:00 Ö Brák (Kúlan) Sun 6.2. Kl. 20:00 Fös 11.2. Kl. 20:00 Lau 12.2. Kl. 20:00 Sun 13.2. Kl. 20:00 Ö Ö Ö Ö Ö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.