Fréttablaðið - 22.01.2011, Page 55

Fréttablaðið - 22.01.2011, Page 55
matur 5 g ft d- a m, l- r- g- af rt ið u i- m) a ð- í i, u. Baba ghanoush er líbanskt smur- álegg sem er sagt smakkast sérlega vel, hummus gerður úr eggaldin með tahini, lauk og ólívuolíu. Um að gera að panta slíkt á næsta líbanska veit- ingahúsi eða prófa að búa til heima. Taíland Taílendingar slá upp mikilli grænmet- ishátíð, Kin Jay, í október árlega. Sið- urinn er kínverskur og barst til Taí- lands á fyrri hluta 19. aldar. Hátíðina sækja margir Taílendingar af kín- verskum uppruna. Þeir sem ganga einna lengst í hátíðahöldunum stinga gjarnan hvössum spjótum gegnum kinnarnar, þótt tengslin milli þess og neyslu grænmetis séu ekki alveg ljós. Á hátíðinni er svo boðið upp á fjölda góðra rétta, pad thai-núðlur, thai tempura og annað lostæti án nokkurra dýraafurða. LOSTÆTI FRÁ MAROKKÓ OG LÍBANON HARIRA-SÚPA FRÁ MAROKKÓ fyrir 8 2 msk. ólívuolía 2 laukar niðurskornir 800 g heilir tómatar úr dós ¼ tsk. mulið engifer ¼ tsk. mulinn kanill ¼ tsk. mulið túrmerik ¼ tsk. mulið cumin 8 þræðir saffran mulið 20 greinar ferskt kórí- ander 10 greinar steinselja með flötum laufum salt að smekk nýmalaður pipar 1 bolli linsubaunir 8 bollar vatn 1½ bolli kjúklingabaunir (niðursoðnar með safa) 1½ bolli fava-baunir (niðursoðnar með safa) ½ bolli capellini-pasta (þunnt þurrkað pasta) sítrónusneiðar til skrauts Hitið olíu og mýkið lauk- inn í potti við miðlungs- hita. Notið matvinnsluvél til að blanda saman tóm- ötum, engifer, kanil, túr- meriki, saffrani, kóríander, steinselju, salti og pipar. Setjið blönduna í pottinn með lauknum og hitið að suðu. Bætið við linsu- baunum og vatni. Setjið lok á pottinn og lækkið hitann. Látið malla þar til baunirnar eru mjúkar, eða í 30 til 35 mínútur. Bætið kjúklinga- og fava-baun- um út í og hitið aftur að suðu. Bætið nú við past- anu og sjóðið þar til það er mjúkt. Setjið súpuna í skálar og berið fram með sítrónusneið. BABA GANOUSH I 1 stórt eggaldin 1 dós af kjúklingabaun- um, þurrkuðum 3 hvítlauksrif ¼ bolli af sítrónusafa 3 msk. tahini örlítið af sjávarsalti ¼ bolli af ólívuolíu 2 msk. af ferskri stein- selju, skorin niður Skerið eggaldin í tvennt og steikið í ofni við 200°C í um það bil 45 mínút- ur, eða þar til eggaldin- ið er orðið mjúkt. Látið kólna, fjarlægið innihald- ið úr ávextinum og skiljið eftir hýðið. Setjið egg- aldin og allt annað, nema olíuna og steinseljuna, í matvinnsluvél. Hellið olí- unni smám saman út í og hrærið vel. Setjið líka út í steinselju. Berið fram með grænmeti, pítu eða smyrjið á brauð. Sumum finnst gott að setja svo- lítið baba ghanoush í hveititortillur með salati og grænmeti. Brauð með ferskum tómötum, ólívum og góðri olíu er allt sem þarf fyrir góða lautar- ferð í ítalskri náttúru.. eisla þar sem nokkrir réttir eru bornir fram í einu. aði. ur úr

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.