19. júní


19. júní - 19.06.1969, Blaðsíða 6

19. júní - 19.06.1969, Blaðsíða 6
— — — og viS spyrjum frúna um skyldur henrxar sem forseta- fruar, um minnisstœS atvik eSa stund í starfi----- „Ég hef mín áhugamál, sem betur fer, og ég ver tómstundum mínum til að rækja þau. Ég hef ánægju af góðum bókmenntum og reyni að fylgj- ast með á því sviði, enn fremur að hlusta á klass- íska tónlist.“ „Við vitum, að forsetahjónin eiga þess kost að fara oft í leikhús, er ekki svo?“ „Jú, og við notum okkur það töluvert og höf- um af því mikla ánægju. Við höfum farið á marg- ar frumsýningar, en þó ekki allar hjá öllum fé- lögunum og varla eins margar og við hefðum vilj- að. Okkur er það mjög mikið ánægjuefni að fylgj- ast með því, sem er að gerast í leikhúsunum.“ Forsetafrúin býður okkur að ganga um salar- kynnin. Aðalhúsið, Bessastaðastofa, er rúmlega 200 ára gamalt steinhús, eitthvert elzta hús, sem nú er búið í á íslandi. Niðri eru vistlegar stofur með gömlum húsgögnum, og segir frúin, að þar sé allt í svipuðum skorðum og verið hefur síðan Bessastaðir voru gerðir að ríkisstjóra- og síðar for- setasetri. Uppi á lofti er svo einkaíbúð þeirra hjón- anna og barna þeirra. Móttökusalurinn er byggð- ur við gamla húsið, einfaldur að búnaði og rúm- góður. Veggi hans prýða myndir úr Listasafni Is- lands. Við virðum fyrir okkur dálítið óvenjulega mynd af Snæfellsjökli, stórt olíumálverk eftir Gunnlaug Scheving, og hrífumst af kvöldstemmn- ingu í sveitalífsmynd frú Kristínar Jónsdóttur. Talið berst að landi og þjóð, siðum og venjum. „Já, vel á minnzt. Er ekki erfitt í fyrstu að koma fram fyrir hönd þjóðar sinnar, heima eða heiman, við ólíkar aðstæður hjá óliku fólki?“ Forsetafrúin lítur til okkar brosandi. „Þetta gera nú svo mörg hjón, að vera fulltrúar þjóðar sinnar, bæði heima og heiman, á einhverju tilteknu sviði. Meðal annars höfum við hjónin lengi gert slíkt, en ég get þó sagt, að skyldur okkar af 4 þessu tagi eru aðrar og meiri og að nokkru leyti annars eðlis, síðan við komum hingað. Erfitt? Ég veit varla, hvað segja skal. Flest fólk er ákaflega þægilegt og auðvelt í viðkynningu, og sú megin- regla er eflaust bezt að reyna að vera maður sjálf- ur, eins og maður á að sér, við hvern sem maður á að skipta, háan eða lágan, eins og sagt er. Það stýrir eflaust beztri lukku og gerir samvistir við fólk erfiðisminnstar.“ Við göngum yfir í blómaskálann. Þar inni eru létt garðhúsgögn. Forsetafrúin býður okkur sæti, og við dáumst að blómunum og útsýninu, sem er að visu oft meira heillandi en í dag, því að hryðjurnar fela fjöllin og sjórinn er úfinn og grár, nema maður kalli myndina ægifagra, þá væri það ekki fjarri sanni. En við kjósum að líta okkur nær og virð- um fyrir okkur fyrirkomulag blómanna í skálan- um. Spurningin kemur af sjálfu sér. „Eruð þér blómakona?“ „Ekki í þeim skilningi, sem ég býst við að venju- lega sé lagður í það orð. En ég er hrædd um, að mér fyndist heimili án blóma heldur eyðilegt, og þó að ég sé engin blómasáþeins og stundum er sagt, þá hef ég yndi af fallegum og vel hirtum blómum í kringum mig.“ Skýjabólstrana hefur hrakið frá sólinni í bili, nú skín hún heit og sterk inn um stóra gluggana, það fer notalega um okkur í blómaskálanum. Og nú spyrjum við frúna um skyldur hennar sem for- setafrúar og minnisstæð at.vik eða stund í starfi. „Enn hefur ekki gerzt svo margt, að ég muni það ekki flest, og ég hef ekki annars en góðs að minnast. Það er rétt, að allmikið af starfi okkar er að taka á móti fólki, og fyrir öllu slíku þarf vel að hugsa. Móttökur hér eru með ýmsu móti, og venjulega er ég þá sem húsfreyja við hlið manns 19. JÚNX j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.