19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1969, Qupperneq 12

19. júní - 19.06.1969, Qupperneq 12
Nýja sófasettið er hræðilegra en öll hin. Og ístr- an á honum er alltaf að stækka. — Á ég að rétta þér töblurnar þínar og vatns- glas? — Nei. — Á ég að þvo kartöflurnar? — Eftir tíu mínútur. Andardrátturinn. Tvöhundruð pund af kjöti. Hljómlaus heili búinn til úr sviknum tíeyringum. Hann gat ekki að þvi gert. Hún hélt áfram að tala við köngurlóna. Og manstu, þá vorum við í París. Ég hef oft sagt þér frá því. Á litlu kránni í Latínuhverfinu. Hann dansaði. Kynblendingurinn með dökku aug- un og löngu grönnu hendurnar. Hann dansaði ekki. Hann var sjálfur dansinn, holdi klæddur. Hann dansaði fyrir mig eina. Hinir horfðu á, líka bankamaðurinn. Og kynblendingurinn tók úr sér kvika, lifandi sálina og gaf mér. Ég launaði hon- um engu. Svaf hjá bankamanni. 1 París. Von þú hlæir. Að sofa hjá bankamanni í París, ég furða mig enn. — Hann stóð upp, gekk fram í eldhúsið og þvoði kartöflurnar, lét þær í pott, kveikti á eldavélinni. Hún lagði kapalinn. Rauðar klæmar snertu borðplötuna með málmkenndum hljómi. — Vantar þig ekki ný spil? — Ég segi þér til, þegar mig vantar þau. Hún lyfti hendinni,og svört augun nístu hann. — Það — það er langt síðan Sigga hefur litið inn með litla snáðann. Rödd hans var lágvær og fáguð. — Til hvers ætti hún að koma? Hún hefur manninn, krakkann, sófasettið og bílinn. Sjón- varpið og vinkonurnar. — Ég — mér finnst hann líkjast mér, sá litli, er það kannski ímyndun? Þessi bænarhreimur. Þessi andardráttur. — Hann er lifandi eftirmyndin þín, minna má sjá. Hún sneri stólnum aftur í áttina til köngur- lóarinnar. — Ég hef sagt þér frá því. Þá var ég með Siggu i maganum. Hvað mér var flökurt. Húsamálarinn með gula hárið var þá að vinna hjá okkur í fyrsta húsinu, sem við áttum. Við drukkum alltaf saman síðdegiskaffið. En hvað hún er alþýðleg, frúin bankamannsins, sagði fólkið. Já, ég var alþýðleg, því ekki það? Hárið á honum var bylgjað yfir enninu, og hann hló með augunum. Vinnufötin hans voru öll í málningarslettum. Sigga spriklaði innan í mér. Frek. Dóttir banka- mannsins. Flvað mig langaði að dansa. Æskan og þjáningin stíga jarðardansinn. Um haustið var hann búinn að mála húsið. Fyrr en mig varði og farinn að vinna í öðru húsi. Sigga kom, bleyjurnar, marðar gulrætur, epla- mauk. Jafnvel brjóstin á mér. — Æ, hættu nú, sagði maðurinn. Röddin án hljóms. — Á ég að opna kjötdós? Röddin nærri horfin. — Nei, ég ætla að steykja nautakjöt. Steikt að utan, blóðugt að innan. Mikið af lauk. — Já. Röddin slokknuð. Myndhöggvarinn. Ég hef sagt þér frá honum. Harðir hnvklaðir vöðvar. Styrkleiki. Það var í Eng- landi. Ég horfði á hann, stundum saman horfði ég á hann. Hann vissi, að ég horfði á hann. Þá voru aðrir menn á viðskiptafundum. Við- skiptamenn. Reyndu að sjá þá fyrir þér. Feitir- þunglamalegir, með hausana fulla af sviknum ti- eyringum. Þeir geta ekki að því gert. Plann sagði: tatarakona. Hvað ætli hann hafi meint með því? Ég hló og fór að dansa gamlan tataradans. En ég neitaði að kyssa hann. Hvers vegna var ég svona heimsk öll þessi ár meðan ég var ung? Nú sit ég hér og iðrast þess, sem ég ekki gerði, og hins, sem ég gerði. — Á ég að hjálpa þér að steikja kjötið? Sár titringur fór um ósýnilegan fiðlustreng ein- hvers staðar bak við sófann. — Nei, hringdu lil Siggu. Segðu, að ég sé ekki vel frísk. Láttu hana bjóða þér í mat. — Finnst þér það betra? — Auðvitað. — En kartöflurnar? — Kastaðu þeim út fyrir kirkjugarðsvegginn. Hann sagði ekkert, en andardrátturinn, þessi óviðfelldni andardráttur fyllti stofuna. Þegar hann var farinn,, fór hún fram í eldhús og fékk sér te og kexkökur. Visinn líkaminn skrölti innan í kjólnum, gráar hártætlurnar héngu niður með innföllnum vöngunum, og digrir steinhring- arnir hringluðu á fingrum með eldrauðum klóm. Hún hélt áfram að leggja kapalinn, með snögg- um ákveðnum hreyfingum. Og köngurlóin dottaði í netinu. 10 19. JÚNÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.