19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1969, Qupperneq 23

19. júní - 19.06.1969, Qupperneq 23
in sú andlega heilbrigðisþjónusta. Hvjgarástand fyrir og eftir fæðinguna veldur stundum fullkom- inni geðtruflun, sem má svo mikið draga úr og forðast, ef þekking og skilyrði eru til þess að fram- kvæma geðvernd. Menningarþjóðfélag nútímans ætti að finna stolt sitt í að skapa þannig aðstæður. Mannúðarstarfsemi er alls staðar að reyna að líkna þeim, sem þjást, en nú eru til þess svo marg- ir möguleikar. Fordómar og hindurvitni, trúar- kreddur og vanþekking er í okkar vestræna heimi ekki lengur það, sem þarf að berjast við í sam- bandi við meðgöngutíma og fæðingar. Eitt er það, sem þó hefur ótrúlega mikið að segja við fæð- inguna sjálfa, en það er sú huggun, hlýja og mannleg fullkomnun, sem í því er fólgin að sýna náunganum kærleika á öllum sviðum og alls staðar sem hans er þörf. Þörfin er þó mest hjá þeim, sem líða, eins og móðurinni, sem er að fæða hartiið sitt. Einmanaleikinn er sárasti fylgi- nautur óttans og kvíðans, sem fæðandi konan finnur svo oft fyrir. Geðvernd er að komast í það horf, að sérhver sá, er finnur til vanmáttar á þvi sviði, getur nálg- ast hjálp og fullan skilning án þess að óttast ná- ungann, hvað hann segir eða hugsar. Svo er og um fjölgunarstarfsemina, ])ótt mörgu sé þar ábótavant. t fornöld er lítið vitað um meðferð fæðandi kvenna, en gríski læknirinn Hippokrates (460-—■ 377 f. Kr.) skrifar töluvert um meðgöngutímann og fæðinguna, sem var eins og öll læknisfræði, frumstæð á þeim dögum. Sjúkrahús voru ekki til. Búddha, sem var uppi í kringum 535 árum fyrir Krists burð, flutti þá kenningu, að góðverkin væru leiðin til „nirvana“, og það hafði vafalaust mikil áhrif á meðferð sjúklinga og varð til þess að draga úr því miskunnarleysi, sem stéttaskipunin í Ind- landi hafði í för með sér, skapaði virðingu og trú á það góða. Talið er, að sú sé ástæðan til þess, að indverskir konungar voru fyrstir til þess í sögu mannkynsins að byggja sjúkrahús. Aðrar heimildir segja, að á Ceylon hafi verið byggð sjúkrahús 427 árum fyrir Krists burð. Fyrsti stofnandi sjúkra- húsa á Vesturlöndum, sem sögur fara af, var uppi 330—379 eftir Krists burð og var Basilios hinn mikli í Caesarea. 1 Vestur-Evrópu fara ekki sögur af sjúkrahús- um fyrr en á 7. öld, og er það í París, að fyrst er sagt frá „Hótel-Dieu“. Próf. J. Whitridge Williams, hinn þekkti fæð- ingalæknir við Johns Hopkins Hospital, segir, að fyrsti vísir að fæðingadeild hafi verið í París á dög- um Loðvíks helga á 13. öld. Þá var sjúkrahúsið „Hótel-Dieu“ stækkað, og í kjallara þess útbúin þjónusta fyrir „des acouchiez". Hundrað árum seinna er þessari fæðingadeild lýst með þessu gamla orðalagi: „Fimmta deildin niðri undir þessum stóra sal er á afskekktum og loftlausum stað, og þar eru barnshafandi konur og þær, sem eru að fæða, því það gefur að skilja, að það sæmir sér vel, að fæð- andi konur séu á afviknum og huldum stað, og séu ekki til sýnis eins og annað veikt fólk, og er pláss þar fyrir 24 rúm.“ Ekki voru miklar þjóð- félagsbreytingar á þessum öldum og umbóta varla von í heilbrigðismálum og því síður fæðingahjálp, enda er á dögum Franz I. Frakkakonungs (1494 — 1547) þess enn getið, að í „Hótel-Dieu“ hafi ekki orðið miklar breytingar, nema hvað stærð viðvík- ur. Fæðingasalurinn „salle des accouchées“ var kjallarabygging, „svo neðarlega, að þegar flóð var í Signu, stóð vatnið einu feti neðan við gluggana og tveim fetum ofan við rúmstæðin — og olli það miklum óþægindum“. Ennfremur má bæta því við, að sjúklingarnir voru fjórir saman i einu rúmi, og ekki gerður á því greinarmunur, hvort það voru konur á meðgöngutima eða búnar að fæða, sjúkar eða heilbrigðar. Þarna var stöðugur faraldur af barnsfararsótt, og ekki voru gerðar neinar veruleg- ar breytingar á þessari fæðingadeild fyrr en á stjórnarbyltingartimabilinu. Fjölda sjúklinga var þó fækkað í tvo í hverju rúmi og reynt að skilja þá að með planka eftir miðju rúmsins. I byrjun 17. aldar var útbúin fæðingadeild á „Hótel-Dieu“, og hjá yfirljósmóðurinni fengu ljós- mæðranemar kennslu. Þetta var þriggja mánaða námskeið, og var á þeim tima kennt allt, sem þá var vitað um fæðingafræði, og eru það þess vegna timamót i sögu fæðingahjálpar og langt á undan öðrum löndum álfunnar. Þekktust þessara frönsku ljósmæðra var Marie-Louise Bourgeois, sem var fædd 1564 í Hennegan í Belgíu og var gift feld- skera. Hú gaf út bók um fæðingahjálp 1609, þar sem hún segir frá reynslu sinni í fæðingahjálp og ýmsum nýjungum í starfinu. Hún minntist á framfall á naflastreng, þegar belgir rifna, og segir frá því, hvernig hægt sé að sækja fylgju. Meira að segja minnist hún á ytri-vendingu barnsins í höf- uðstöðu. Á stjórnarbyltingarárunum var þessi fæðinga- deild flutt í Port Royal í París, þar sem hún síð- an hefur verið. Ýmsir frægustu fæðingalæknar 19. JÚNÍ 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.