19. júní


19. júní - 19.06.1969, Page 43

19. júní - 19.06.1969, Page 43
Norræni fundurinn 1968 Samtök norrænna kvenréttindaíélaga héldu 12. fuud sinn 12.—16. júní 1968 á íslandi. Fundurinn var settur í Kvennaheimilinu Hallveigarstöð- um. Formaður Kvenréttindafélags Islands, Lára Sigurbjörns- dóttir, setti fundinn og gat þess, að þetta væri í fyrsta skipti, sem jressi samtök héldu fund sinn á Islandi, og Jiað væri ánægjulegt að setja hann í Hallveigarstöðum, sem heitir eftir fyrstu konunni. sem var búsett i Reykjavík. Fulltrúar hinna Norðurlandanna fluttu kveðjur, hver frá sínu landi: Frá Danmörku: Eva Hemmer-Hansen, — Finnlandi: Karin Sonck, — Færeyjum: Sigrid Simonsen, — Noregi: Eva Kolstad, — Svíþjóð: Astrid Schönberg. Að lokum lék pianóleikarinn Agnes Löve tónverk eftir Sv. Sveinbjörnsson: Vikivaka og Idyll. Að fundarsetningu lokinni var móttaka hjá forseta Islands, Ásgeiri Ásgeirssyni, að Bessastöðum, og voru landsfundar- konur boðnar þar með. Siðan var farið til Þingvalla, en þar var fundurinn hald- inn. Aðalmál og erindi fundarins: 1. a) Nýjar rannsóknir í sögu kvenna: Karin Westman Berg, Svíþjóð. b) Aðstaða kvenna í Finnlandi: Karin Sonck, Finnlandi. 2. Framfærandahugtakið: Eva Skram, Noregi, Olivia Arge Gregoriussen, Færeyjar, Anna Sigurðardóttir, Islandi. 3. Endurskoðun fjölskyldulöggjafar á Norðurlöndum: Auður Auðuns, Islandi, Astrid Schönberg, Sviþjóð, Eva Hem- mer Hansen, Danmörku. 4. Fæðingarorlof: Ellen Woxen, Noregi, Mette Groes, Dan- mörku, Margrét Sigurðardóttir, Islandi. 5. Fjölskylduáætlanir: Else Westerberg, Danmörku, Gertrud Giinther, Noregi, Steinunn Finnbogadóttir, íslandi. 6. Alþjóðamannréttindaárið og framtiðin: Eva Kolstad, Nor- egi, Else Sejer Olsen, Danmörku, Sigriður Anna Valdi- marsdóttir, Islandi. Þrír karlmenn — félagar i kvenréttindafélögunum í Dan- mörku, Noregi og Svíjijóð tóku Jiátt i fundinum og/eða mót- tökum og ferðum i sambandi við fundinn. Færeysku konurnar voru formlega teknar inn i samtökin. Samþykkt, sem gerð var á fundinum, var send til Norð- urlandaráðs: „12. fundur norrænna kvenréttindafélaga, haldinn á Is- landi dagana 12.—16. júni 1968, hefur rætt um fjölskyldu- löggjöfina og framfærandahugtakið og er samméla um eft- irfarandi áliti: Á mannréttindaárinu, þar sem jafnrétti einstaklinganna án tillits til m. a. kynþáttar, þjóðernis og kyns, er sérstak- lega í sviðsljósinu, vill fundurinn leggja áherzlu á mikilvægi þess, að litið sé á karla og konur sem jafngilda ]>jóðfélags- þegna með sömu efnahagsleg og ]>jóðfélagsleg réttindi og skyldur. Hugtakið framfærandi (fyrirvinna), eins og J>að er í J>eim atriðum löggjafar Norðurlanda, sem konur snertir, varð til í ]>jóðfélagi með öðrum og verri möguleikum fyrir atvinnu- störf kvenna. Það hindrar þátttöku nútíma kvenna í atvinnu- lífinu og leggur karlmönnunum á herðar rangláta ábyrgð. Fundurinn leggur áherzlu é brýna nauðsyn þess, að gerð verði fordómalaus athugun ó framfærandahugtakinu að Jressu leyti á öllum Norðurlöndunum. Takmarkið lilýtur að vera löggjöf, sem veitir öllu full- orðnu fólki möguleika til þess að skipuleggja líf sitt ó raun- hæfan, sjálfstæðan hátt með eigin fjárhagsóbyrgð. Fram- færandahugtakið getur þá takmarkazt við nauðsynlega um- önnun barnanna. Þingvöllum, 14. júní 1968 F. h. samtaka norrænu kvenréttindafélaganna: Kvenréttindafélag Islands — Lára Sigurbjörnsdóttir, Norsk Kvinnesaksforening — Eva Kolstad, Fredreka-Bremer-Förbundet — Astrid Schönberg, Dansk Kvindesamfund — Eva Hemmer-Hansen, Kvinnosaksförbundet Unionen -— Karin Sonck, Kvinnufelagið, Tórshavn, Föroyar — Sigrid Simonsen." Frá Þingvöllum var farið til Hveragerðis í boði elli- heimilisins þar og það skoðað. Á Þingvöllum var gengið á Lögberg og sr. Eiríkur Eiriksson sagði sögu staðarins. Síð- asta kvöldið var kveðjuhóf, J>ar voru ræður fluttar, einnig söng Guðrún Tómasdóttir, söngkona, islenzkar þjóðvisur og -lög með undirleik Ólafs V. Albertssonar. Siðan var sungið og dansaðir færeyskir dansar. Eftir fundinn var farið til Gullfoss og Geysis, og Skálholts- kirkja skoðuð. Komið var við i Hveragerði á heimleiðinni og snætt þar. Móttaka var hjá Reykjavíkurborg í Hölða, J>ar sem for- seti borgarstjórnar, Auður Auðuns, bauð gestina velkomna. Siðasta kvöldið buðu kvenfélög i Hafnarfirði, Vorboðinn og Kvenfélag Al]>ýðuflokksins, fulltrúunum til sin, og var setið þar i góðum fagnaði og kveðjur fluttar. Að lokum var bókasafn Hafnarfjarðar skoðað undir leiðsögn Onnu Guð- mundsdóttur bókavarðar, Eva Kolstad bauð til næsta norræna fundar í Noregi eftir fjögur ór. 19. Júm 41

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.