19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1969, Qupperneq 43

19. júní - 19.06.1969, Qupperneq 43
Norræni fundurinn 1968 Samtök norrænna kvenréttindaíélaga héldu 12. fuud sinn 12.—16. júní 1968 á íslandi. Fundurinn var settur í Kvennaheimilinu Hallveigarstöð- um. Formaður Kvenréttindafélags Islands, Lára Sigurbjörns- dóttir, setti fundinn og gat þess, að þetta væri í fyrsta skipti, sem jressi samtök héldu fund sinn á Islandi, og Jiað væri ánægjulegt að setja hann í Hallveigarstöðum, sem heitir eftir fyrstu konunni. sem var búsett i Reykjavík. Fulltrúar hinna Norðurlandanna fluttu kveðjur, hver frá sínu landi: Frá Danmörku: Eva Hemmer-Hansen, — Finnlandi: Karin Sonck, — Færeyjum: Sigrid Simonsen, — Noregi: Eva Kolstad, — Svíþjóð: Astrid Schönberg. Að lokum lék pianóleikarinn Agnes Löve tónverk eftir Sv. Sveinbjörnsson: Vikivaka og Idyll. Að fundarsetningu lokinni var móttaka hjá forseta Islands, Ásgeiri Ásgeirssyni, að Bessastöðum, og voru landsfundar- konur boðnar þar með. Siðan var farið til Þingvalla, en þar var fundurinn hald- inn. Aðalmál og erindi fundarins: 1. a) Nýjar rannsóknir í sögu kvenna: Karin Westman Berg, Svíþjóð. b) Aðstaða kvenna í Finnlandi: Karin Sonck, Finnlandi. 2. Framfærandahugtakið: Eva Skram, Noregi, Olivia Arge Gregoriussen, Færeyjar, Anna Sigurðardóttir, Islandi. 3. Endurskoðun fjölskyldulöggjafar á Norðurlöndum: Auður Auðuns, Islandi, Astrid Schönberg, Sviþjóð, Eva Hem- mer Hansen, Danmörku. 4. Fæðingarorlof: Ellen Woxen, Noregi, Mette Groes, Dan- mörku, Margrét Sigurðardóttir, Islandi. 5. Fjölskylduáætlanir: Else Westerberg, Danmörku, Gertrud Giinther, Noregi, Steinunn Finnbogadóttir, íslandi. 6. Alþjóðamannréttindaárið og framtiðin: Eva Kolstad, Nor- egi, Else Sejer Olsen, Danmörku, Sigriður Anna Valdi- marsdóttir, Islandi. Þrír karlmenn — félagar i kvenréttindafélögunum í Dan- mörku, Noregi og Svíjijóð tóku Jiátt i fundinum og/eða mót- tökum og ferðum i sambandi við fundinn. Færeysku konurnar voru formlega teknar inn i samtökin. Samþykkt, sem gerð var á fundinum, var send til Norð- urlandaráðs: „12. fundur norrænna kvenréttindafélaga, haldinn á Is- landi dagana 12.—16. júni 1968, hefur rætt um fjölskyldu- löggjöfina og framfærandahugtakið og er samméla um eft- irfarandi áliti: Á mannréttindaárinu, þar sem jafnrétti einstaklinganna án tillits til m. a. kynþáttar, þjóðernis og kyns, er sérstak- lega í sviðsljósinu, vill fundurinn leggja áherzlu á mikilvægi þess, að litið sé á karla og konur sem jafngilda ]>jóðfélags- þegna með sömu efnahagsleg og ]>jóðfélagsleg réttindi og skyldur. Hugtakið framfærandi (fyrirvinna), eins og J>að er í J>eim atriðum löggjafar Norðurlanda, sem konur snertir, varð til í ]>jóðfélagi með öðrum og verri möguleikum fyrir atvinnu- störf kvenna. Það hindrar þátttöku nútíma kvenna í atvinnu- lífinu og leggur karlmönnunum á herðar rangláta ábyrgð. Fundurinn leggur áherzlu é brýna nauðsyn þess, að gerð verði fordómalaus athugun ó framfærandahugtakinu að Jressu leyti á öllum Norðurlöndunum. Takmarkið lilýtur að vera löggjöf, sem veitir öllu full- orðnu fólki möguleika til þess að skipuleggja líf sitt ó raun- hæfan, sjálfstæðan hátt með eigin fjárhagsóbyrgð. Fram- færandahugtakið getur þá takmarkazt við nauðsynlega um- önnun barnanna. Þingvöllum, 14. júní 1968 F. h. samtaka norrænu kvenréttindafélaganna: Kvenréttindafélag Islands — Lára Sigurbjörnsdóttir, Norsk Kvinnesaksforening — Eva Kolstad, Fredreka-Bremer-Förbundet — Astrid Schönberg, Dansk Kvindesamfund — Eva Hemmer-Hansen, Kvinnosaksförbundet Unionen -— Karin Sonck, Kvinnufelagið, Tórshavn, Föroyar — Sigrid Simonsen." Frá Þingvöllum var farið til Hveragerðis í boði elli- heimilisins þar og það skoðað. Á Þingvöllum var gengið á Lögberg og sr. Eiríkur Eiriksson sagði sögu staðarins. Síð- asta kvöldið var kveðjuhóf, J>ar voru ræður fluttar, einnig söng Guðrún Tómasdóttir, söngkona, islenzkar þjóðvisur og -lög með undirleik Ólafs V. Albertssonar. Siðan var sungið og dansaðir færeyskir dansar. Eftir fundinn var farið til Gullfoss og Geysis, og Skálholts- kirkja skoðuð. Komið var við i Hveragerði á heimleiðinni og snætt þar. Móttaka var hjá Reykjavíkurborg í Hölða, J>ar sem for- seti borgarstjórnar, Auður Auðuns, bauð gestina velkomna. Siðasta kvöldið buðu kvenfélög i Hafnarfirði, Vorboðinn og Kvenfélag Al]>ýðuflokksins, fulltrúunum til sin, og var setið þar i góðum fagnaði og kveðjur fluttar. Að lokum var bókasafn Hafnarfjarðar skoðað undir leiðsögn Onnu Guð- mundsdóttur bókavarðar, Eva Kolstad bauð til næsta norræna fundar í Noregi eftir fjögur ór. 19. Júm 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.