19. júní


19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 15

19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 15
kynjanna, sem enn er mikill. Umræðugrundvöllur fæst þó fyrst og fremst, ef menn gera upp við sig, hvers þeir óska af iífinu og hversu víður sjóndeild- arhringur nægir þeim. Allar þær umræður, sem átt hafa sér stað um málefni þessi, tel ég það já- kvæðasta við hreyfinguna. Virð- ist sitt sýnast hverjum eins og gengur. Eitt málefni hef ég hug á að taka til smá íhugunar. Þarna á ég við fjölskylduheildirnar inn- an þjóðfélagsins. Sýnt er, að fjölskyldan stendur sundraðri nú á timum en áður fyrr. Heyrzt hafa raddir um, að frekari sundrung verði, ef konunni opn- ist möguleikar utan heimilisins. Er það nú svo víst? Breytingin varð aðallega, er fólkið flykktist úr sveitum í bæi. Þá hætti fjöiskyldan að vera heild samvinnu og sam- veru. Konan festist heima fyrir yfir börnum og þar af leiðandi heimilishaldi. Karlmaðurinn aftur á móti leitaði fanga út á við. Börnin losnuðu líka úr tengslum við fjölskyldu sína. Kennsla þeirra fluttist meira og meira út fyrir veggi heimilisins. Bilið milli kynjanna breikkaði. Áhugamálin hlutu að stefna í ólíkar áttir. Síðar skeður það, að konunni opnast heimur karl- mannanna. Auk þess eykst fjöl- breytnin hjá karlmönnunum er varðar vinnuval. Vinnutíminn styttist gjarnan líka. Hvort verður heimilið staður til hvíld- ar og ánægju með fjölskyldu sinni, eða aðeins staður erils og amsturs. Hví ekki að deila með sér amstri og ánægju. Samvinna og svipuð áhugamál hijóta allt- af frekar að sameina en sundra. Konur mættu gjarnan opna sitt yfirráðasvæði karimanninum og karlar eins taka konuna sér við hlið úti í þjóðifélaginu — allt í meiri mæli en nú er. Það furðu- legasta er, að möguleikar kon- unnar utan heimilisins eru óiíkt meiri en halda mætti. Eins hef- ur karimaðurinn bæði mögu- leika og tíma til að kynnast heimili sínu og börnum. Hví lætur fólk í svo ríkum mæli for- dóma og umtal aftra sér frá því að kynnast sem mestu af lífinu sjálfu? Þessu verður hver og einn að svara fyrir sig. Yrði þessi aukna hreyfing til þess að opna augu fjöldans, er takmark- inu náð. Ásta Björt Thoroddsen. í raun og veru vinna þær afreksverk Kristín Þorbjarnardóttir Við lifum í þjóðfélagi, sem stjórnað er af karlmönnum. Konur hafa haft kosningarétt og kjörgengi til Alþingis á Is- landi í 55 ár, en eins og nú er háttað eru aðeins 1.7% þing- manna konur. Við stöndum höllum fæti gagnvart hinum Norðurlöndunum, en þar er Finnland í efsta sæti með 22%. Konur hafa engu að síður áhuga á stjórnmálum á Islandi, þær neyta kosningaréttar síns á borð við karla og hin mörgu og fjölmennu pólitísku kvenfélög tala sínu máli. Það er nú úrelt skoðun, að hjónabandið sé eitthvert loka- takmark konunnar í iífinu. Skút- an sú siglir ekki ætíð í rjóma- logni eða með sunnanbyr, stór- sjói og illviðri hreppir hún engu að síður og strandar jafnvel á blindskeri. Einnig er það mað- urinn með Ijáinn, sem sífellt er á ferð og breytir högum manna. Menntun kvenna fer því sívax- andi og f jöldi þeirra, sem hverfa út í atvinnulífið, eykst með hverju ári. Heimilisstörf eru ekki eins tímafrek og áður, síð- an heimilisvélar urðu almennari og barnsfæðingum fækkar með aukinni þekkingu á takinörkun barneigna. Frístundum kvenna fer þvi fjölgandi, sem þær gætu varið til annarra verkefna. Ég vil svo skjóta því hér inn, að því fer fjarri, að öll heimili geti eignazt fullkomnar heimilisvél- ar vegna gífurlegs kostnaðar, en hann stafar fyrst og fremst af háum innflutningstollum. Raftæki til heimilishalds eru í 80% tolli þar sem aftur á móti rafmagnsvélar til skrifstofu- halds eru í 35% tolli. I þessu samféiagi okkar, sem stjórnað er af karlmönnum, eins og áður hefur verið nefnt, gleymist það, 19. JÚNÍ 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.