19. júní


19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 46

19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 46
Jóhanna Kristjónsdóttir: F^rsía §k»ladag- lieimilid í lleykjavík tekid til §tar£a Merkum félagslegum áfanga var náð í vetur, er fyrsta skóladagheimilið tók til starfa í höfuð- borginni. Það er við Skipasund 80 hér í borg og dveljast þar á degi hverjum tuttugu börn á barna- skólaaldri og eru flest barnanna úr Langholts- og Vogaskóla. Börnin koma á heimilið á morgn- ana áður en þau fara í skóla og dvelja síðan þar milli þess þau sækja ýmsa aukatíma. Hádegis- verð og eftirmiðdagshressingu fá börnin á heim- ilinu, kennarar eru til leiðbeiningar við heima- nám og auk þess hefur börnunum verið búin ágæt aðstaða til að iðka hvers konar holla tóm- stundaiðju, úti sem inni. Eg tel tvimæialaust að það sé forganga og frumkvæði Félags einstæðra foreldra, sem varð til þess að heimilið komst á laggirnar, þótt hugmyndin um slíkt heimiii sé engan veginn ný af nálinni og hafi oft verið hreyft áður. En félagið tók þetta mál mjög eindregið upp á arma sína, enda ljóst að þörfin á slíkri stofnun ákaf- lega brýn og fer stöðugt vaxandi í nútíma- þjóðfélagi. Sjálfsagt er að geta og þakka af- bragðs góðan stuðning, sem félagið fékk. Mikill velgerðarmaður félagsins Albert Guðmundsson, lánaði félaginu húsið endurgjaldslaust skólaárið 1970—71 tii að gera þessa tilraun og borgaryfir- völd tóku síðan við rekstri heimilisins og gerðu það prýðisvel úr garði. Starf heimilisins síð- an það tók til starfa hefur gefið góða raun, og svo góða að undirbúningur er nú hafinn á vegum borgarinnar til að koma upp að minnsta kosti einu skóiadagheimili til viðbótar í öðru borgarhverfi fyrir næsta skólaár. Ljóst er að síðan er æskilegt að eitt til tvö heimili bætist við áilega, unz þeim hefur verið komið upp í tengslum við alla barnaskóla borgarinnar og raunar á öllu Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þann skamma tíma sem liðinn er frá því skóla- dagheimilið við Skipasund hóf starfsemi hefur það m. a. komið í ljós, að námsárangur barna, sem þar dveljast, hefur stórlega batnað með auknu aðhaldi sem þar fæst, að ekki sé talað um það öryggi sem börnunum er skapað með því að búa þeim þarna vistlegan samastað í stað þess að þau verði meira og minna að sjá um sig sjálf meðan foreldri vinnur úti. Fyrir foreldrana ætti ávinningurinn ekki að vera minni og fæ ég ekki betur séð en það sé hagsmunamál allra foreldra, hvort sem í hlut eiga einstæðir foreldrar eða giftir að leggja fram sitt liðsinni til að skóladag- heimili rísi í sem flestum skólahverfum borgar- innar. Slík skóladagheimili hafa starfað um allmörg ár í nágrannalöndum okkar — þar kölluð tóm- stundaheimili — og eru til að mynda um 30 ár, síðan fyrstu heimilin hófu starfsemi í Danmörku. AIIs staðar þykja slík heimili nú bráðnauðsyn- legar stofnanir og bæði foreldrar og börn fegnari en frá megi segja að börnin fái öruggan sama- stað lungað úr deginum, þegar annaðhvort for- eldra eða bæði vinna úti. 44 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.