19. júní


19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 20

19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 20
kynjanna í sem jöfnustu hlut- falli komi til með að stjórna hinum ýmsu áhrifamiklu stofn- unum, þjóðfélaginu og heimin- um sjálfum. Og til þess að þetta megi takast, held ég, að konur þurfi enn á ný og miklu víðtæk- ar að vinna skilning kannski sjálfra sín eigi síður en annarra. Hún verður að hætta að breiða sig ein yfir börnin, þau eiga þó í flestum tilfellum líka föður á heimilinu. Hann þarf iika að sigrast á þeirri gömlu venju, að bara mamma eigi að gera allt fyrir barnið, en að það eigi aðeins að vera leikfang föður- ins. Nei, samábyrgð, samstarf beggja kynjanna á heimili og í þjóðfélagi, er það ákall, sem jafnréttisþjóðfélag gerir til kon- unnar og mannsins. Og fyrir því þarf skilningur mannsins að vakna, að þannig sé það bezt, mannlegast og eðlilegast, að bæði vinni samhent á heimilinu, í atvinnulífinu, í áhrifa- og nauð- synjamálum þjóðanna. Ég vil árétta það, að ég tel móðurhlut- verkið þýðingarmikið, sem eng- in kona má vanrækja, en það hefur orðið konunni ábyrgðar- meira en það hefði þurft að vera, ef foreldrahlutverkið hefði ver- ið metið til jafns eins og vera ber. Það hefur lengi, lengi, aftur um margar aldir verið klifað á því seint og snemma, að hlut- verk konunnar sé fyrst og fremst að vera móðir, halda í hönd barnanna, vera traust þeirra, vinur og verndari. Það hefur verið dekrað við hlutverk móðurinnar. Þessu þarf að breyta, ef á að dekra við eitt- hvað, þá á að dekra við hlut- verk foreldranna. En þó vil ég endurtaka það, að af því að konan er móðir, vinur og vernd- ari, ber henni með víðtæku, heim, sem hún sendir böi’nin áhrifaríku starfi sínu að marka sín út í. og móta það þjóðfélag, þann Herdís Ólafsdóttir, Akranesi. Jafnréttið á að iétta hyrgðar beggja kynja Gunnnr Karlsson Jafnréttishreyfing karla og kvenna, sem nú er uppi, er von- um seinna á ferðinni. Jafnrétti kynjanna er löngu viðurkennt í flestum lagalegum atriðum. Formlega hafa konur haft nokk- um veginn full mannréttindi í þjóðfélagi okkar í meira en hálfa öld, en furðu seinlega hefur gengið, að raunverulegt jafnrétti kæmist á. Árangur kvenrétt- indabaráttunnar fyrri er gott dæmi þess, hve lítið við breyt- um þjóðfélaginu með lagaboð- um einum. Hæfileikar kvenna hafa verið vanmetnir allt þetta formlega jafnréttistímabil, starfskraftar þeirra illa nýttir og lágt metnir til kaups. Konur hafa lokazt inni á ákveðnum básum bæði í stjórnmálum og atvinnulífi, og talsverður hluti þeirra hefur hreinlega gengið iðjulaus á þeim annríkistímum, sem við höfum lifað síðustu áratugi. Karlmenn hafa óneit- anlega borið hitann og þungann af sköpun þess þjóðfélags, sem við lifum í. Veit ég vel, að hús- móðurstörf geta verið tima- frek og þeim fylgir ýmis vandi, sem enginn skyldi vanmeta. En þau eru vissulega misjafnlega tímafrek, og það er andstætt öllum hugmyndum okkar um frjálst starfsval að skylda mik- inn hluta kvenna til að einbeita sér að vandamálum heimilis- halds. Það var því sannarlega tími til kominn að taka þessi mál upp að nýju, endurmeta ár- angurinn af kvenréttindabarátt- unni og setja sér ný markmið. Jafnréttishreyfing síðustu ára er auðvitað hluti af alþjóðlegri róttækri hreyfingu til endur- mats á þjóðfélagsháttum hinna auðugu þjóða heimsins. En varla hefur nokkur angi þeirrar hreyf- ingar náð eins góðum árangri hér á landi og sá, sem beinzt hefur að misrétti kynjanna. Þessi mál eru nú á hvers manns vörum. Heimskan í vanahugsun síðustu áratuga blasir nú við öllum, sem sjá vilja. Enda hlýt- ur jafnréttishugmyndin að sigra smátt og smátt á næstu áratug- um úr þessu. Geri hún það ekki, er þar við einhvern annan vanda 18 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.