19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1971, Qupperneq 35

19. júní - 19.06.1971, Qupperneq 35
Þér spyrjið um, hvort ég telji það œski- legt fyrir þjóðina, að þátttáka kvenna í stjómmálum aukist, og sé svarið jákvcett, hvaða leiðir séu þci heppilegastar til, að svo verði. Já, tvímœlalaust. Þjóðin fer margra góðra krafta á mis, meðan konur eru svo afskipta- og áhugalausar um þjóðmál, sem raun ber vitni um. Auðvitað þarf að breyta þjóðfélaginu þannig, að móðurhlutverkið útiloki ekki konuna að mestu frá þátttöku í stjórn- málastarfi. 1 annan stað verða konurnar sjálfar að sigrast á ástœðulausri minnimáttarkennd sinni gagnvart körlum, varðandi hœfni og kunnáttu í þjóðmálastarfi. 1 þriðja lagi verður að glœða og örva áhuga kvenna fyrir þátttöku í stjórnmál- um með vekjandi frœðslustarfsemi um fé- lagsmál. Karlar eiga að taka vaxandi þátt í inn- anhússstörfum á heimilunum ásamt kon- unni, þar með einnig í barnauppeldinu. Með því aukast möguleikar konunnar til að sinna öðrum störfum til jafns við karla. Loks er það svo vald vanans. Undan því þarf að brjótast. Um aldir nutu konurnar ekki réttar til þjóðfélagsafskipta eða stjórnmálaþáitttöku. Karlmenn fóru einir með það hlutverk. Þegar konur tóku að berjast fyrir þeim rétti, vakti það andúð og hneykslun. Þœr, sem það gerðu, þóttu ókvenlegar. Og enn eimir eftir af þeim hugsunarhœtti bceði meðal kvenna og karla. Þessum fordóm- uni þarf að eyða. Þessa fjötra vanans Þarf að slíta. Sem skólastjóri og kennari kynntist ég því sérstaklega, að sízt eru stúlkur eftir- bátar pilta um gáfur og þekkingu. Og enn síður mundi nokkur skyni borinn maður hálda þvi fram, að konur stœðu körlum að baki um góðleik hjartans. En samt sem áður nýtast þessir eiginleikar kvenna ekki á vettvangi stjórnmálanna, þegar frá eru teknar örfáar undantekningar. Þetta ber mjög að harma. Þá kemur að þvi, að karlar standi i vegi þess, að konur táki þátt í opinbenim störf- um. Ekki skal því neitað, að flestum eig- inmönnum sé lítt um það gefið, að eigin- konan fari að vasast í stjórnmálum, með öllu því ónœði, sem því fylgir. Til eru líka þeir karlar, sem í raun eru andvígir þátt- töku kvenna í þjóðmálastarfi. Enn eru þeir til, sem telja starfið ekki konum sam- boðið. Og ekki er heldur þess að dyljast, að margar konur láta sér fátt um finnast, að ky^isystur þeirra láti að sér kveða á sviði stjórnmálanna. Ýmis öfl láta þannig á sér bera í þjóð- félaginu, sem hamla gegn þvi, að konur sœki fram og neyti krafta sinna og hœfi- leika á þessu sviði. En samt er mín reynsla sú, að mest staiuli á konuniim sjálfum. Ég hef af því niargendurtekna reynslu, að það ber sjaldnast árangur, þótt fast sé eftir leit- að, að fá konur til þess að taka efsta sœti á lista, og leiða þannig framboð. Eitthvað auðveldara kann það að vera hjá stœrri flokkum að fá konur til að taka eitthvert sceti, sem til greina geti komið á fram- boðslista. En samt er tregða þeirra sjálfra til þjóðmálcistarfa úrslitaorsök þess, að Alþingi er rakin karlasamkunda og sveit- arstjórnir og sýslunefndir nálega eingöngu skipaðar körlum. Það, að skipa konum á framboðslista „upp á punt“, myndi fá skjótan endi, ef konurnar sjálfar kysu sér annað og ábyrgðarmeira hlutverk í opin- berum störfum. En hér þarf svo sannar- lega að verða breyting á. En umfram állt á það að verða verk kvennanna sjálfra. Vinsamlegast, 19. JÚNÍ 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.