19. júní


19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 24

19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 24
lífeyri var svohljóðandi: „Upphæð barnalifeyris sé á hverjum tíma eigi lægri en það, sem teljast má heimingur af meðalframfærslukostnaði barns, enda fari fram raunhæf athugun á því, hvaða upphæð mætti leggja til grundvallar (t. d. á veg- um Hagstofu íslands).“ Hugmyndin um þetta meðaltal er gamall draumur ýmissa kvennasam- taka. Vel má vera, að erfitt sé að komast að hinu rétta um upphæð slíks meðaltals. En allt um það — ákvörðun laganna um 40% hækkun er mikil bót. Nú eru loksins horfnar úr tryggingalögum all- ar efasemdir um það, hvort „fráfall eiginkonu valdi tilfinnanlegri röskun á högum manns“, svo sem stóð í fyrri lögum, og ákveðið er að taka upp greiðslu barnalífeyris vegna látinnar móður, hvort sem hún var gift eða ógift og án tillits til efnahags. Áður þurfti sérstaka heimild til greiðslu barnalífeyris til ekkla vegna látinna mæðra, en skylt var eins og nú að greiða barna- lífeyri vegna látins föður eða föður, sem er ör- orkulífeyrisþegi. Upphæð meðlags, sem Tryggingastofnunin borgar út fyrir hönd feðra óskilgetinna barna eða barna fráskilinna foreldra, breytist sjálfkrafa um leið og upphæð barnalífeyrisins. f nýju lögunum er ákveðið, að farið verði að greiða barnalífeyri til fullnaðs 17 ára aldurs barna í stað 16 ára, eins og tíðkazt hefur. Sjálfsagt virð- ist mér, að þetta aldursmark gildi einnig um greiðslu meðlags með óskilgetnum börnum og börnum skilinna foreldra, og kallar þetta á breyt- ingu á sifjalögum fyrir gildistöku hinna nýju laga. Nefnd Kvenréttindafélagsins hafði varpað fram þeirri hugmynd, að greiddur yrði barna- lifeyrir til 17 eða 18 ára aldurs, að minnsta kosti ef unglingurinn væri við nám. Lögin ákveða, að nú eigi hver sú kona, sem verður ekkja innan við 67 ára aldur, rétt á bót- um í 6 mánuði eftir lát manns síns, kr. 7.368,00 mánaðarlega í stað þriggja mánaða áður. (Sam- hliða fær hún svo barnalífeyri, fjölskyldubætur og mæðralaun eins og áður). Að þessum bótatíma liðnum fær ekkja, sem orðin var fimmtug við lát manns sins, ekkjulífeyri til 67 ára aldurs. Upp- hæð hans fer eftir aldri konunnar, þegar bóta- réttur stofnast. Við sextugsaldur er greiddur full- ur ekkjulífeyrir, jafnhár ellilífeyri. Ef slys veldur dauða innan tveggja ára frá því að það bar að höndum, fær ekkja eða ekkill kr. 7.368,00 mánaðarlega i 8 ár frá dánardægri. Stundum spyrja konur, hvað valdi þessum mun á bótum til ekkju manns, sem andaðist af sjúk- dómi og ekkju, sem missti mann sinn af slysi. Eru þær ekki báðar jafnilla settar? Þarna kem- ur enn til greina það, sem um var getið fyrr í þessari grein, samanburður tveggja þátta trygg- inganna, sem hvíla á ólíkum grundvelli. Slysa- tryggingarnar eru annars eðlis en lífeyristrygg- ingarnar. Slysatryggingarnar eru næstum alveg kostaðar af atvinnurekendum og tryggja gegn vinnuslysum. 1 einni grein hinna nýju laga er kveðið svo á, að húsmæður, sem vinna algjörlega á heimili sinu, geti fengið þessa slysatryggingu með því að skrá ósk um það á skattframtal sitt. Þær hús- mæður, sem áður nutu þessara trygginga, voru aðeins þær, sem voru launþegar hjá öðrum og húsmæður í sveit. 1 lögunum er ákveðið, að nú verði heimilt að greiða fósturmæðrum mæðralaun, er sérstaklega stendur á. Kvenréttindafélagsnefndin setti fram ósk um þetta. Nokkuð tíðkast, að einstæð móðir komi barni sínu í fóstur til annarrar konu, sem annast að öllu leyti uppeldi barnsins. Oft er þar um að ræða ömmu barnsins, sem í ýmsum til- vikum er einstæð sjálf. Þegar svo stendur á, er eðlilegra, að fóstran fái mæðralaunin en móðirin. Bæklun eða vanbroski barns hefur oft mikil útgjöld og sérstaka umönnun í för með sér. Til þessa hefur ekki verið heimilt að veita örorku- styrki vegna barna, en í lögunum nýju er ákveð- ið, að svo verði framvegis. Ein tegund greiðslna, sem mæður óskilgetinna barna eiga rétt á og getur skipt þær talsverðu máli, hefur um langt árabil staðið óbreytt í tryggingalögum. Er það hinn svonefndi barns- fararkostnaður, sem endurkræfur er úr hendi barnsföður. Upphæð þessi verður nú þrefölduð og nemur kr. 9000,00 samtals. Auk þessarar upp- hæðar greiðir Tryggingastofnunin svo að sjálf- sögðu hinn almenna fæðingarstyrk. Meðal þess, sem konur í ýmsum samtökum hafa mjög látið sig varða, er málefni aldraðra. Samþykkt tryggingalaganna þokar þeim málum talsvert fram á við með verulegri hækkun elli- lífeyris. Fleira kemur til. Til þessa hefur sú regla gilt í sambandi við sjúkrahúsvist elli- og örorkulífeyrisþega, að bótaréttur hefur fallið nið- ur, ef bótaþegi hefur dvalizt lengur en einn mán- 22 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.