19. júní


19. júní - 19.06.1971, Síða 26

19. júní - 19.06.1971, Síða 26
Barátta gegat krakbameÍBii Alma Þórarinsson, yfirlœknir, er fædd á Akureyri 12. ág. 1922, varð stúdent frá Menntaskólanum á Alcureyri 19ltl og lauk lceknaprófi frá Háskóla Islands 1951. Hún var viö sérfræöinám viö háskólasjúkrahúsiö í Madison í Wiscon- sin 1952—195lf, og starfaöi síöan sem svœfingalælcnir í Reykjavík til 1961f. Sumurin 1963 og 1965 var Alma viö nám í krabbameinsleit viö háskólasjúkrahúsiö, Roydl ln- firmary, í Glasgow, einnig var liún viö Radium Hospitálet í Osló liluta úr vetri 1961f. MaÖur ölmu er Hjálti Þórar- insson, yfirlœknir, og eiga þau 5 börn: Þórarin, verkfræö- ing, Odd viö rafvirkjanám, SigríÖi og Hrólf i menntaskóla, og Gunnlaugu, sem les undir landspróf. Fyrir um það bil þrjátíu árum gekk ung stúlka, sem þá var nemandi við Menntaskólann á Akur- eyri, á fund Guðmundar Karls Péturssonar, yfir- læknis, til að afla sér upplýsinga um læknanám. Svarið, sem hún fékk, var: „Fáðu þér bara lækni.“ Sennilega hefur mörgum stúlkum verið svarað á þennan hátt, þegar þær hafa verið að kynna sér langskólanám. Hvað hafa ungar stúlk- ur að gera við langskólanám? Þurfa þær að svala menntaþrá sinni? Þeirra, sem bíður að gæta bús og barna. Þessari ungu stúlku tókst það, að því er virðist, sem fæstum hefur tekizt, að sameina hvort tveggja, að stunda læknanám og hlýða ráð- um gamals tíma, — að fá sér lækni. Síðar átti maður hennar eftir að styðja hana og hvetja á allan hátt til að halda áfram á námsbrautinni. Konan, sem hér á í hlut, hefur haft mikil bein afskipti af heilsugæzlu meginþorra kvenna lands- ins. Þessi kona er Alma Þórarinsson, yfirlæknir Krabbameinsleitarstöðvar B í Reykjavík. Á þeirri stöð fer fram skipulögð leit að krabbameini í móðurlífi kvenna, einnig eru rannsökuð þar brjóst kvenna, verði þær varar einhverra einkenna. Þar sem lesendur þessa blaðs eru að mestu konur, var ákveðið að fara þess á leit við frú ölmu, að hún kynnti okkur að nokkru þessa starfsemi. Hvað viltu segja okkur í stórum dráttum um starfsemi Krabbameinsleitarstöövar B? Störf hennar eru tvíþætt. Annars vegar skipu- lagðar fjöldarannsóknir til að leita að krabba- meini á byrjunarstigi án sjúkdómseinkenna í móðurlífi kvenna á aldrinum 25—70 ára. Leitin beinist einkum að krabbameini i leghálsi, og er fyrst og fremst stuðzt við frumurannsóknir (ex- foliative cytology). Hins vegar er framkvæmd brjóstaskoðun á öllum þeim konum, sem við sjálfsskoðun hafa fundið eitthvað athugavert. Hvenœr hófst þessi starfsemi hér á landi? Krabbameinsleitarstöð B var opnuð 30. júní 1964, og var þá einungis um rannsóknir á móð- urlífi að ræða. Voru konum eftir stafrófsröð send bréf og þess óskað, að þær hefðu samráð við stöðina um hentugan skoðunartíma. Hvernig fer krabbameinsleit í móöurlífi fram? Fyrst er tekin skýrsla af viðkomandi konu. Síðan er framkvæmd hin eiginlega skoðun. 24 19. JÚNÍ

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.