19. júní


19. júní - 19.06.1971, Page 40

19. júní - 19.06.1971, Page 40
Ingólfur: Inga, þú verður að skilja þetta. Sé verið að redda manni um lán, þá getur maður ekki bara staðið upp og sagt: Nú verð ég að fara. Ég þarf að koma krökkunum í rúmið, — enda þótt mann langi kannski til þess. Inga: Langi. Mig langaði til að halda áfram að læra. Það er það eina sem mig langaði til að gera. fngólfur: En hvað á ég að gera? Ég get ekki bæði verið hér og þar. Ég get ekki bæði verið faðir og forstjóri. Inga: Og ég get ekki bæði verið móðir og manneskja. Ingólfur: Hér er ekkert bæði — og .... Inga: Einungis annað hvort — eða. Ingólfur: Ég er herra Annað hvort. Inga: Og ég er frú Eða. Ingólfur: Ég er viðskiptafræðingur. Inga: Ég er gift kona. Hver fékk stöbuna? Inga: En staðan, sem var laus hjá yður, ja, mér kemur það auðvitað ekki við .... en hver fékk hana? Skólastj.: Það er ekkert launungarmál. Ég réði í hana unga stúlku, nýútskrifaða. Inga: Var prófið mitt kannski of lágt? Skólastj.: Nei, nei, alls ekki, en það er nokkuð langt síðan þér tókuð það, frú Inga. Tímarnir breytast og skólarnir með. Skólamál hafa verið talsvert gagnrýnd að undanförnu, kennsluaðferðir eru í endurskoðun, ýmsar nýjungar eru á döfinni. Vegna skólans taldi ég heppilegra að ráða unga stúlku, sem hefur lifað og hrærzt í þessu, sem er, svo að segja, mótuð og alin upp sem kennari með þessi nýju vandamál í huga. Ungu fólki er líka eðlilegra að laga sig að breytingum og koma með nýjar og ferskar hugmyndir. Inga: En ég hef þó reynslu af því að umgangast börn. Munduð þér segja, að reynsla móður af uppeldismálum væri einskis virði? Skólastj.: Þér hafið reynslu af að umgangast yðar eigin börn, á yðar eigin heimili. Skólastofa, frú Inga, er full af annarra manna böi'num. .. . 38 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.