19. júní


19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 52

19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 52
Varði doktors rHgcrð a spaiti Dr. Álfrún Gunnlaugsdóttir Það er jafnan ánægjuefni, þegar konur ná góð- um árangri á sviði mennta og menningar, sem var þeim lokað fyrir einni öld. Þær eru ennþá ekki margar, íslenzku konurn- ar, sem hlotið hafa doktorsnafnbót. Hin fyrsta, dr. Björg C. Þorláksson, varði doktorsritgerð sína við Sorbonneháskóla í París árið 1926. Hún lézt árið 1934. Síðan hafa átta konur aðrar hlot- ið doktorsgráðu. Aðeins tvær þeirra starfa hér á landi, en hinar starfa erlendis við rannsókna- og kennslustörf. Dr. Álfrún Gunnlaugsdóttir varð níunda ís- lenzka konan til að hljóta doktorsnafnbót, er hún varði doktorsritgerð sína um „Tristrams sögu og lsöndar“ í Barcelona á Spáni þann 18. desember 1970. Álfrún er fædd 18. marz 1938, dóttir hjónanna Oddnýjar Pétursdóttur og Gunnlaugs Ólafssonar skrifstofustjóra. Hún varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1958 og stundaði nám í Háskóla Islands veturinn 1958—59, en hélt síð- an til náms við háskólann í Barcelona. Hún lauk þar prófi i rómönskum málum og bókmenntum árið 1965, og ári síðar lauk hún prófi, sem nauð- synlegt er til að fá rétt til að verja doktorsrit- gerð. Álfrún vann að doktorsritgerð sinni í Reykjavík, Barcelona og Lausanne í Svisslandi, og hlaut hún til þess styrki frá Vísindasjóði Is- lands og rikisstjórn Svisslands. „Tristrams saga og lsöndar“, sem Álfrún tók til rannsóknar, er norsk þýðing frá árinu 1226 á frönsku kvæði, „Le Roman de Tristan" eftir Thomas, en það er talið vera frá um 1170 og hef- ur aðeins varðveitzt í smábrotum, sem alls eru um 3000 ljóðlínur. Hin norska þýðing þess er aðeins til i íslenzkum handritum. Doktorsriti Álfrúnar er skipt í tvo hluta. Fyrri hlutinn er þýðing „Tristrams sögu og lsöndar“ á spænsku eftir útgáfu Gísla Brynjúlfssonar frá árinu 1878, en sú útgáfa er gerð eftir handriti, sem varðveitt er i Árnasafni. Sagan er einnig til í handritum á Landsbókasafni Islands, en þau hafa ekki verið gefin út. Frávikin milli þeirra og útgáfu Gísla eru tilgreind og þýdd. Síðan er sagan borin nákvæmlega saman við franska kvæðið. I síðari hluta doktorsritsins er samanburður sögunnar við kvæðið „Tristan11 eftir þýzka skáld- ið Gottfried von Strassburg frá 13. öld og „Sir Tristrem", enskt kvæði frá 14. öld eftir óþekkt- an höfund. Kvæði þessi eru bæði byggð á franska kvæðinu. Grundvöllurinn að samanburði Álfrúnar er verk franska fræðimannsins Joseph Bédier, „Le Roman de Tristan par Thomas“, sem hann gaf út i byrjun þessarar aldar. 1 verkinu notar hann söguna, þýzka kvæðið og það enska til endur- byggingar á franska kvæðinu. Verk þetta og að- ferðir þær, sem höfundur þess notar, tekur Álf- rún til athugunar og gagnrýni í síðari hluta doktorsrits sins. Álfrún vann rit sitt í samráði við Paul Aebi- 50 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.