19. júní


19. júní - 19.06.1971, Page 52

19. júní - 19.06.1971, Page 52
Varði doktors rHgcrð a spaiti Dr. Álfrún Gunnlaugsdóttir Það er jafnan ánægjuefni, þegar konur ná góð- um árangri á sviði mennta og menningar, sem var þeim lokað fyrir einni öld. Þær eru ennþá ekki margar, íslenzku konurn- ar, sem hlotið hafa doktorsnafnbót. Hin fyrsta, dr. Björg C. Þorláksson, varði doktorsritgerð sína við Sorbonneháskóla í París árið 1926. Hún lézt árið 1934. Síðan hafa átta konur aðrar hlot- ið doktorsgráðu. Aðeins tvær þeirra starfa hér á landi, en hinar starfa erlendis við rannsókna- og kennslustörf. Dr. Álfrún Gunnlaugsdóttir varð níunda ís- lenzka konan til að hljóta doktorsnafnbót, er hún varði doktorsritgerð sína um „Tristrams sögu og lsöndar“ í Barcelona á Spáni þann 18. desember 1970. Álfrún er fædd 18. marz 1938, dóttir hjónanna Oddnýjar Pétursdóttur og Gunnlaugs Ólafssonar skrifstofustjóra. Hún varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1958 og stundaði nám í Háskóla Islands veturinn 1958—59, en hélt síð- an til náms við háskólann í Barcelona. Hún lauk þar prófi i rómönskum málum og bókmenntum árið 1965, og ári síðar lauk hún prófi, sem nauð- synlegt er til að fá rétt til að verja doktorsrit- gerð. Álfrún vann að doktorsritgerð sinni í Reykjavík, Barcelona og Lausanne í Svisslandi, og hlaut hún til þess styrki frá Vísindasjóði Is- lands og rikisstjórn Svisslands. „Tristrams saga og lsöndar“, sem Álfrún tók til rannsóknar, er norsk þýðing frá árinu 1226 á frönsku kvæði, „Le Roman de Tristan" eftir Thomas, en það er talið vera frá um 1170 og hef- ur aðeins varðveitzt í smábrotum, sem alls eru um 3000 ljóðlínur. Hin norska þýðing þess er aðeins til i íslenzkum handritum. Doktorsriti Álfrúnar er skipt í tvo hluta. Fyrri hlutinn er þýðing „Tristrams sögu og lsöndar“ á spænsku eftir útgáfu Gísla Brynjúlfssonar frá árinu 1878, en sú útgáfa er gerð eftir handriti, sem varðveitt er i Árnasafni. Sagan er einnig til í handritum á Landsbókasafni Islands, en þau hafa ekki verið gefin út. Frávikin milli þeirra og útgáfu Gísla eru tilgreind og þýdd. Síðan er sagan borin nákvæmlega saman við franska kvæðið. I síðari hluta doktorsritsins er samanburður sögunnar við kvæðið „Tristan11 eftir þýzka skáld- ið Gottfried von Strassburg frá 13. öld og „Sir Tristrem", enskt kvæði frá 14. öld eftir óþekkt- an höfund. Kvæði þessi eru bæði byggð á franska kvæðinu. Grundvöllurinn að samanburði Álfrúnar er verk franska fræðimannsins Joseph Bédier, „Le Roman de Tristan par Thomas“, sem hann gaf út i byrjun þessarar aldar. 1 verkinu notar hann söguna, þýzka kvæðið og það enska til endur- byggingar á franska kvæðinu. Verk þetta og að- ferðir þær, sem höfundur þess notar, tekur Álf- rún til athugunar og gagnrýni í síðari hluta doktorsrits sins. Álfrún vann rit sitt í samráði við Paul Aebi- 50 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.