19. júní


19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 17

19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 17
óneitanlega forskot hvað snert- ir tilfinningatengsl við börnin, og konur ættu sízt að sleppa þeim „réttindum“, sem móður- hlutverkið færir þeim. Því hvað sem allar umræður um þjóðfé- lagslega stöðu konunnar áhrær- ir, fer ekki milli mála, að upp- eldi barnanna er eitt það mikil- vægasta í lífi hverra foreldra, og um leið eitt hið ánægjuleg- asta, ef allt er eðlilegt. Þess vegna finnst mér gaman að tilfæra hér orð lögfræðings, sem er nokkurra barna móðir. Hún sagðist vinna hið minnsta mögulega utan heimilis í sínu fagi, reyndar aðeins til að halda sér við, því að tíminn, sem börnin eru hjá manni, er svo skemmtilegur en svo sorglega stuttur, að hún tímdi beinlínis ekki að skerða hann óneydd. En hér er líka komið að meg- inmáli. Til þess að einstakling- ur sé hamingjusamur, þarf hann að finna sig frjálsan, hann þarf að geta valið. Konan þarf að geta valið, hvort hún vinnur utan heimilis eða ekki. Grasið vii'ðist reyndar stundum grænna í öðrum görðum, það er ekki endilega skemmtilegra að skúra gólf annars staðar en heima hjá sér eða sauma skyrtur, því það er nú svo að oftast eru höfð í huga hin skemmtilegu störf, sem sérmenntun þarf til, þegar rætt er um valfrjálsa útivinnu kvenna. Bakhliðin á þessum áróðri fyrir útivinnu kvenna er líka sú, að konur, sem eru full- komlega ánægðar og finna sig í heimilisumsýslu, hálfþvingast af pressu samfélagsins til úti- starfs. Við höfum talað um endur- mat, aðrir tala um upplausn i þjóðfélaginu. Jafnvel grunnein- ing þjóðfélagsins, fjölskyldan, heimilið, er undir gagnrýni sem þjóðfélagsform. En enginn hef- ur bent á neitt betra, enda varla finnaniegt, meðan með mannin- um búa þær eðlishvatir og til- finningar, sem leiða til hjóna- bands og fjölskyldulífs. Hins vegar er full þörf þess, að ungt fólk, sem ætlar að stofna heimili, geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð og þeim kröfum, sem slíkt felur í sér. Heimilið verður því aðeins raunverulegt heimili, griðland, að allir þar inni séu ánægðir, og því þarf að leggja niður fyrir sér, hvei'su að því megi vinna, að hver ein- staklingur njóti sín. Þar kann að þurfa að koma til verkaskipting og samvinna með öðrum hætti en verið hef- ur. Og þar verður þjóðfélagið líka að koma til móts með sköp- un ytri aðstæðna, sem gera þetta kleift. Kirkjan hlýtur að fagna bættri þjóðfélagsstöðu kvenna. Menn hafa oft á tungu orð Páls postula um konur í söfnuðum, en þau voru auðvitað töluð út frá samtímaaðstæðum. Hins vegar leggur hann áherzlu á, að frammi fyrir fagnaðarerindinu séu allir jafnir. I engri félags- legri stofnun hafa konur verið virkari en í kirkjunni. Að vísu hefur aldarandi valdið því, að þær hafa sjaldan valizt til for- ystustarfa, hins vegar hefur hvergi verið kallað svo eftir starfskröftum þeirra sem í þjón- ustu kirkjunar. Og aldrei hefur þeirra verið þörf sem nú. Sannleikurinn gjörir menn frjálsa, endurmat fer fram, tím- inn virðist fullnaður. En þá mega konurnar sjálfar ekki bregðast, hvorki sjálfum sér né þeirri ábyrgð, sem þær bera. Berriharður Guðmundsson. Falli þær frá liggja þær óbættar hjá garði Ingibjöry Ýr Pálmadóttir Umræður þær, sem fram hafa farið, hafa vakið konur til um- hugsunar og mats á eigin stöðu. Ekki aðeins stöðu þeirra innan fjölskyldunnar, heldur sem ein- staklings í þjóðfélaginu, og hvers er og hefði mátt af þeim vænta. Með aukinni menntun kvenna og jafnréttisaðstöðu þeirra í skólum, er eðlilegt, að þær hafi andlega þörf fyrir og vilja til að notfæra sér þá menntun og þjálfun, sem þær hafa hlotið. Stofnun fjölskyldu á ekki að þurfa að aftra þeim frá að geta unnið að sínum hugðarefnum. Því miður hefur þetta atriði ekki mætt almennum skilningi, hvorki meðal karla né kvenna. Umbrot þau, sem nú eru í t 9. JÚNÍ 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.