19. júní


19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 31

19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 31
vinnu og 1946 bann við næturvinnu kvenna. Þess- um lögum hefur ekki verið framfylgt. Nefndin leggur nú til, að þau verði numin úr gildi. Hún telur rétt að vernda menn gegn hugsanlegu heilsu- tjóni vegna ákvæðisvinnu og næturvinnu, en sú vernd ætti að gilda jafnt um karla sem konur. Erfiðleikar verða alltaf talsverðir í sambandi við móðurhlutverk og gæzlu barna. Nefndin kem- ur með margar vel hugsaðar tillögur um þau mál. Lagt er til, að barnsburðarleyfi séu lengd og réttur til að halda starfi sé ótvíræður. Lagt er til, að feður geti líka fengið frí til að annast börn sín. Ekki er ráðizt í að fara fram á launað frí föður til handa. En um það er rætt að jafna milli foreldra framfærslu og barnagæzlu, svo að kleift sé, að annað foreldri sé heima og gæti bús- ins. Ennfremur er bent á, að auka þurfi dag- gæzluaðstöðu barna bæði vegna þeirra foreldra, sem báðir þurfa að' vinna allan daginn utan heim- ilis, svo og þeirra, sem einir eru um framfærsl- una. Því er slegið föstu, að það sé þjóðfélagsleg skylda að sjá börnum fyrir gæzlu, ef foi’eldrar eru ekki tiltækir ti! þess sökum vinnu, svo og að sjá til þess, að atvinnumöguleikar og afkoma þeirra skerðist ekki, sem annast skiptivinnu við gæzlu barna sinna. Viðfangsefnin eru ekki auðveld. Sveigjanleiki á vinnumarkaði er nauðsynlegur svo og endur- hæfing. Hlutavinna kemur til greina. Nefndin vill ekki gera mun á henni milli kvenna og karla og bendir á, að í slíkri vinnu þurfi að taka til greina lifeyrisréttindi. Á vissan hátt hefur nefndin stutt að nokkru tiúögur Paavo Seppánen, en hann lagði til fyrir nokkrum árum, að stefna bæri að skiptum 6 tíma vinnudsgi fyrir alla og dagurinn yrði 12 vinnu- stundir alls. Nefndin hefur gengið að því vísu, að konur vilji sjálfar vinna að því að breyta framfærslu- Iiugtakinu. Ekki vill hún koma með tillögur um að afnoma gagnkvæma framfærsluskyldu hjóna, cn lætur sér nægja að gera breytingartilllögur, sem stefna í jafnréttisátt. Gnlli er það á frumvarpinu, að gengið er fram- hjá bændastéttinni. Jafnréttisgrundvöllurinn var hjá þeirri stétt, og nú er að athuga, hvað eftir er af því jafnrétti. Þegar gerðar eru talnaskýrslur (statistik) um landbúnaðarstarfsemi, er skipt í framfærandanna (matlagets huvudman) og hjálp- armenn í fjölskyldunni. Þar eru meðtaldar hús- freyjur, sem vinna hörðum höndum að framleiðsl- unni, en eru taldar heimakonur án tekna. í talna- skýrslum eru tekjur slíkra heimila eignaðar hús- bóndanum einum. Að lokum leggur nefndin til, að komið verði á fót stofnun, sem vinni að jafnréttismálum. Else Hetimáki lýkur máli sinu á þessu: Verkefni heimilanna er óbreytt. Hér eftir sem hingað til verða menn eins og áður eða jafnvel meir að leggja alúð við að rækta tilfinningasam- band, sem bæði börn og fullorðnir þarfnast, í heimi, sem er samfélag byggt á samkeppni og framúrstefnu, og reynir svo mjög á andlega sem líkamlega heilsu. Okkur er Ijóst, að margt þarf að gera, þótt mik- ið sé af. Það sem mér finnst mest um vert að leysa betur en hingað til í Finnlandi, er að koma á fót barnagæzlu handa þeim, sem hennar þarfn- ast, endurhæfa miðaldra konur, koma á húsa- leigustyrk handa einstæðum mæðrum, lengja barnsburðarfrí, koma á vinnumiðlun og stórauka fjölskyldubæturnar. Nú á dögum eru konur ekki hafðar með í ráð- um, þegar rædd eru félagsleg vandamál og barna- gæzlumál eða þegar reynt er að bæta um gerð mistök í þeim efnum. Konan á að vera með frá byrjun við að semja lög, svo sem hjúskaparlög, refislög o. s. frv. Hún á að vera með í því að skipuleggja bæi og bústaði, skipuleggja skóla, barnaleikvelli og leikskóla. Það þarf aðstoð kvenna til að annast öll þessi mál. Eg vil alls ekki segja, að konan sé nauðsyn- legri í þjóðfélaginu en karlmaðurinn, en hún er jafnnauðsynleg. Eg fyrir mit leyti vi! alls ekki stofnsetja kvennaveldi — uss, hve það yrði leið- inlegt. — Ekki er ég ánægð með núverandi karlaveldi heldur. Kæru norrænu vinir. Við Norðurlandabúar höf- um í mörgum greinum betri tækifæri en í mörg- um öðrum löndum að stofnsetja samfélag til far- sældar manneskjunni og afkomendum hennar. Gerum það sameiginlega. V. B. þýddi lauslega. 19. JÚNÍ 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.