19. júní


19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 51

19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 51
Hér sjáum við svo skoplegu hliðina af ýmsum dönsum, „Facade“, sem sýnt var af ballettflokki íslenzkra dansara síðastliðið haust, eftir að Alex- andor Eennett, sem kom hingað á vegum Unesco, hafði þjáifað flokkinn í nokkra mánuði. Alex- ander Bennett er fremstur á myndinni. Aðrir dansarar eru Ólafur Ölafsson, Ólafía Bjarnleifs- dóttir, Guðrún Antonsdóttir, Edda Scheving, Oddrún Þorbjömsdóttir, Guðbjörg Skúladóttir, Örn Guðmundsson, Helga Eldon, Gunnlaugur Jónasson, Björg Jónsdóttir, Kristín Björnsdóttir og Ingibjörg Björnsdóttir. — Ballettinn er eftir Frederic Ashton og tónlist eftir W. Walton. Síðastliðið haust fékk Fé- lag islenzkra listdansara styrk frá Unesco. I þvi sam- bandi var stofnaður ballett- flokkur íslenzkra dansara, og eru meðlimir hans 10 stúlkur og 2 piltar. 1 stjórn flokksins eru Edda Schev- ing, formaður, Guðbjörg Björgvinsdóttir, ritari, og Örn Guðmundsson, gjald- keri. Skozkur ballettmeist- ari, Alexander Bennett að nafni, kom svo til landsins á vegum Unesco síðastliðið sumar, og þjálfaði hann flokkinn í þrjá mánuði. Menntamálaráðuneytið veit- ir einnig ballettflokknum styrk til greiðslu kennslu- gjalds við Ballettskóla Þjóð- leikhússins, og eru styrk- þegar skyldugir að mæta til þjálfunar að minnsta kosti þrisvar í viku. Islenzkir dansarar hafa dansað hér i mörgum ís- lenzkum og erlendum ball- ettum. Einnig hafa þeir tek- ið þátt í mörgum óperum og leikritum, sem ballett hefur verið fléttaður inn í. Fyrsti íslenzki ballettinn var „Eld- urinn“ eftir Sigríði Ármann, með tónlist eftir Jórunni Viðar, sem frumsýndur var á Listamannaþingi 1950. önnur íslenzk verk, sem hér hafa verið dönsuð, eru m. a. „Ólafur liljurós" eftir Sig- ríði Ármann, tónlist eftir Jórunni Viðar; „Frostrósir" eftir Ingibjörgu Björnsdótt- ur, tónlist eftir Magnús Bl. Jóhannsson; „Út um græna grundu" eftir Eddu Schev- ing og Ingibjörgu Björns- dóttur, tónlist eftir Skúla Halldórsson, og loks „Vetr- ardraumar'* eftir Aðalheiði Nönnu Ólafsdóttur, tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson. Ballett þessi var frumsýnd- ur á listdanssýningunni með Helga Tómassyni, Elisabeth Carroll og Ballettflokki ís- lenzkra dansara í febrúar síðastliðnum. Þar sem við erum komin að byrjuninni aftur, er rétt að ljúka þessu spjalli með því að óska íslenzkum ball- ettdönsurum til hamingju með þann árangur, sem náðst hefur, um leið og við vonum, að frumvarp til laga um Þjóðleikhús, sem nýlega hefur verið lagt fram á Al- þingi, nái fram að ganga, en þar er meðal annars gert ráð fyrir stofnun ríkisskóla fyrir leiklist, listdans og sönglist. Stofnun slíks skóla yrði íslenzkum ballett mikil lyftistöng. Sveinbjörg Alexanders, sólódansari við Kölnarballettinn, kom heim til íslands síðastliðið sumar og dansaði við opnun listahátíðarinnar m. a. dans við verk Griegs, „Brúðkaupsdagur á Troldhaugen“. Eiginmaður hennar, Gray Veredon, samdi ballettinn sérstaklega fyrir þetta tækifæri. Mótdansarinn er Truman Finney, sólódansari. 19. JÚNÍ 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.