19. júní


19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 53

19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 53
Skýrsla stjórnai' K.IM.Í. IÍI70 Félags- og stjórnarfundir hafa verið haldnir svo sem lög félagsins mæla fyrir. Fundur var haldinn með kvenréttindanefndunum síðast- liðið haust. Mörg merkiserindi hafa verið flutt á vegum K.R.F.l. þetta starfsár. 1. Kristján J. Gunnarsson skólastjóri við Langholtsskóla flutti erindi um skólamál og svaraði fyrirspurnum á marzfundi. 2. Lára Sigurbjörnsdóttir flutti stutt erindi um markmið og tilgang K.R.F.l. samkvæmt beiðni nokkurra ungra, nýrra félaga. 3. Á þessum sama aprílfundi flutti Bjarni Bragi Jónsson, forstjóri, fyrirlestur um endurhæfingu og tilfærslu milli starfsgreina og svaraði fyrirspurnum. 4. Jódís Jónsdóttir varaformaður Félags einstæðra for- eldra flutti á maífundi erindi um markmið þess fé- lags. Sigurveig Guðmundsdóttir las boðsbréf frá Inter- national Alliance of Women til 22. allsherjarþings sam- bandsins, sem haldið yrði í Königstein þ. 9.—16 sept- ember 1970, og einnið boðsbréf hinna þýzku kvenna. Á októberfundinum íór fram kosning í ritstjórn 19. júnl. Kosningu hlutu: Valborg Bentsdóttir, og Sigurlaug Sæ- mundsdóttir í aðalstjórn. Varakonur: Magdalena Thorodd- sen, Margrét Margeirsdóttir og Svava Sigurjónsdóttir. Fundarstjóri Guðný Helgadóttir þakkaði fráfarandi rit- stjórn, og einkum þó Sigríði Einars frá Munaðarnesi, sem hefur unnið mjög lengi að útgáfu 19. júni. Anna Sigurðardóttir flutti skýrslu um för sína, Sigur- bjargar Lárusdóttur og Kristínar Bragadóttur til König- stein. Þær sátu þar 22. allsherjarþing Alþjóðakvenréttinda- félagsins og gáfu Alþjóðasambandinu íslenzkan fána, sem Gréta Jóelsdóttir saumaði endurgjaldslaust. Aðalmál 22. alþjóðaþings kvenna var: Menntun á tækni- öld. Þær Sigurbjörg Lárusdóttir og Kristín Bragadóttir fluttu einnig ferðasögu af veru þeirra í Königstein og Berlín. Dagskrá nóvemberfundarins var í höndum ungra fé- lagskvenna. Þær höfðu skipt sér í starfshópa og fluttu skýrslur fyrir hvern starfshóp. Verkefnin voru: Könnun á námsbókum i barnaskólum. Könnun á aðstöðumun til fjáröflunar hjá piltum og stúlkum, í Menntaskólum og Kennaraskóla. Könnun á launum karla og kvenna í bönk- um. Athugun gerð á verkefnavali fyrir pilta og stúlkur í handavinnu barnaskóla. Desemberfundurinn var að venju bókmenntakynning. Þessar skáldkonur lásu úr verkum sinum: Rósa Þorsteins- dóttir og Svava Jakobsdóttir, en Valborg Bentsdóttir las úr skáldsögu Guðrúnar frá Lundi. Formaður flutti síðan stutt erindi um hina dýrlegu konu í islenzkum bókmenntum. Lára Sigurbjörnsdóttir sagði frá boði, sem forráðamenn Fæðingardeildar Landspítalans gerðu þeim konum, er stóðu að samstarfi Landspítalasöfnunar kvenna 1969. Var þetta hið þriðja boð, sem þessir forráðamenn hafa gert söfnunarkonum, til þess að láta þær fylgjast með því, sem gerist í byggingamálum hinnar nýju Fæðingar- og kven- sjúkdómadeildar Landspítalans. Á janúarfundinn hafði K.R.F.l. boðið áhugafólki úr Rauðsokkahreyfingunni. Tveir karlmenn héldu greinar- góðar kynningarræður um stefnu Rauðsokka. Gerður Ósk- ardóttir hélt framsöguræðu af hálfu Rauðsokka. Dansk Kvindesamfund átti 100 ára afmæli nýverið, og sendi boðsbréf til K.R.F.l. Stjórnin fór þess á leit við Ólöfu Pálsdóttur, myndhöggvara og sendiherrafrú i Kaupmannahöfn, að hún sæti þessa afmælisveizlu dönsku kvennanna fyrir hönd K.R.F.I., sem hún og gerði. Á aðalfundi, sem haldinn var 20. febrúar, urðu nokkr- ar breytingar á stjórn félagsins, og skipa nú þessar kon- ur stjórn K.R.F.I.: Guðný Helgadóttir, formaður, Ásta Björnsdóttir, varaformaður, Brynhildur Kjartansdóttir, Edda Svavarsdóttir, Fanney Long Einarsdóttir, Lóa Kristjánsdóttir, Sigurveig Guðmundsdóttir, Valborg Bentsdóttir, Valgerður Gísladóttir. Sigurveig GuSmundsdóttir. scher, prófessor við háskólann í Lausanne, en hann er sérfræðingur í frönskum miðaldabók- menntum og hefur gefið út ýmis rit um íslenzk- ar riddarasögur, þær, sem eru þýðingar úr frönsk- um bókmenntum. Doktorsvörnin fór fram í nýjum háskóla, La Universidad Autónoma de Barcelona, sem hefur aðsetur sitt í rómönsku klaustri. Fáeinum dög- um áður hafði þeim háskóla sem og öðrum há- skólum á Spáni verið lokað, þegar neyðarástandi var lýst yfir vegna réttarhalda í svonefndu Burgos-máli. Þó var veitt leyfi til að doktorsvörn Álfrúnar færi fram, og er hún sú fyrsta við heimspeki- deild hins nýja háskóla. Dómnefndina skipuðu fimm prófessorar, þrír frá báðum háskólunum í Barcelona, einn frá Oviedo og prófessor Aebi- scher frá Lausanne, og gáfu þeir ritgerðinni ein- kunnina „summa cum laude“. Blaðið 19. júní óskar dr. Álfrúnu Gunnlaugs- dóttur til hamingju með þennan merka áfanga og allra heilla í starfi hennar í framtíðinni. S. S. 19. JÚNÍ 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.