19. júní


19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 25

19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 25
uð í stofnun, þar sem sjúkratryggingar greiða fyrir hann. Þessi tími lengist nú í fjóra mánuði á tveimur árum. Þótt lífeyrisþegi dveljist um tíma í sjúkrahúsi, falla allt að einu til ýmis föst gjöld, svo sem húsaleiga, sími o. fl., sem hann þarf að standa skil á. Missir lífeyris við sjúkra- húsdvöl, sem er ekki því lengri, getur valdið því, að ekki sé að neinu að hverfa, er dvölinni lýkur. Niðurlag. Eitt þeirra atriði, sem mér er tjáð að hafi frá fyrstu tíð verið meðal tillagna Kvenréttindafé- lagsins um tryggingamál, er, að hjón, sem bæði eru lífeyrisþegar, skuli fá sama bótarétt og tveir einstaklingar. Mál þetta virðist mér engan veg- inn eins einfalt og það lítur út fyrir. Færa má rök að því, að búrekstur tveggja í sameiningu sé hagkvæmari en búskapur einstaklinga sitt í hvoru lagi. Enda fá hjón, sem samvistum eru, 90% af lífeyri tveggja einstaklinga. Rétt er að taka hér fram, að í tryggingalögum er orðið ein- staklingur notað í merkingunni einhleypingur. Sameiginlegt iðgjald hjóna er aðeins 10% hærra en iðgjald eins karlmanns. Þegar þetta er haft í huga, mætti ætla, að hækkaðar bætur til hjóna hefðu þá einnig í för með sér aukna gjaldskyldu hjóna. Þess má geta hér til fróðleiks, að við stöndum feti framar grannþjóðum okkar, að því er til bótaréttar hjóna tekur. Frændþjóðirnar greiða hjónum 75—85% lífeyris tveggja ein- staklinga, en við 90%. Hlutur giftu konunnar er því að þessu leyti talsvert betri hér á landi. Um ógiftu konuna er það að segja, að hún greiðir sem næst fjórðungi lægra iðgjald en karlmaður, en lífeyrir til kvenna og karla er jafnhár. Lengi má agnúa finna á jafnflóknum og viða- miklum lagabálki og lögunum um almannatrygg- ingar. Sjálfsagt er fyrir ábyrga borgara að fylgj- ast vökulum augum með breytingum á þessu sviði sem öðrum og benda á endurbætur. Að öllu samanlögðu má þó segja, að ýmsar breytingar, sem gerðar hafa verið á tryggingalöggjöf okkar á síðustu tólf árum, hafi fært íslenzkum konum stórkostlegar réttarbætur. Ekki er það sízt að þakka þeim hugmyndum um jafnrétti kynjanna, sem öllum réttsýnum mönnum finnst sjálfsagt að ríki. Ragnhildur Hélgadóttir lögfrœðingur. 19. Júní STEINGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR JCc onun onninn Álútur yfir voginn einn rœr þá daprast loginn blaktir á brunnu skari — beðið er eftir fari. Þreytir hann þungan róður þolimnóður og hljóður. Áratök undir leika öldusoginu veika. Skinið frá skörðum mána skerpir dúlræða brána við klœðnaðinn kolsvarta. Hvín við sigðin hin bjarta. Nökkva í nausti bindur nistir ískaldur vindur. Feikn býr í fölva nœtur fjörusóleyin grœtur. Gustar af feigðarfasi fölna sporin í grasi. Silfurþi'áð sundur heggur sálina að barmi leggur. Ber hana á bróðurarmi burt frá kvöl og harmi. Konungsþjónn krýndur raunum kveinstafi fœr að launum. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.