19. júní


19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 44

19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 44
TEKJUSKATTUR Mismunur á tekjuskatti hjóna og tveggja einstaklinga með sömu tekjur. Miðað við barnlaust, eignalaust og skuldlaust fólk. Árslaun 50% reglan Miöaö viö frum- varpiö Væri enginn frá- dráttur leyföur ÁgóÖi hjónanna Tap lijónanna Tap hjónanna Hann Hún 13. fl. 13. fl. 272.364 272.364 4.158 7.322 32.956 Hann Hún 17. fl. 13. fl. 338.640 272.364 2.577 9.204 34.838 Hann Hún 21. fl. 17. fl. 408.672 338.640 9.122 11.385 37.046 Hann Hún 24. fl. 13. fl. 461.196 272.364 1.404 10.103 35.737 Hann Hún 13. fl. 24. fl. 272.364 461.196 27.147 10.103 35.737 50% frádráttarreglan er hag- kvæmari en sérsköttun fyrir heimili þeirra mörgu kvenna, sem aðeins stunda vinnu utan heimilis hluta úr ári eða hluta úr degi allt árið. Hún var ámóta hagkvæm og sérsköttun fyrir hjón með jafnar meðaltekjur, og að þessu tvennu athuguðu var talið óhætt að veita einnig heimild til sérsköttunar, þar sem tiltölulega fáir mundu hag- nýta þá heimild. Til þess að sér- sköttun gæti leitt til sama skatts og tveir einstaklingar með sömu tekjur bera, þurfti persónufrá- dráttur hjónanna hvors um sig að vera jafn einstaklingsfrá- drætti, og lagði nefndin til, að sá háttur skyldi hafður á. Lög, sem byggðu á störfum nefndarinar, voru samþykkt 1958, en stóðu ekki óhögguð nema skamma stund. Við skatta- lagabreytingu, sem dýrtiðarþró- unin gerði óhjákvæmilega árið 1960, var allur persónufrádrátt- ur hækkaður verulega, en þá var persónufrádráttur hjóna aftur gerður lægri en persónu- frádráttur tveggja einstaklinga, og heimilisfrádráttur einstæðra foreldra slitinn úr tengslum við persónufrádráttinn og settur í ákveðna upphæð, sem dýrtíðin hefur siðan nagað niður eins og önnur hiunnindi sem bundin eru í krónutölu. Upphæðin var ákveðin kr. 10 þúsund 1960 og var nú við áramótin kr. 26 900, en hálfur persónufrádráttur hjóna er hins vegar kr. 94 100. Ákvörðunin um 50% frádrátt á tekjum giftra kvenna fékk þó að standa óbreytt, og allt þar til síðastliðinn vetur hafa yfir- völd ekki lagt til atlögu gegn því ákvæði. Giftar hátekjukonur eru frem- ur vanþóknanleg stétt i margra augum. Þarna er ekki um marg- ar konur að ræða, en til dæmis nokkra iækna, sem vinna lang- an og strangan vinnudag, og fólki finnst ekki ástæða til að þær njóti nokkurra skattfríð- inda þó að heimilishald þeirra krefjist óhjákvæmilegn að- keyptrar vinnu i ríkum n.æli, Yfirvöld fundu, að í þessu al- menningsáliti höfðu þau nokk- urn byr, og í stjórnarfrumvarpi, sem lagt var fyrir Alþingi síð- astliðinn vetur, var í fyrstu grein að finna ákvæði um það, að ekki mætti frádráttur vegna vinnu konu nema hærri upphæð en hálfum persónufrádrætti hjóna. f athugasemdum við frumvarpið er tekið fram að þetta sé lagt til vegna þess, að skattaieg meðferð tekna hjá tekjuháum giftum konum sé óeðlilega miklu betri en hjá öðrum skattþegnum. Eins og meðfylgjandi tafla sýnir er það rétt, að samkvæmt núgildandi álagningarstiga er tekjuskattur hjóna lægri en skattur tveggja sambærilegra einstaklinga. Taflan sýnir hins vegar einnig, að samkvæmt frumvarpinu hefðu hjónin orðið verr sett en einstaklingarnir. Skattaleg meðferð tekna hjá giftum konum hefði orðið verri en hjá öðrum skattþegnum, og gild.ir það ekki aðeins tekjuháar konur eins og taflan sýnir, held- ur einnig hina fjölmennu stétt lágtekjuhúsmæðra. Þetta sáu konur, og giftar starfandi hjúkrunarkonur sendu Alþingi mótmælabréf, sem hafði þau áhrif, að ákvæðið um að skerða 50% regluna hvarf úr frumvarpinu. Þetta dæmi sýnir ljóslega að nauðsynlegt er að fylgjast vel með málum á Alþingi og að utanþingsfólk getur einnig haft þar sín áhrif. J 42 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.