19. júní


19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 30

19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 30
1 vetur var hér á ferðinni, á vegum norræna hússins, frú Elsi Hetemáki, finnskur þingmaður. Hún flutti athyglisverðan fyrirlestur um stöðu konunnar í Finnlandi á okkar dögum. Ekki eru tök á að birta þennan ágæta fyrirlestur í heild, en hér kemur lítill útdráttur úr honum í laus- legri þýðingu: 1 byrjun aldarinnar fer að vaxa áhugi á því að vekja konur til umhugsunar um stöðu sína í þjóðfélaginu og jafnframt að vinna að aukinni menntun kvenna. I Finnlandi fengu konur kosn- ingarrétt árið 1906. Nú eru konur 22% finnskra þingmanna. 1 Noregi fengu þær kosningarrétt 1913. Þar eru 10.7% kvenna í þingmannahópi. í Danmörku eru 11.2% þingmanna konur og á Islandi 1.7%. 1968 voru í sveitarstjórnarkosning- um í Finnlandi 11.1% kosinna fulltrúa konur. I Helsingfors 32.5%. Konur í Finnlandi hafa trúlega náð þetta áleið- is vegna þess, að þær hafa lengst af verið vinnu- félagar manna sinna, unnið hörðum höndum við hlið þeirra í bændasamfélagi. Stundum urðu þær að standa fyrir búi, ef menn þeirra voru í stríði. En Finnland er ekki iengur bændasamfélag að því marki, sem áður var. Þá fer hin vinnuvana kona að vinna utan heimilis. Á síðustu 15 árum hefur tvöfaldazt tala þeirra kvenna, sem vinna utan heimilis, og heldur sú þróun trúlega áfram. Menn hafa fundið upp orð eins og „útivinnu- mamma“ og ,,heimamamma“. Útivinnumömm- ur í Finnlandi hafa nú á framfæri 400.000 börn innan 18 ára aldurs og 200.000 innan skólaskyldu- aldurs. Ekki hefur konum tekizt betur en það á vinnu- markaðinum, að þær telja sig vanmetnar. Oft er reynt að breiða yfir þetta vanmat með þeirri fullyrðingu, að konur séu hlédrægar og vilji ekk- ert á sig leggja til að auka starfsþekkingu sína. En þegar þær oftast, ásamt starfi sínu, þui'fa að sjá um vinnu á heimili, er ekki mikill tími af- lögu til annarra verkefna. Það hefur komið í ljós, við athugun á yfirmannastöðum, að 95% karlmanna í slíkum stöðum eru fjölskyldumenn, en 48 % kvenna eru þar ekki einhleypar. Þar kemui’ aðalvandamálið. Það er ekki einungis um að tala jafnrétti karla og kvenna, heldur hvernig er hægt að annast börnin. Árin 1966—1970 starfaði í Finnlandi nefnd til að kanna stöðu kvenna. Nefnd þessi telur æski- legt að vinna að skiiningi á þvi, að réttindi og skyldur skuli vera þær sömu hjá körlum og kon- um, að hver einstaklingur eigi að hafa sömu tækifæri til að þroska sjálfan sig á því sviði, sem hann óskar, án þess að kynferði sé hindrun. Kemur nefndin með ákveðnar tillögur og ábend- ingar um þau mál. Eftirtekt er á því vakin, að á árunum fyrir 1940 var mest talað um vernd kvenna á vinnu- markaði, en síðar er meira talað um jafnrétti og vernd gegn vanmati. í Finniandi voru 1929 samþykkt iög, sem banna að láta konur vinna vissa tegund ákvæðis- 28 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.