19. júní


19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 21

19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 21
að etja en þann félagslega, sem hreyfingin hefur fengizt við. En er þá ekki kominn tími til að fara að hugleiða afleið- ingarnar af sigrinum? Ef árang- urinn verður sá einn, að konur komi inn í atvinnulífið við hlið karla, skapi heimilunum tvöfalt meiri tekjur, sem leiða af sér tvöfalt meiri neyzlukröfur, tvö- falt harðari samkeppni um stöðutákn, tvöfalt meiri áníðslu á umhverfi okkar, þá er vissu- lega nokkuð unnið, en aftur á móti mjög miklu til kostað. Það hlýtur að verða hlutverk þeirra, sem berjast fyrir jafn- rétti kynjanna að breyta þróun þjóðfélagsins í þá stefnu, að aukinn forði starfskrafta og gáfna á vinnumarkaði verði því til góðs, en magni ekki upp djöfullegustu vandamál þess. Þegar karlar og konur jafna byrðar sínar, má það ekki ger- ast svo, að þær verði tvöfaldað- ar, heldur skipt á beggja herð- ar, jafnt utan heimilis sem inn- an, mönnum beggja kynja til aukinnar hamingju. Gunnar Karlsson. Lengi fannst mér þessar kröfur öfgakenndar Hélga Þóröardóttir Við lifum á tímum breyttra þjóðfélagshátta. Við verðum að reyna að semja okkur að þeim og búa börnin okkar undir það, sem koma skal. Stefnan beinist meðal annars að auknum lífs- þægindum og jafnrétti, þannig, að allir geti verið ánægðir með hlutskipti sitt og hæfileikai’nir fái sem bezt notið sín. Nú finnst mörgum konum mikið á skorta, að þær hafi fengið fyllstan jafn- rétt á við karimenn. Lengi fannst mér flestar þessar kröf- ur öfgakenndar og fáar réttmæt- ar. Nú hefur þessi skoðun mín breytzt. Ég lagði við hlustir, las mér til og að viðbættri eigin reynslu hafa augu min opnazt fyrir ýmsu, sem ég gerði mér ekki ljóst, að yrði að breyta. Leikrit Svövu Jakobsdóttur, „Hvað er í blýhólknum“, bendir á margt athyglisvert, sem ég ætla ekki að rekja hér, en oft hef ég lesið „Gagn og gaman“ með börnum mínum án þess að velta vöngum yfir, hvers vegna Vala fékk að vefa, en Villi ekki. Ég minnist veru minnar sein- asta árið í barnaskóla, að við stúlkurnar fengum kennslu í matreiðslu, en skólastjórinn var svo framsýnn og frjálslyndur, að þeir piltar, sem vildu, máttu vera með, og það voru flestir. Ég man, hvað þeir voru húsleg- ir og kátir við störf sín. Rauðsokkahreyfingin hefur ekki enn hafið innreið sína í sveitirnar, svo ég viti til, en ég tel mig fullgildan liðsmann, þeg- ar þar að kemur. Ég vinn 4^2 dag í viku utan heimilis, en ég á líka óvenjulega skilningsrík- an mann, sem nennir að sjá um sig og heimilið á meðan. Sum- um konum fellur það bezt að sitja heima og gæta bús og barna, en aðrar verða að vinna utan heimilis af ýmsum ástæð- um, t. d. af f járhagsþörf, félags- þörf, eða af þörf til þess að fá notið menntunar sinnar og hæfi- leika sem bezt, svo að eitthvað sé nefnt. Fyrir eiginmanninn verður þetta fjárhagslegur stuðningur, hann þarf ekki að stofna heils- unni i voða vegna of mikillar vinnu og hann getur betur notið heimilislífsins, þar sem hann áð- ur var næstum eins og gestur. 1 staðinn verður hann að að- stoða við heimilisstörfin. Þau eru ekki leiðinleg, ef þau eru unnin með réttu hugarfari. Mikilvægasta hlutverk kon- unnar er móðurhlutverkið, því má ekki gleyma. Það er fátt, sem mér finnst skemmtilegra en að annast lítil börn og hefði ég ógjarnan viljað ætla það öðrum að annast börnin mín lítil. Þó að feðurnir vilji allt fyrir börn- in gera, er ekkert sem kemur í staðinn fyrir umhyggju góðrar móður. Helga Þórðardóttir, Auðsholti. 19. JÚNÍ 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.