19. júní


19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 8

19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 8
Hvort þessar glefsur sýna þver- skurð af viðhorfum fólks til hvert annars og tækifærum þess til að deila kjörum hvert með öðru, skal ósagt látið, en aftur á móti virðist sem eirrn aðilinn í fjölskyldu- myndinni standi höllinn fæti. Getur verið, að konan sitji sinns staðar eftir að mestu tómhent inni á heimilinu — stærstu verkefmun þess verið þokað burt og hún ekki skynjað þáttinn mikilvæga, þ. e. verndarhlutverk heimilisins, þar eð uppspretta hans, slagæð daglegs athafnalifs í nútímasamfélagi, liggur fjarri henni? Ef við nú undir lokin gefum okkur, að framansögðu, að heppi- legasta samband innbyrðis á heimilum náist, ef allir aðilar hafa tækifæri, hver eftir síninn ástæð- um, til þess að vera virkir þátt- takendur í daglegri önn þjóðfélags- ins, þá verði næsta skref að stuðla að því, að svo megi verða. Frumskilyrði þess er að veita heimilunum hjástoð með því að viðurkenna böm sem einstakl- inga með sérstakar félagslegar þarfir og síðan fullnægja þeim. Að þvi marki getur legið meira en ein leið, en beinast liggur þó við í þjóðfélagi, þar sem fjölskyldan er frumeining heildarinnar að skírskota til yfirsýnar og skilnings forráðamanna á þeim aðgerðum, sem stuðla að betra fjölskyldulífi og }>ar með óbrotgjarnri heimilum og í framhaldi af þvi meiri festu í samfélaginu. Þjóðfélag, sem ekki hlúir að eigin vaxtarbroddi samhliða því að veita öllum fullvaxta þegnum sínum tækifæri til þess að neyta afls og orku á eðlilegum starfs- vettvangi, getur átt á hættu að eyða sjálfu sér. Giftar konur og börn tilheyra heildinni, — þeim verður að veita svigrúm, eins og öðrum. En á meðan forystulið í félagslegu og atvinnulegu tilliti blundar, geta þeir einstaklingar, sem gerst finna, hvar skórinn kreppir, spurt sjálfa sig: Ilvernig getum við lagzt á málið með raunhæfu móti? Björg Einarsdóttir verzlunarmaður. // n n n n n n // // // // // // Meginatriði góðs fjölskyldulífs eru, að mínu mati, ást, traust og virðing milli fjölskylduaðilanna. Heimilið á að vera griðastaður þess sem á þar samastað, þar á hann að eiga athvarf. 1 þessari grein vil ég leitast við, að segja skoðun mina á æskilegu fjölskyldulífi, og þá ekki sízt hvernig það ætti að vera með tilliti til barnanna í fjölskyldunni. Engum er gott heimili jafn nauð- synlegt og ungu barni. Enginn mótast meira af heimilinu en það. Foreldrarnir verða að gefa börn- unum mikið af sinum tíma, og þó aðallega móðirin, því ekki verður því náttúrulögmáli breytt að það er hlutverk konunnar að sinna móðurstörfunum, en hitt er annað mál, að faðirinn er ekki leystur undan neinni þeirri ábyrgð, sem höfðar til hans. Það hefur verið sýnt fram á það með rannsóknum, að nauðsynlegt er fyrir barnið að hafa einhvern vissan aðiia til að leita til ef eitt- hvað bjátar á, og að enginn er æskilegri í það hlutverk en móðir- in. Tekin hafa verið dæmi, þar sem böin hafa annars vegar alizt upp hjá móður sinni, og hún þá ekki af bezta stað í þjóðfélagsstig- anum á okkar vísu, og hins vegar börn, sem alizt hafa upp eingöngu á barnaheimilum. Dæmin sýndu, að mun betra var fyrir bömin að fá notið móður sinnar. Það em fáir sem koma í hennar stað. Börnin þarfnast, sérstaklega fyrstu árin, að „eytt sé í þau tima“. Það þarf að tala við þau, láta þau fá hreyf- ingu og á annan hátt að veita þeim það vegancsti, sem þarf út í lífið. Við þekkjum eða höfum heyrt um dæmi, þar sem börnin eru send í skólann á morgnana, for- eldrarnir fara í vinnu og koma ekki aftur heim fyrr en síðdegis, eða jafnvel seint á kvöldin. Börnin koma heim úr skólanum um há- degið, með lykil um hálsinn að íbúðinni. Þau fá sér eitthvað í svanginn úr ískápnum, eða seðja hungur sitt í næstu sjoppu. Síðan eru þau ein, þar til foreldrarnir koma heim dauðþreytt eftir langan vinnudag. Húsmóðirin tekur til matinn og síðan er horft á sjón- varpið, það sem eftir er kvöldsins. Helgarnar em eina tilbreytingin, þegar fjölskyldan getur verið sam- an í næði, án þess að skyldan kalli, en oftast er það þá eitthvað annað sem glepur. Þama fer barnið mjög á mis við það uppeldi, sem for- 6 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.