19. júní


19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 41

19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 41
— Óalgengara er, að konur vinni utan heimila sinna i Indónesíu en í Thailandi. Á ferðalögum rnn Java sá ég konur starfa við uppskeruna, húsbygging- ar og vegagerð eins og i Thailandi. — Hvað viltu segja urn menntunarskilyrði kvenna í Indónesíu? — Ekki er auðvelt fyrir konur í Indónesíu að mennta sig, og voru það einkum hástéttarkonur, sem menntun höfðu. Enda er meginþorri almennings ólæs og óskrifandi, og vissu sumir varla, hvað fram fór í heiminum. Held ég, að þar megi að einliverju leyti skella skuldinni á nýlendustefnu Hollendinga. — En cr ekk.i einhver breyting til batnáSar í þeim efnum? — Fólk, sem er um tvítugt núna, er eitthvað menntað. Samt sem áður eru einhver skólagjöld í framhaldsskólum, að mig minnir. —HvaS viltu segja um pólitísk réttindi kvenna í Thailandi og Indónesíu? Lög um Jafnlaunaráð 1. gr. — Konum og körlum skulu greidd jöfn laun fyrir jafnverðmæt og að öðru leyti sambærileg störf. 2. gr. — Atvinnurekendum er óheimilt að mismuna starfs- fólki eftir kynferði. Gildir þetta ekki aðeins um launagreiðslur, heldur um hvers konar greinamiun, útilokun eða forréttindi vegna kynferðis. Öheimilt er að skerða jafnrétti kjmjanna til atvinnuráðningar og skipunar í starf, hlunninda, vinnuskilyrða og hækkunar í starfi. 3. gr. — Setja skal á stofn Jafnlaunaráð. Hefur það aðsetur í Reykjavik, og er starfssvið þess landið allt. Jafnlaunarað skal skipað 5 mönnum til þriggja ára í senn, og skulu þeir ásamt varamönnum skipaðir þannig: einn skip- aður af Hæstarétti og er hann formaður ráðsins og skal hafa lokið emhættisprófi i lögum, einn skipaður af félagsmálaráð- herra að fengnum tillögum Námshrautar í almennum þjóð- félagsfræðum við Háskóla Islands, einn skipaður af Bandalagi starfsmanna rikis og hæja, einn skipaður af Alþýðusambandi Islands og einn skipaður af Vinnuveitendasambandi Islands. Kostnaður við Jafnlaunaráð greiðist úr rikissjóði. 4. gr. — Verkefni Jafnlaunaráðs er að: 1. Vera ráðgefandi gagnvart stjómvöldum, stofnunum og fé- lögum í málefnum, er varða jafnrétti með konum og körlum í kjaramálum og við ráðningu eða skipun til starfs. 2. Fylgjast með þjóðfélagsþróuninni, sem varðar þetta laga- efni, og gera tillögur til hreytinga til samræmis við tilgang þessara laga. 3. Stuðla að góðri samvinnu við samtök atvinnurekenda og launafólks svo og aðra þá aðila, sem kjaramál snerta, svo — t báðum löndum njóta þær bæði kosningaréttar og kjörgengis. — Þar scm þú virSist hafa kunnaS svo vel viS þig í Thailandi, hvers vegna fluttist þú þá til Danmerkur? — Það var vegna barnanna okkar, að við fluttumst aftur til Danmerkur. Við vildum gefa drengjunum okkar kost á að alast upp sem Norðurlandabúar. Annars myndum við sennilega alveg hafa setzt að i Austurlöndum, því að hfið í Thailandi hefur svo inikið við sig. Bangkok er alþjóðleg borg, og þar ægir saman fólki af margvíslegum þjóðemum og mörgum stéttum. I fyrramálið heldur Valborg heim á leið til Dan- merkur með vél frá Flugfélaginu, og hér sit ég eftir og reyni að melta það, sem hún hefur miðlað mér af fjársjóði reynslu sinnar frá Austurlöndum. Og ólíkt finnst mér heimurinn mirrni eftir en áður. Reykjavík, 6. apríl 1973 Sigríður Anna Valdimarsdóttir. að stefnu og nnarkmiði laga þessara verði náð með sem eðlilegustum hretti. 4. Taka til rannsóknar af sjálfsdáðum, hver hrögð kunna að vera að misrétti í kjaramálum að því leyti, er lög þessi varðar. Opinherum stofnunum svo og félagssamtökum á vinnumarkaði er skylt að veita Jafnlaunaráði hvers konar upplýsingar hér að lútandi. 5. Taka við ábendingum um brot á ákvæðum laga þessara og rannsaka málið af því tilefni og senda að rannsókn lokinni málsskjöl til þeirra aðila, sem málið snertir. 5. gr. Nú telur Jafnlaunaráð, að starfskjör tiltekins starfs- manns fari i bága við fyrirmæli 1. og 2. gr., og beinir þá ráðið rökstuddum tilmælum um ákveðnar breytingar á starfs- kjörum til viðkomandi atvinnurekanda. Fallist atvinnuiekandinn ekki á tilmæli ráðsins, er ráðinu heimilt, í samráði við starfsmanninn, að höiða mál í umboði hans til viðurkenningar á rétti hans. 6. gr. — Þegar héraðsdómari fer með mál út af brotum á lögum þessum, kveður hann til tvo meðdómendur úr hópi 24 manna, sem félagsmálaráðherra tilnefnir. Skulu þeir til- nefndir til fjögurra ára. Meðdómendur skulu vera lögráða- Tilnefna skal öðrum fremur menn, sem hafa viðtæka þekk- ingu á kjaramálum launþega og jafnréttisinálum. Taka skal tillit til búsetu þannig, að nægilega margir meðdómendur séu tiltækir í hverjum landshluta. Þegar sérstaklega stendur á, getur dómari nefnt í dóm aðra en þá, sem ráðherra hefur tilnefnt. 7. gr. — Félagsmálaráðherra setur nánari reglur um fram- kvaund þessara laga í reglugerð, að fengnum tillögum Jafn- launaráðs. <1 8. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi. Samþykkt á Alþingi 11. apríl 1973. 19. JÚNÍ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.