19. júní


19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 42

19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 42
BROSTNIR HLEKKIR Þessir félagar hafa látizt á siðasta starfsári KRFl: Einhilrlur Tómasdóttir var fædd á Akranesi 27. desember 1892, dáin 26. desember 1972 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Tómas Tómasson sjómaður og kona hans Sigríður Magnúsdóttir. Einhildur ólst upp hjá móðurforeldrum sínum að Söndum Akranesi. Hún kemur til Reykjavíkur 17 ára gömul og fer í vist til Ragnheiðar Bjarnadóttur frá Reykhólum, sem þá átti og rak Silkibúðina. Þóttu slík myndar- heimili á við góðan skóla. Síðar lærði hún matreiðslu hjá Sigríði Sigurðardóttur Bruun, sem þá stóð fyrir Hótel Skjaldbreið. Einhildur var félagslynd kona og þótt aðalstarf hennar væri á heimili hennar, vann hún árum saman mikið í Slysavarnarfélagi Islands auk þess, sem hiin var félagi i Kvenréttindafélagi Is- lands. Hún var gift Jónasi Jónassyni, skólastjóra, miklum dugnaðarmanni. Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Þau eignuðust þrjú böm. Skúli Þorsteinsson var fæddur á Stöðvarfirði 24. desember 1906, dáinn 25. janúar 1973 í Reykjavik. Foreldrar hans vom hjónin Guðríður Guttormsdóttir frá Stöð í Stöðvarfirði og Þorsteinn Þorsteinsson Mýr- mann, kaupmaður og síðar bondi á Óseyri í Stöðvar- firði. Eftir barnaskólanám fór Skúli á lýðháskólann að Hvitárbakka. Síðan í Kennaraskóla Islands og tók þaðan kennarapróf. Einnig var hann á nám- skeiðum og erlendum lýðháskólum. Hann var kenn- ari við Austurbæjar-bamaskólann í Reykjavík. Átján ár skólastjóri við barnaskólann á Eskifirði, síðan nokkur ár kennari við Melaskólann í Reykjavík og síðust.u árin námsstjóri fyrir Austurland. Hann starf- aði mikið að félagsmálum, einkum innan ungmenna- félagsskaparins og kennarastéttarinnar og var lengi i forvstuliði þessara samtaka. Skúli gerðist félagi í Kvenréttindafélagi Islanas skömmu eftir að sam- þvkkt var á Landsfundi þess 1972, að karlmenn hefðu rétt til að gerast félagar þess, og er hann fyrsti og eini karlmaðurinn til þess dags, sem gerzt hefur félagi. Hann hafði frá unga aldri sýnt jafnréttis- baráttu kvenna mikinn áhuga. Skúli var kvæntur hinni alkunnu kvenréttindakonu önnu Sigurðar- dóttur, skólastjóra frá Hvitárbakka. Þau eignuðust þrjú börn. Steinunn Bjartmarsdóttir var fædd 10. október 1883 á Böðvarshólum, Þverái'hreppi í V.-Húnavatns- sýslu. Dáin 22. maí 1972 i Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Guðmundsdóttir og Bjartmar Kristjánsson bóndi á Bmnná i Saurbæ, Dalasýslu. Hún stundaði nám við kvennaskólann á Akurevri og tók síðar kennarapróf frá Flensborgar- skólanum. Barnakennsla varð síðan ævistarf hennar, fyrst á nokkrum stöðum úti á landi, en síðan við barnaskóla í Reykjavík frá 1909—1955. Steinunn tók mikinn þátt í félagsmálum. Hún var árum saman áhugasamur félagi í Kvenréttindafélagi Islands og fleiri kvennasamtökum. Hún var einnig í Barnavina- félaginu Sumargjöf og guðspekistúkunni Septimu, og um tíma i stjórn beggja þessara félaga. Hún var gift Pétri Leifssyrii ljósmyndara og bjuggu þau allan sinn búskap í Reykjavík. Þau eignuðust tvö böm og áttu auk þess einn kjörson. Svanhvit Sigmundsdóttir Thorlacius var fædd í Revkjavik 5. febrúar 1913. Dáin 9. maí 1972. For- hennar vom hjónin Guðfinna Guðnadóttir og Sig- mundur Thorlacius slcipstjóri. Faðirinn dó snemma frá 6 börnum og þurftu systkinin því fljótt að fara að vinna til að létta undir með móður sinni við að sjá fyrir heimilinu. Svanhvit var vel greind og námfús og tókst því rneð eljusemi að afla sér allgóðrar mennt- unar jafnhliða vinnunni. Hún var mikil félagshyggjukona og starfaði af áhuga í ýmsum samtökum kvenna, en þó einkum að málefnum Alþýðuflokksins. Hún var lengi í stjóm Kvenfélags Alþýðuflokksins og formaður þess um skeið, einnig í fulltrúaráði flokksins og miðstjóm. Hún skipaði einnig nokkmm sinnum sæti á fram- boðslistum flokksins bæði við bæjarstjómar og al- þingiskosningar. Svanhvit var gift Finni B. Kristjáns- syni rafvirkjameistara og bjuggu þau allan sinn bú- skap í Reykjavík. Þau eignuðust 5 börn. Guð blessi minningu allra þessara mætu félaga. Guðný Helgadóítir. 40 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.