19. júní


19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 17

19. júní - 19.06.1973, Blaðsíða 17
og eyru? Ég minntist áður á aug- lýsingar. Fréttamyndir berast líka utan ur heimi, oft ófagrar. En á að halda þeim frá börnunum? Eru þær ekki svipmyndir frá þeim heimi, sem við lifum í, hvað hroll- vekjandi sem þær kunna að vera? Er ekki nær að nota þær til þess, að vekja andúð á þvi sem miður fer, samúð með því, sem vel er gert? Slíkt má gera með samtölum eftir á, eða stuttum skýringum, meðan horft er. Ég er yfirleitt and- vig því, að böm horfi ein á sjón- varp, hvergi þurfa þau ef til vill meiri handleiðslu. Þetta var um fréttirnar, öðru máli er að gegna um ýmsar myndir aðrar, sem ekki em ætlaðar börnum, þær ættu að vera merktar sérstaklega í dag- skránni, svo að eldra fólkið geti áttað sig í tíma, og lokað þá fyrir eða fengið ungviðinu annað við- fangsefni. Annars er reynsla mín og sjálfsagt fleiri sú, að bezta ráðið sé að taka af skarið og loka, enda oft ekki af miklu að missa. Annað mál er með ýmsa viðræðu- og fræðsluþætti. Veki þeir ekki á- huga stálpaðra bama, þ. e. þeirra, sem em vakandi eftir 8 á kvöldin, eiga þau að læra að virða óskir annars heímilisfóiks og leyfa þvi að horfa og hlusta í friði. Þetta getur verið lexía í einu af undir- stöðuatriðum góðs fjölskyldulífs, það er gagnkvæm virðing fyrir á- hugamálum einstaklinganna. Mig langar aðeins að koma hér fram með fróma ósk um að laugardags- mynd sjónvarpsins sé „fyrir alla fjölskylduna“, eða öllu heldur þann hluta, sem oftast er heima á þeim kvöldum. Þvi skyldi ekki „fjölskyldutækið" stuðla að á- nægjulegri kvöldstund, með því að sýna myndir, sem allir geta horft á sameiginlega, spjallað um og glatt sig \rfir á eftir. Ég get ekki skilið svo við þetta efni, að minnast ekki aðeins á leikhús og kvikmyndahús. Leik- húsin gera virðingarverðar til- raunir til að ala upp áhorfendur framtíðarinnar, oft með góðum leiksýningum, er hafa menningar- brag. Áður minntist ég á skortinn á barnaleikrituin. Kvikmyndahús- in hafa sérstakar bamasýningar hvern sunnudag, a. m. k. hér í höfuðborginni, en þar fer minna fyrir menningarbrag áhorfenda. Óp og óhljóð keyra úr hófi; ruslið flýtur um gólfin að sýningu lok- inni. Ein skýringin er sjálfsagt sú, að börnin fara yfirleitt ein á þess- ar sýningar, og fáir fullorðnir eru til eftirlits. Samt ætti forráða- mönnum kvikmyndahúsanna að vera í lófa lagið að beina áhrifum sínum til þess að ala upp kvik- myndahúsgesti. Það þyrfti ekki annað en segja krökkunum, að engin mynd yrði sýnd, nema þau hefðu lægra um sig og hentu ekki ruslinu á gólfið, slíkt mundu þau skilja. Umhverfisvemd er mikið rædd nú á dögum og ekki að ó- fyrirsynju. Því má ekki byrja inn- anhúss og í nánasta umhverfi bamsins? Þetta em sundurlausir þankar um yfirgripsmikið efni. Ég ítreka það sem ég tók fram í upphafi, þetta er verðugt umræðuefni fyrir heila ráðstefnu. Sigríður Ingimarsdóttir húsmóðir. ft ff ff tt ff ff ff ff ff ff tf ff tt Fjölskyldulíf befur tekið mikl- um breytingum frá þvi, er við nútímaforeldrar vomm böm. Þar má nefna stóraukin lifsþægindi og aukna innrás fjölmiðla á heimili, og ber þar að sjálfsögðu sjónvarpið hæst. Eins og kunnugt er, þurfa böm hegðunarramma eða reglur (þó ekki of stífar) að fara eftir; ekki aðeins til að læra að verða þjóð- félagsþegnar, heldur einnig vegna þess, að þau ráða ekki við algert frjálsræði sökum ónógs þroska. Sumir íoreldrar eiga í talsverð- um erfiðleikum með að setja börn- um sinum slíkar reglur um allt hið nýja í lífinu vegna þess, að þeir eiga sjálfir erfitt með að stilla í hóf notkun útvarps og sjónvarps t. d., og vera bömum sínum gott fordæmi. Okkur vom í æsku ekki settar neinar reglur um siónvarp, sem ekki var til, „hasarblöð“ sáust varla, kvilonyndir vom sýndar einu sinni í viku, a. m. k. úti á landsbvggðinni, og vasapeninga höfðu fæstir foreldrar efni á að veita börnum sínum. Miðað við þann tima, hefur fólk nú fullar hendur fjár, og fjölmiðlar steypa vfir okkur efni úr öllum áttum. 19. JÚNÍ 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.